Morgunblaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÁKVÖRÐUN FORSETANS Davíð Oddsson forsætisráðherra segir Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, algjörlega vanhæfan ef hann ætli að neita að staðfesta fjölmiðla- frumvarpið. Forseti Íslands var í gær gagnrýndur fyrir að vera ekki við- staddur konunglega brúðkaupið í Danmörku en í yfirlýsingu forseta- skrifstofunnar segir að forseti geti ekki yfirgefið landið vegna óvissu um afgreiðslu mikilvægra mála á Alþingi. Setning Listahátíðar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra setti Listahátíð í Reykjavík í gær en opnunarhátíð var haldin í Listasafni Íslands að við- stöddu fjölmenni. Ritstjórinn rekinn Ritstjóra breska blaðsins The Daily Mirror, Piers Morgan, var í gær vikið úr starfi vegna birtingar blaðsins á myndum 1. maí sl. sem sagðar voru sýna breska hermenn í Írak misþyrma föngum sínum. Eig- endur og stjórn The Daily Mirror við- urkenndu hins vegar í gær að mynd- irnar hefðu verið falsaðar. Báðust þeir afsökunar og sögðu jafnframt að „óviðeigandi“ væri ef Morgan gegndi ritstjórastarfinu áfram. Útboð í Grímsá Fyrirtækið Hreggnasi ehf. var með hæsta tilboð í laxveiðina í Grímsá er tilboð voru opnuð í gær- dag. Alls hljóðaði tilboðið upp á 38,5 milljónir á ári auk tveggja milljóna króna til fiskræktar. Alls bárust ell- efu tilboð í ána. Konunglegt brúðkaup Friðrik, ríkisarfi Dana, kvæntist í gær heitmey sinni, áströlsku stúlk- unni Mary Donaldson við hátíðlega athöfn í Kaupmannahöfn. Athöfnin fór fram í Frúarkirkjunni í miðborg Kaupmannahafnar. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Úr vesturheimi 46 Úr verinu 12 Minningar 48/51 Viðskipti 14 Umræðan 52/55 Erlent 18/20 Evróvisjón 56 Minn staður 22 Messur 62 Höfuðborgin 24 Kirkjustarf 62/63 Akureyri 26 Bréf 64 Suðurnes 28 Dagbók 58/59 Árborg 29 Staksteinar 58 Landið 30 Íþróttir 68/71 Ferðalög 32/35 Leikhús 72 Daglegt líf 36/37 Fólk 72/77 Listir 28/46 Bíó 74/77 Forystugrein 34 Ljósvakamiðlar 78 Viðhorf 44 Veður 79 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablaðið Ölfus innan seilingar. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is „ÉG ER þó að minnsta kosti bú- inn að útvega mér föt til að spila í,“ sagði kanadíski píanóleikarinn Marc-André Hamelin hlæjandi, þegar hann kom á æfingu í Há- skólabíói í gær, klukkustund síðar en áætlað var. Farangur hann týndist á leið hans til landsins í gærmorgun, og varð það fyrsta verkefni starfsmanns Listahátíðar að fylgja píanóleikaranum í fata- verslun, þar sem hann var helst til léttklæddur fyrir íslenskt vor- regn og vantaði auk þess tón- leikafatnað. „Ég hef engar áhyggjur af þessu lengur. Til allr- ar hamingju gjörþekki ég verkin á efnisskránni og hef spilað þau margoft, þannig að það er mun auðveldara að takast á við svona uppákomu auk flugþreytunnar en hefði ég verið með verk sem ég hef ekki spilað áður. Ég er alveg rólegur yfir þessu.“ Þegar Hamelin var sagt frá því að frést hefði af fólki sem ætlaði á hvora tveggju tónleika hans hér, sagðist hann brosandi ekki myndu stoppa það í því. „Reynd- ar, þegar maður hugsar um það, gæti það verið mjög áhugavert, jafnvel þótt ég spili sömu dagskrá í bæði skiptin. Þá er hægt að upp- lifa alla þá litlu „núansa“ sem breytast frá einum flutningi til annars, þótt um sömu verk sé að ræða. Engir tvennir tónleikar eru eins, alltaf eitthvað aðeins öðru vísi.“ Marc-André Hamelin sagðist aðspurður um hvort hann myndi skoða Ísland eitthvað í ferðinni, myndu fá sér göngutúra, jafnvel þótt veðrið yrði ekki með besta móti. „Ég sá svo líka ýmislegt á búðarápinu áðan, er nú ekki vanur að vera svo rosalega fínn í tauinu, en á nú þessi fínu Armani- sumarföt,“ segir píanóleikarinn sposkur og snýr sér að því að prófa Steinway-inn í Háskólabíói. Farangur Marc-Andrés Hamelins skilaði sér ekki til landsins Nú á ég þessi fínu Armani-föt Morgunblaðið/Ásdís Marc-André Hamelin ætlar að fá sér göngutúra um bæinn. ELDUR kom upp í kertagerð á bænum Stóruvöllum í Bárðardal í S-Þingeyjarsýslu um kl. 8 í gær- morgun, og brann kertagerðin til grunna, en hún var í bráðabirgðaað- stöðu í tveimur samföstum gámum. Kertaverksmiðja brann á Stóruvöll- un 24. janúar sl., og var starfsemin komin í gang aftur eftir þann bruna. Eldsupptök eru ekki ljós, en eru talin tengjast rafmagni, að sögn Lögreglunnar á Húsavík. Búið var að gangsetja hitunarbúnað sem bræðir tólg, og hafði búnaðurinn verið skilinn eftir í gangi í nokkrar mínútur. Ekki er ljóst á þessari stundu hvort þessi búnaður olli brunanum eða hvort eldurinn kviknaði annars staðar vegna raf- magns. Eldurinn uppgötvaðist fljótt, og var slökkviliðið kallað á vettvang, en þegar slökkviliðið kom á staðinn var ljóst að allt var brunnið sem brunnið gat. Gámarnir voru ein- angraðir frystigámar og fuðraði einangrunin í þeim upp á stuttum tíma. Ljósmynd/Björgvin Kolbeinsson Fulltrúi tryggingafélags skoðar verksmiðjuna eftir brunann í gær. Kertagerð- in fuðraði upp öðru sinni fall tekna sem kemur til lækkunar námsláns lækkað. Í stað 35% verða 33% af tekjum umfram frítekju- marks sem geta komið til lækkunar námsláni. Möguleikar námsmanna til sum- arlána eru rýmkaðir skv. nýju regl- unum og ávinnur námsmaður sem flýtir fyrir sér með því að ljúka yfir 100% námi skv. skipulagi skóla sér nú rétt til sumarlána. Bankaábyrgðir námslána komi í stað sjálfskuldarábyrgðar Þá verður sú breyting gerð að í stað sjálfskuldarábyrgðar einstak- linga er bönkum og öðrum fjármála- stofnunum heimilað að ábyrgjast námslán skv. reglunum. Tekið er fram í fréttatilkynningu frá LÍN að það sé þó væntanlega forsenda þess STJÓRN Lánasjóðs íslenskra náms- manna samþykkti í gær úthlutunar- reglur fyrir skólaárið 2004–2005 sem tryggja námsmönnum að meðaltali um 3% hækkun ráðstöfunartekna milli skólaára. Framfærslugrunnur námsmanna hækkar um 3,1% milli skólaára. Samkvæmt nýja grunninum hækka viðmiðunarútgjöld námsmanns á ári úr 1.347.200 kr. í 1.389.200 kr. og munu því samsvara um 116 þúsund kr. á mánuði. Skv. nýju úthlutunarreglunum hækka kostnaðarliðir framfærslu- grunnsins um 2,3% nema liðurinn póstur og sími sem hækkar um 35,1%. Reglurnar kveða á um að svo- nefnd grunnframfærsla hækkar úr 77.500 kr. í 79.500 kr. Þá verður hlut- að af þessu geti orðið, að samkomu- lag náist milli stjórnar LÍN og banka um fyrirkomulag ábyrgðarinnar. Þá hefur verið ákveðið að sjóður- inn mun leggja af svonefnd markaðs- kjaralán frá og með 1. júní 2005 og sjóðurinn þar með hætta að veita lán vegna skólagjalda á markaðskjörum. Bent er á að dregið hafi stórlega úr þörfinni fyrir þennan lánaflokk, auk þess sem hann hafi sætt gagnrýni m.a. frá Samtökum banka og verð- bréfafyrirtækja. Loks er sett það skilyrði námsað- stoðar að áður en sótt er um lán í fyrsta sinn hafi umsækjandi átt lög- heimili á Íslandi í 2 ár samfellt eða í 3 ár af síðustu tíu árum og er þetta sagt vera í samræmi við nýsamþykkt lög. Áður var einungis krafist árs bú- setu af íslenskum ríkisborgurum. Stjórn LÍN samþykkir úthlutunarreglur 2004–2005 Ráðstöfunartekjur hækka að meðaltali um 3% „ÉG átta mig ekki á hvernig mönnum dettur í hug að segja þetta,“ segir Sigurður G. Guð- jónsson, forstjóri Íslenska út- varpsfélagsins, um ummæli tveggja dagskrárgerðarmanna á FM 95,7 nýlega. Í samtali þeirra var þeirri hugmynd varpað fram – og beint sérstaklega til þeirra sem væru „kannski geðveik þarna úti“ í samfélaginu – að hægt væri að skjóta Davíð Oddsson forsætisráðherra í gegnum gluggann á stjórnarráðinu. Sigurður sagði búið að taka á þessu máli innan fyrirtækisins og ræða við starfsmennina. „Það eru ákveðnar leikreglur í fjölmiðlum sem menn verða að virða. Menn geta ekki sagt hvað sem er, um hvern sem er, hvenær sem er í fjölmiðlum.“ Hann sagðist líta þetta mál alvarlegum augum. „Þetta eru ekki ummæli sem við viljum hafa í útvarpi.“ Forstjóri Íslenska útvarpsfélagsins Lítur um- mælin al- varlegum augum Arnarfell bauð lægst í Ufsarveitu VERKTAKAFYRIRTÆKIÐ Arnar- fell átti lægsta tilboð í gerð Ufsar- veitu við Kárahnjúkavirkjun, þegar útboð fór fram hjá Landsvirkjun í gær. Arnarfell bauð 1,9 milljarða króna í verkið, sem er 74% af kostn- aðaráætlun upp á 2,5 milljarða króna. Verkið felst í gerð inntaksstíflu í Jökulsá í Fljótsdal og gerð hluta af aðrennslisgöngum frá inntakinu inn í aðrennslisgöng Kárahnjúkavirkjun- ar, ásamt því að leggja veg að Ufs- arlóni og austur að Kelduá. Fjögur tilboð bárust og auk Arn- arfells kom sameiginlegt boð frá Ís- taki, E.Pihl & Sön og ÍAV upp á tæpa 2,5 milljarða, Héraðsverk og Leon- hard Nilsen & Sönner buðu rúma 2,4 milljarða og hæsta tilboð, 3,2 millj- arðar, kom frá Bilfinger Berger, Eykt og Suðurverki. Allir verktakar komu með frávikstilboð og hið lægsta hjá Arnarfelli var upp á tæpa 1,8 milljarða króna. Yngt upp hjá Háskóla Íslands HÁSKÓLI Íslands tekur á sig nýj- an blæ þegar kennsla hefst í fyrsta sinn í Háskóla unga fólksins sem verður um miðjan júní í sumar. Skólinn er ætlaður börnum á aldr- inum 12–16 ára, og munu ýmsar deildir HÍ bjóða upp á alls 22 nám- skeið. Gert er ráð fyrir rúmlega 200 nemendum, sem geta farið í fugla- skoðun, rannsóknir á svefni, rætt samfélagslegt hlutverk brandara eða lært undirstöðuatriðin í jap- önsku, svo fátt eitt sé nefnt. Allir geta sótt um skólavist á meðan pláss leyfir, og hefst skrán- ing í dag, laugardag, á vef Háskóla unga fólksins, www.ung.is. Þar má einnig finna nánari upplýsingar um skólann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.