Morgunblaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2004 11 (1. útdráttur, 15/07 1993) Innlausnarverð 110.312,-100.000 kr. Húsbréf Fertugasti og fimmti útdráttur í 2. flokki húsbréfa 1992 Innlausnardagur 15. júlí 2004 5.000.000 kr. bréf 1.000.000 kr. bréf 100.000 kr. bréf 10.000 kr. bréf 92257834 92277882Innlausnarverð 11.964,-10.000 kr. (5. útdráttur, 15/07 1994) Innlausnarverð 12.848,-10.000 kr. 92276604 (9. útdráttur, 15/07 1995) Innlausnarverð 13.174,-10.000 kr. 92276606 (10. útdráttur, 15/10 1995) Innlausnarverð 13.375,-10.000 kr. 92276601 (11. útdráttur, 15/01 1996) 92220007 92220056 92220122 92220140 92220296 92220423 92220600 92220802 92220817 92220836 92220877 92220958 92220964 92221012 92221057 92221103 92221207 92221249 92221629 92221654 92221663 92221871 92221917 92221960 92222069 92222193 92222270 92222451 92222469 92222632 92222880 92222920 92223090 92250121 92250146 92250320 92250383 92250393 92250403 92250627 92250661 92250771 92250777 92251265 92251293 92251454 92251612 92251836 92251918 92253055 92253085 92253130 92253167 92253845 92254151 92254214 92254302 92254366 92254454 92254463 92254667 92255247 92256618 92256679 92256953 92256987 92257284 92257418 92257492 92257914 92258036 92258186 92258491 92258754 92258898 92258908 92258954 92259028 92270129 92270529 92270939 92271302 92271356 92271863 92272010 92272106 92272242 92272381 92272399 92272405 92272608 92272989 92273007 92273248 92273478 92273646 92274082 92274425 92274806 92275172 92275190 92275345 92275587 92275671 92275734 92275749 92276386 92276387 92276526 92276635 92276740 92276780 92276928 92277015 92277261 92277361 92277482 92277535 92277612 92277701 92277779 92277785 92277786 92278056 92278232 Y f i r l i t y f i r ó i n n l e y s t h ú s b r é f : Innlausnarverð 14.733,-10.000 kr. 92276602 (16. útdráttur, 15/04 1997) Innlausnarverð 14.310,-10.000 kr. 92270753 92277885 (14. útdráttur, 15/10 1996) (21. útdráttur, 15/07 1998) Innlausnarverð 16.341,-10.000 kr. 92272645 Útdregin óinnleyst húsbréf bera hvorki vexti né verðbætur frá innlausnardegi. Því er áríðandi fyrir eigendur þeirra að innleysa þau nú þegar og koma andvirði þeirra í arðbæra ávöxtun. Húsbréf eru innleyst í öllum bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. (26. útdráttur, 15/10 1999) Innlausnarverð 18.321,-10.000 kr. 92276509 (30. útdráttur, 15/10 2000) Innlausnarverð 20.199,-10.000 kr. 92276508 (31. útdráttur, 15/01 2001) Innlausnarverð 20.761,-10.000 kr. 92271010 92274586 (24. útdráttur, 15/04 1999) Innlausnarverð 17.202,-10.000 kr. 92274587 (33. útdráttur, 15/07 2001) Innlausnarverð 22.489,-10.000 kr. 92270308 Borgatúni 21 105 Reykjavík Sími 569 6900 Fax 569 6800 Að þessu sinni voru engin 5.000.000 kr. bréf dregin út. Innlausnarverð 249.789,-100.000 kr. (37. útdráttur, 15/07 2002) 92255073 (38. útdráttur, 15/10 2002) Innlausnarverð 25.358,-10.000 kr. 92270310 92273521 (39. útdráttur, 15/01 2003) Innlausnarverð 25.847,-10.000 kr. 92276507 (43. útdráttur, 15/01 2004) Innlausnarverð 281.414,-100.000 kr. 92253730 EF forseti Íslands fer á annað borð með vald til að synja lögum staðfest- ingar án atbeina ráðherra, gilda væntanlega um þá málsmeðferð ekki vægari reglur um hæfi en gilda um alþingismenn, segir Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og prófessor. Í þingskaparlögunum er bara að finna eina setta hæfisreglu um alþingismenn sem segir að eng- inn þingmaður megi greiða atkvæði með fjárveitingu til sjálfs síns. Jón Steinar segir það hafa komið fram að stuðningsmannafélag Ólafs Ragnars Grímssonar, sem Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norðurljósa, er skráður forsvarsmaður fyrir, hafi styrkt hann fjárhagslega í framboði til forseta. „Þá er augljóst að það er ekki mjög trúverðugt, svo ekki sé meira sagt, að forsetinn beiti þessu synjunarvaldi þegar þessi aðili á í hlut.“ Hann segir að reglur um van- hæfi alþingismanna séu rýmri heldur en vanhæfisreglur sem gilda um stjórnsýsluna. Það sé þó ljóst að öll almenn sjónarmið, sem ráði því að vanhæfisreglur gildi, eigi við ef for- setinn ætli að beita synjunarvaldi í því máli sem hér um ræðir. Fyrir liggi að Sigurður G. Guðjónsson haldi því fram að lögin hafi nær eingöngu áhrif á hagsmuni Norðurljósa og Ólafur Ragnar tengist honum með fyrrgreindum hætti. Þrýstingur frá fyrirsvarsmanni stuðningsmanna- félagsins um að forsetinn staðfesti ekki lögin ber keim af því að verið sé að innheimta endurgjaldið fyrir framlögin í kosningabaráttuna og þá er farið að láta nærri að staðan sé al- veg hliðstæð þeirri aðstöðu sem gerir þingmenn vanhæfa samkvæmt þing- skaparlögunum. Þannig lúti gild rök að því að forsetinn teljist vanhæfur til að synja lögunum staðfestingar. Ef forseti er vanhæfur þá skulu handhafar forsetavalds staðfesta lög- in, segir Jón Steinar og vísar í 8. gr. stjórnarskrárinnar. Þetta eigi aðeins við ef hann taki ákvörðun um að synja lögum staðfestingar. „Í því eina tilfelli er hann að taka raunveru- lega ákvörðun á grundvelli einhverr- ar valdheimildar. Staðfesting hans á lögum er bara formlegur gjörningur sem hann ber enga ábyrgð á.“ Forseti aldrei vanhæfur Páll Hreinsson, prófessor við laga- deild Háskóla Íslands, segir engar fræðigreinar liggja fyrir um hvenær forseti Íslands getur talist vanhæfur. Aðeins sé eina setningu að finna um þetta efni í bókinni Stjórnarfarsrétt- ur eftir Ólaf Jóhannesson, fyrrver- andi forsætisráðherra og lagapró- fessor, sem kom út árið 1955. Þar segir: „Þess má geta að forseti er aldrei vanhæfur til meðferðar máls.“ Páll segir þetta einu fræðiskrifin sem hann kannist við þar sem afstaða er tekin til þess hvaða hæfisreglur gilda um forsetann í íslenskum rétti. „Svo mikið er hægt að segja að það er engin sett lagaregla til sem tekur til forseta Íslands við staðfestingu laga,“ segir Páll. Ólafur Jóhannesson hafi talið engar óskráðar hæfisreglur gilda um forsetann. Ef einhverjar óskráðar reglur gilda segir Páll það eðlilega spurningu hvort það yrðu nokkuð aðrar reglur en gilda um þingmenn. Inga Þöll Þórgnýsdóttir, bæjarlög- maður á Akureyri, bendir á í þessu samhengi að Ólafur Ragnar þurfi ekki endilega að lýsa sinni persónu- legu skoðun á frumvarpinu. Honum geti þótt málið vera þess eðlis að hann vilji að þjóðin kjósi um það. Hins vegar viti hann ekkert hvernig sú kosning fari. Það skipti máli. Þetta sé ekki endanleg ákvörðun stjórn- valds heldur ákvörðun um að skjóta málinu til þjóðarinnar. Ástráður Haraldsson hæstaréttar- lögmaður segir vald forseta Íslands til að neita lögum staðfestingar sé ekki stjórnsýsluvald í eiginlegum skilningi heldur tengist lagasetning- arvaldi. Venjulegar reglur um hæfi og vanhæfi stjórnsýslulaga eigi því ekki beinlínis við. Hann segir und- irliggjandi í spurningunni að þing- málið sjálft sé þannig tengt fyrirtæk- inu Norðurljósum að það varði það sérstaklega. Spurningin feli því í sér um leið þá gagnrýni, sem margir hafi haldið fram, að frumvarpið beinist bara að því fyrirtæki. Þessi umræða bíti því í skottið á sér að þessu leyti. „Forsetinn á engan kost annan en að skrifa undir eða skrifa ekki undir,“ segir Ástráður og í eðli sínu sé stað- festing laganna sama ákvörðun og að staðfesta þau ekki. „Menn hafa ekki haft vangaveltur um það í hvert ein- asta skipti sem hann skrifar undir lög, sem Alþingi hefur samþykkt, hvort einhverjar vanhæfisforsendur gildi um það. Þar af leiðandi tel ég að það séu heldur ekki forsendur til að hafa þær uppi þegar menn ímynda sér að hann sé að velta fyrir sér að gera það ekki.“ Ástráður bendir á að hér sé engin stjórnskipunarvenja hvað skuli gera þegar svona staða komi upp né hafi verið skrifað um þetta. Spurður hvort hann telji hæfisreglu þing- manna gilda um forsetann, því þetta ferli tengist lagasetningarvaldinu, segir hann það líkara því en reglur um hæfi sem gildi um stjórnsýslu- valdið. Skiptar skoð- anir um hæfi forseta Íslands FORSTJÓRI Norðurljósa, Sigurður G. Guðjónsson, er skráður forsvars- maður félags sem hefur unnið að kosningu Ólafs Ragnars Gríms- sonar í embætti forseta Íslands. Fé- lagið er skráð undir nafninu Stuðn- ingsmenn Ólafs R. Grímss. „Ég vann að kosningum hans 1996 mjög ötullega. Ég vann að kosningunum hans árið 2000. Síðan hef ég bara haldið mig til hlés,“ seg- ir Sigurður. Samtökin séu þó enn skráð en engir fundir verið haldnir. Ásamt því að halda utan um fjár- öflun fyrir forsetaframboð Ólafs Ragnars var Sigurður einnig um- boðsmaður gagnvart kjörstjórnum og dómsmálaráðuneytinu. Núverandi umboðsmaður Ólafs Ragnars fyrir forsetakosningarnar í júní er Gunnar Jónsson hæstarétt- arlögmaður. Hann er jafnframt lög- maður Norðurljósa. Gunnar segist ekki hafa getað skorast undan því að aðstoða Ólaf þegar hann leitaði til hans. Engin launung sé á því að Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norðurljósa, baðst undan því að gegna þessu starfi fyrir Ólaf í þetta sinn. „Ólafur bað hann að nefna þá menn til sem hann væntanlega treysti og Sig- urður nefndi þá mig,“ segir Gunn- ar. Lögmaður Norður- ljósa umboðsmaður Ólafs Ragnars ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fjallaði um valdastofnanir stjórnkerfisins og forseta Íslands í ritinu Íslenska þjóðfélagið, sem fé- lagsvísindadeild Háskóla Íslands gaf út árið 1977 en hann var þá prófessor við deildina. Þar segir Ólafur Ragnar að enginn forseti hafi beitt 26. grein stjórnarskrárinnar um heimild for- seta til að synja lagafrumvarpi og ákvæðið sé í reynd dauður bókstafur. Ólafur Ragnar skrifaði ritið ásamt Þorbirni Broddasyni prófessor og kemur fram í inngangi að Ólafur Ragnar ritaði þá kafla sem fjalla um íslenska stjórnkerfið. Þar segir m.a.: „Í raun og veru er meginefni stjórn- arskrárinnar, 57 af 81 grein, helgað tveimur aðilum – forseta og Alþingi – og er sú lýsing þó hvergi nærri tæm- andi og í sumum atriðum villandi sé orðalagið tekið bókstaflega. Formleg lýsing stjórnarskrárinnar á verkefn- um forseta gefur til kynna að þjóð- höfðingjaembættið sé valdameira en reynslan sýnir. Ákvarðanir sem for- seti gefur formlegt gildi eru í raun teknar af öðrum enda segir í 13. gr. „Forsetinn lætur ráðherra fram- kvæma vald sitt.“ Í 15. gr. stjórn- arskrárinnar segir: „Forseti skipar ráðherra“ og „hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim“. Í raun eru fjöldi ráðherra, verka- skipting og val á mönnum í embætti ákveðin af þeim stjórnmálaflokkum sem mynda ríkisstjórnina. Í 22. gr. segir að „forseti lýðveldisins gerir samninga við önnur ríki“ en í reynd annast ríkisstjórnin það verkefni. Í 26. grein er forseta veitt heimild til að synja lagafrumvarpi staðfesting- ar, þar eð enginn forseti hefur beitt þessu ákvæði er það í reynd dauður bókstafur.“ Ólafur Ragnar Grímsson um 26. grein stjórnarskrár í ritinu Íslenska þjóðfélagið sem kom út árið 1977 Ákvæðið er í reynd dauður bókstafur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.