Morgunblaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 34
FERÐALÖG 34 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ 7964 Timberwood Circle Sarasota, FI,USA 34238 SÍMI-941-923-4966 www.timberwoods.com SARASOTA FLÓRÍDA TIMBERWOODS Vacation Villas & Resort Frábært sumarfrí Glæsileg hús í kyrrlátu umhverfi innan um fallegan gróður Notalegt frí á frábæru verði Velkomin í ævintýraheim Holtasmára 1 • 201 Kópavogi Sími: 5 100 300 • Símbréf: 5 100 309 Netfang: langferdir@langferdir.is Heimasiða: www.kuoni.is Opnunartímar alla virka daga frá 10:00-17:00 *Allar ferðir hefjast í Kaupmannahöfn. Verð m.v. gengi 1. apríl. Nákvæmar ferðalýsingar og verðlisti á www.kuoni.is 14.000 kr. afslátturef bókað er fyrir 1. júní Hópferðir til Tælands og Víetnam með íslenskum fararstjóra Leyndardómar Tælands, 15 dagar, 16. okt. Dyrnar að Tælandi. Ein af vinsælustu hópferðum Kuoni. Kynningarverð á mann í tvíbýli til 1. júní: 141.550 kr.* Hið gullna norður Tælands, 15 dagar, 24. okt. Hinn stórbrotni Gullni þríhyrningur og gullin ströndin. Kynningarverð á mann í tvíbýli til 1. júní: 151.350 kr* Á söguslóðum Víetnam, 15 dagar, 1. okt. Heillandi heimur Víetnam og eitt besta hótel Asíu. Kynningarverð á mann í tvíbýli til 1. júní: 173.100 kr.* Á ÞESSUM tíma árs á að vera hægt að fá siglingu á skemmti- ferðaskipi á góðu verði, að því er fram kemur á vef Daily Telegraph. Um er að ræða siglingar á Mið- jarðarhafi, Eystrasalti, Norðursjó, Karíbahafinu eða Kyrrahafi. Fyrirtækin sem reka skipin hafa þá lækkað listaverð þar sem mesta ferðamannatímabilið er ekki hafið og erfitt er að selja í ferðirnar. Verð á skemmtisiglingum er á bilinu 499–2.308 pund en misjafnt er hvað er innifalið. Lægsta verð- ið, sem samsvarar um 65 þúsund íslenskum krónum, er á ferð um „Perlur Miðjarðarhafsins“ með MSC siglingum 23. eða 30. maí nk. Farið er frá Genóa og m.a. stopp- að í Palermo, Barcelona og Marseille. Skip P&O Cruises kemur við á Íslandi í júní í 15 daga siglingu sem kennd er við land víkinganna. Fyrir slíkt ferðalag þarf fólk að reiða fram 1.583 pund, eða 207 þúsund krónur, og er verðið lækk- að úr 2.899 pundum, að því er fram kemur í Daily Telegraph. Morgunblaðið/Sverrir Afsláttur: Kannski er hægt að komast í ódýra skemmtisigl- ingu á slíku skipi. Lækkað verð á skemmti- siglingum  FERÐALÖG TENGLAR ..................................................... www.msccruises.com www.orientlines.co.uk www.windstarcruises.com www.pocruises.com www.rssc.co.uk ÍSLENDINGARNIR og parið Jenný Davíðsdóttir og Ólafur Ein- arsson eru þessa dagana að hefja út- leigu á tveimur fullbúnum íbúðum, sem þau hafa fest kaup á í Brussel í Belgíu. Minni íbúðin, sem nú er tilbú- in til útleigu, er þriggja herbergja með svölum og tekur allt að sex manns. Sú stærri, sem verður tilbúin til útleigu frá 1. júlí, er aftur á móti fimm herbergja „penthouse“-íbúð með þrennum svölum og getur rúm- að allt að níu manns. Uppbúin rúm og handklæði miðast við fjölda gesta hverju sinni. Öll nútímaþægindi verða í íbúðunum, að sögn Jennýjar, svo sem fullbúið eldhús með upp- þvottavél og örbylgjuofni auk þvotta- vélar, þurrkara, sjónvarps og DVD. Þá verður einnig nettenging í íbúð- unum. Boðið verður upp á regluleg þrif. Báðar íbúðirnar eru miðsvæðis í Brussel og nálægt Evrópuskrifstof- unum, „European Quartier“. Veit- ingahús og söfn eru í göngufjarlægð svo og almenningssamgöngur. Sjálf segist Jenný hafa verið búsett í Brussel undanfarin sjö ár og viti því af eigin raun að borgin sé bæði skemmtileg og hafi upp á margt að bjóða, sér í lagi væri veitingahús- aflóran áhugaverð svo og list- viðburðir af ýmsum toga. „Í Brussel er eitt fallegasta torg í Evrópu, Grand Place þar sem ráðhúsið stend- ur. Það er ágætt að vera með börn hér, t.d. er um 30–40 mínútna akstur er í skemmtigarðinn Six Flags, www.sixflags.be/, sem er heill æv- intýraheimur fyrir börn auk sund- laugargarðs. Þá má ekki gleyma að minnast á fjölda fallegra útivist- arsvæða og hér er einnig að finna eitt stærsta bíóhús í Evrópu, Kinepolis sem hefur að geyma 24 bíósali,“ segir Jenný í sam- tali við Ferðablaðið. „Við trúum á þennan mark- að og höfum nú sett allt okkar í þessar íbúðir. Ég hef gengið svolítið lengi með þennan draum í maganum og svo ákváðum við að slá til einn daginn, seldum íbúðirnar okk- ar og aðrar eignir á Íslandi og fjárfestum í öðrum í Brussel,“ segir Jenný, sem starfar sem tölv- unarfræðingur hjá Eftirlitsstofnun EFTA auk þess sem hún lauk meist- araprófsgráðu í alþjóðlegum við- skiptum frá Boston University árið 2001, en sá skóli rekur útibú bæði í Brussel og París. Í Brussel búa nú um 270 Íslend- ingar, en Jenný var formaður Íslend- ingafélagsins í Belgíu í þrjú ár, 1999– 2001. „Mér hefur alltaf fundist gam- an að halda góðum tengslum við landann og nú finnst mér einkar skemmtilegt að geta boðið upp á gist- ingu í hjarta Evrópu.“ Að sögn Jenn- ýjar mun kærastinn og þúsundþjala- smiðurinn Ólafur sinna ferðaþjónustunni til að byrja með. „Gamall draumur“ Belgía: Ráðhúsið í Brussel. Vistarverurnar: Þriggja herbergja íbúðin.  BRUSSEL | Tvær leiguíbúðir í hjarta Evrópu Jenný og Ólafur opna eigin vef- síðu nú um helgina og geta áhugasamir nálgast frekari upplýsingar um staðsetningu, verð og myndir á www.bruss- els-apartment.com. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið info@brussels-apartment.com. flugferðir til Danmerkur og velja úr því sem er í boði þaðan. Átta daga ferð fyrir okkur tvö frá Kaup- mannahöfn til Thassos með gist- ingu á fimm stjörnu hóteli við ströndina kostar til dæmis 90 þúsund. Þetta er utan helsta sumarleyfistíma Dana þar sem við förum í júní og þá er verð- ið hagstæðara en í júlí. Það er mjög fallegt á Lesbos og við eigum von á að Thassos sé svipuð en þarna búa aðeins 18 þúsund manns og eyjan er að- allega fræg fyrir hvítan marmara, ólífur og góð vín. Á þessum minna þekktu grísku eyjum er ferða- mannaiðnaðurinn ekki eins mikill og víða annars staðar og það heillar okkur líka. Þetta er rólegt og afslappað umhverfi þannig að maður getur virkilega hvílt sig.“ Hafið þið lesið ykkur eitthvað til? H jónin Stefanía Gunn- arsdóttir og Jón Magn- ús Jónsson eru á leið til grísku eyjunnar Thassos í júní og segjast vera að elta dótturson sinn Magnús Rønne 19 mánaða, og auðvitað dótturina Hjör- dísi Jónsdóttur og tengdasoninn Ole Rønne. Í fyrra fór fjölskyldan líka saman í sumarfrí til grískrar eyju, Lesbos. Með hverjum ferðist þið? „Við ferðumst með dönsku ferða- skrifstofunni Star Tour en við ferðuðumst líka með henni í fyrra þegar Hjördís, Ole og Magnús bjuggu í Kaupmannahöfn.“ Hvers vegna Thassos? „Við vorum svo ánægð með ferð- ina til Lesbos í fyrra og finnst sniðugt að nýta okkur ódýrar Morgunblaðið/Jim Smart Stefanía með dóttursyninum Magnúsi. Afslappað grískt umhverfi   Hvaðan ertu að koma?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.