Morgunblaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 37
DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2004 37
Mikið hefur verið rætt um of-fitu að undanförnu endavaxandi heilsufarsvandi
hér á landi. Í umræðu um offitu er
mikilvægt að átta sig á heildarmynd-
inni og sjá að offita snýst um meira
en kíló og hitaeiningar. Ýmsar or-
sakir liggja að baki offitu en í nær
öllum tilfellum fylgir vanlíðan og því
nauðsynlegt að taka andlegan þátt
heilsunnar með til að ná tökum á
vandanum.
Sýnt hefur verið fram á að offita
hefur meiri áhrif á líðan barna eftir
því sem þau nálgast unglingsald-
urinn. Einnig hefur verið sýnt fram
á að tækifæri þeirra sem eru of feitir
virðast færri en annarra. Það er því
mikilvægt að reyna að átta sig á
þessum vanda, hvað veldur og hvað
hægt er að gera til að draga úr hon-
um.
Ekki er ljóst í öllum
tilfellum hvort kemur á
undan vanlíðan eða offita
en þetta tvennt helst iðu-
lega í hendur. Í ein-
hverjum tilvika leitar
fólk sem finnur fyrir
vanlíðan í mat sér til huggunar en í
öðrum tilvikum getur þetta verið á
hinn veginn, að vegna sjúkdóms eða
annarra ástæðna sem leitt geta til
offitu fylgi vanlíðan í kjölfarið. Þekkt
er að nota mat sem huggun og deyf-
ingu við sársauka sem viðkomandi
treystir sér ekki til að horfast í augu
við. Þetta er afar óheppileg leið og
mikilvægt að uppalendur kenni
börnum aðrar leiðir til að takast á
við vanlíðan. Þegar þyngdin er orðin
vandamál skiptir viðhorf til vandans
miklu máli. Sá sem skýrir þyngd-
arvandamál sitt með skýringum eins
og „það eru allir feitir í fjölskyld-
unni“ firrar sig ábyrgð og er þá ekki
líklegur til að takast á við vanda-
málið. Með hugsunum eins og „ég
verð enga stund að ná
þessu af mér“ tekur við-
komandi ábyrgð á
ástandinu, það er því
ekki varanlegt í hans
huga og þar af leiðandi
hefur hann möguleika á
að gera eitthvað í málinu.
Til þess að geta breytt aðstæðum
verður viðkomandi að hafa trú á að
hann hafi áhrif á aðstæður, trú á að
hann geti breytt sér en ekki upplifa
sig sem fórnarlamb örlaganna. Eins
og í allri heilsueflingu er lykillinn að
farsælum árangri gegn offitu að
gera sér grein fyrir vandanum, horf-
ast í augu við hann og hafa trú á sér
til að ná árangri.
Dóra Guðrún Guðmundsdóttir
verkefnastjóri Geðræktar.
FRÁ LANDLÆKNISEMBÆTTINU
Offita, líðan og hugarfar
Vanlíðan og
offita helst
iðulega í
hendur
l‡kur um helgina
lagersölunni
BÆJARLIND 14 -16 | 201 Kópavogi | Sími 564 4400 | Fax 564 4435 | tekk@tekk.is | www.tekk.is
F
A
B
R
I
K
A
N
2
0
0
4
Nú eru sí›ustu dagar lagersölunnar a› Akralind 4, Kópavogi.
Sýnishorn, útlitsgalla›ar vörur og margt anna›
spennandi á hlægilegu ver›i. Allt á a› seljast.
a› Akralind 4, Kópavogi
KOMI‹ OG PRÚTTI‹!
OPI‹ á LAUGARDAG 10 -16 OG SUNNUDAG 13 -16