Morgunblaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 66
DAGBÓK
66 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Skipin
Hafnarfjarðarhöfn:
Hanseatic Scout og
Arklow Wind
koma í dag.
Mannamót
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraun-
seli, Flatahrauni 3.
Viðeyjarferð 26. maí.
Skráning er hafin.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Heilsa og
hamingja á efri árum í
dag laugardaginn 15.
maí.
Kynnisferð um svæði
garðyrkjudeildar
Reykjavíkurborgar í
Laugardal m.a. í
Grasagarðinn, undir
leiðsögn Þórðar Jóns-
sonar, deildarstjóra,
og fl. Lagt af stað frá
Ásgarði kl. 14 og ferð-
in tekur u.þ.b. 1½
klukkustund og lýkur í
garðskálanum Kaffi
Flóru, þar sem þátt-
takendur geta keypt
sér kaffisopa.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Vorsýn-
ingin í dag kl. 13–17,
Gerðuberg, fé-
lagsstarf. Föstudaginn
21. maí verður farið í
heimsókn á hand-
verkssýningu eldri
borgara á Selfssi, lagt
af stað kl. 13.30. Kaffi-
hlaðborð í Hafinu bláa,
skráning hafin s.
575 7720.
Gjábakki., Fannborg
8. Handverksmark-
aður verður í Gjá-
bakka miðvikudaginn
19. maí frá kl. 13. Þar
verða til sölu hand-
unnir nytja- og skraut-
munir. Hægt er að
panta söluborð í síma
554 3400.
Kl. 14–18 vorsýning
smiðjur í gangi.
Vöfflukaffi.
Seljahlíð heimili aldr-
aðra. Sýning á hand-
verki heimilismanna í
dag.
Vesturgat 7. Skraut-
skriftarnámskeið hefst
mánudaginn 7. júní.
Kennt verður á mánu-
dögum og fimmtudög-
um kl. 9.30–11.30.
Kennari Freyja Berg-
sveinsdóttir.
Upplýsingar og skrán-
ing í síma 535 2740.
Allir velkomnir óháð
aldri.
Gönguklúbbur Hana-
nú. Morgunganga kl.
10 laugardagsmorgna
frá Gjábakka.
Krummakaffi kl. 9.
Sunnuhlíð Kópavogi.
Söngur með sínu nefi á
laugardögum kl. 15.30.
Íbúar, aðstandendur
og gestir velkomnir.
Gigtarfélagið. Leik-
fimi alla daga vik-
unnar. Létt leikfimi,
bakleikfimi karla,
vefjagigtarhópar, jóga,
vatnsþjálfun. Einn
ókeypis prufutími fyrir
þá sem vilja. Uppl. á
skrifstofu GÍ, s.
530 3600.
GA-Samtök spilafíkla,
Fundarskrá:
Þriðjud: Kl.18.15, Sel-
tjarnarneskirkja, Sel-
tjarnarnes. Miðvikud:
Kl. 18, Digranesvegur
12, Kópavogur og Eg-
ilsstaðakirkja, Egils-
stöðum. Fimmtud: Kl.
20.30, Síðumúla 3–5,
Reykjavík. Föstud: Kl.
20, Víðistaðakirkja,
Hafnarfjörður. Laug-
ard: Kl.10.30, Kirkja
Óháða safnaðarins,
Reykjavík
og Glerárkirkja, Ak-
ureyri. Kl.19.15 Selja-
vegur 2, Reykjavík.
Neyðarsími: 698 3888
Samtök þolenda kyn-
ferðislegs ofbeldis,
fundir mánudaga kl. 20
að Sólvallagötu 12.
Stuðst er við 12 spora
kerfi AA-samtakanna.
Oa-samtökin. Átrösk-
un / Matarfíkn / Ofát.
Fundir alla daga. Upp-
lýsingar á www.oa.is
og síma 878 1178.
Ásatrúarfélagið,
Grandagarði 8. Opið
hús alla laugardaga frá
kl. 14.
Kattholt. Flóamark-
aður í Kattholti,
Stangarhyl 2, er opinn
þriðjud. og fimmtud.
frá kl. 14–17. Leið 10
og 110 ganga að Katt-
holti.
Fífan Dalsmára 5 í
Kópavogi, tart-
anbrautir eru opnar al-
mennu göngufólki og
gönguhópum frá kl.10–
11.30 alla virka daga.
Blóðbankabílinn.
Ferðir blóðbankabíls-
ins: sjá www.blod-
bankinn.is
Orlofsnefnd hús-
mæðra í Kópaogi.
Vegna forfalla eru örfá
sæti laus í tveggja
nátta ferð um Snæ-
fellsnes 4.–6. júní
Upplýsingar hjá Ólöfu
s. 554 0388 eða Birnu
554-2199 og 847-7061.
Félag breiðfirskra
kvenna. Hin árlega
vorferð verður farin
fimmtudaginn 20. maí
(uppstigningardag).
Farið frá BSÍ kl. 10
vestur í Dali. Vinsam-
lega tilkynnið þátttöku
í síma fyrir mánudag-
inn 17. maí Gunnhildur
564 5365, Sólveig
567 2456, Ella
566 6447.
Siglfirðingafélagið í
Reykjavík og ná-
grenni, heldur sitt ár-
lega fjölskyldukaffi í
Kirkjulundi, Garðabæ,
á mörgun sunnudaginn
16. maí kl. 15. Gestir
Kvennakór Siglu-
fjarðar.
Félag kennara á eft-
irlaunum. Fundur á
Fiðlaranum við Skipa-
götu á Akureyri í dag
kl. 14.
Í dag er laugardagur 15. maí,
136. dagur ársins 2004, Hallvarðs-
messa. Orð dagsins: Fyrir trú
skiljum vér, að heimarnir
eru gjörðir með orði Guðs og að
hið sýnilega hefur ekki orðið
til af því, er séð varð.
(Hebr. 11, 3.)
Jakob F. Ásgeirssonskrifar í Við-
skiptablaðið um Baug og
nefnir í upphafi þá
„óháðu“ erlendu lögfræð-
inga sem fengnir hafi
verið til landsins á vegum
Baugs.
„Í hverjum fréttatím-
anum af öðrum er haft
eftir þessum mönnum at-
hugasemdarlaust að í ís-
lenska fjölmiðla-
frumvarpinu séu ákvæði
sem hvergi sé að finna í
löggjöf annarra landa,“
skrifar Jakob. „En er til í
nokkru landi fyrirtæki
eins og Baugur sem er
með 50% markaðs-
hlutdeild í matvöruversl-
un og ráðandi hlutdeild í
flestri annarri verslun og
þjónustu, frá lyfjaverslun
til flugsamgangna – og
ætlar sér þar að auki að
eiga 2⁄3 af öllum dag-
blöðum landsins og meira
en helming af öllum sjón-
varps- og útvarps-
stöðvum lands?
Væri nú ekki líklegt aðsvipuð ákvæði og eru
í fjölmiðlafrumvarpinu
væru í löggjöf annarra
landa ef þar væru líka
risavaxnir auðhringir
sem stefndu að því að
drottna yfir allri lýðræð-
islegri umræðu?
Hvað yrði sagt í Banda-
ríkjunum ef lagagloppur
gerðu Bill Gates kleift að
kaupa í einu vetfangi 2⁄3 af
dagblöðum landsins og
hann dreifði einu þeirra í
krafti auðs síns ókeypis
inn á hvert heimili í land-
inu og keypti í leiðinni
helminginn af öllum sjón-
varps- og útvarps-
stöðvum landsins?
Auðvitað yrði sam-
stundis gripið í taumana.
Og skipti þá engu hvort
fjölmiðlar hans ástund-
uðu heiðarlega blaða-
mennsku eða færu að
dæmi Baugsmiðlanna og
stæðu fyrir linnulausri
herferð til að sverta rétt-
kjörin stjórnvöld í land-
inu.
Það er með nokkrumólíkindum hvað
landsmenn eru almennt
andvaralausir gagnvart
þeim tökum sem Baugs-
veldið hefur náð í land-
inu. Það er alrangt sem
stundum heyrist að Baug-
ur hafi komist í sína
markaðsráðandi stöðu
vegna þess að fólk vilji
versla hjá fyrirtækinu.
Baugur hefur skipulega
keypt upp samkeppn-
isaðila til að geta deilt og
drottnað.
Þegar Bónus var orðið
allsráðandi á sínu sviði
var Haugkaupsveldið
keypt og svo 10/11-
búðirnar þegar þær urðu
vinsælar. Þar með náðu
Baugsmenn yfir 60%
hlutdeild á matvörumark-
aði á höfuðborgarsvæð-
inu. Í kjölfarið hefur síð-
an fylgt skipuleg útrás –
Húsasmiðjan, BT, Baby-
Sam, o.s.frv., o.s.frv. –
sem hefur leitt til þess að
hver landsmaður getur
nú fullnægt nær öllum
sínum daglegu þörfum í
verslun og þjónustu með
því að skipta við fyr-
irtæki sem tengjast
Baugsveldinu,“ skrifar
Jakob F. Ásgeirsson.
STAKSTEINAR
Lífið með Baugi
Víkverji skrifar...
Jamm. Í kvöld er það víst Evró-visjón, einn kostulegasti menn-
ingarviðburður ársins. Viðburður
sem er þeirri furðu gæddur að
flestir þeir sem fylgjast með fara
leynt með það, þora ekki að við-
urkenna það, en sannir aðdáendur
eru svo gott sem búnir að helga líf
sitt keppninni og geta sungið tutt-
ugu ára gömul lög frá Sviss utan-
bókar.
Víkverji er beggja blands í
þessum efnum. Keppnin er
skemmtileg en allt síðan „Gleði-
bankinn“ vann ekki hefur hann
verið varfærinn í þessum efnum.
En hann fagnar því að keppnina
skuli bera upp á opnunardag
Listahátíðar, hún er kærkomin
viðbót við þá grautfúlu dagskrá sem
er þar í boði. Hvar eru „hinar“ list-
irnar? Poppið, rokkið, bíóið! Hneisa,
segir Víkverji.
Alltént er Evróvisjón hin besta
skemmtan eins og áður segir. Laga-
smíðarnar sem þar gefur að heyra
virðast fastar í einhverju holrúmi og
miða – að því er virðist – að því einu
að vinna keppnina og því er form-
úlan á hreinu. Einstaka smíðar
bregða sér reyndar í labbitúr utan
við rammann (þið munið t.d. Botn-
leðju) en flest eru þau „alveg týpísk
júróvisjónlög“.
x x x
Sem er auðvitað fínt. Tískan á há-tíðinni er líka afar skemmtileg.
Víkverji varð þeirrar gæfu aðnjót-
andi fyrir stuttu að vera boðið að
horfa á myndbandsupptöku frá
Evróvisjón 1982. Kjólarnir,
förðunin og fötin sem almennt
tíðkuðust þá urðu uppskrift að
mikilli gleðistund þar semVík-
verji var með krampakast af
hlátri svo gott sem allan tím-
ann.
En Víkverji hefur borið ein-
læga ósk í brjósti, allt síðan
„Gleðibankinn“ lenti í sextánda
sæti sem er í dag eins og þá, al-
gerlega óskiljanlegt. Sendum
„Gleðibankann“ aftur í keppn-
ina. Já, tökum þá áhættu. Ein-
hverjir heitir Evróvisjónaðdá-
endur eiga eftir að rísa upp og
þekkja lagið en hvaða máli
skiptir það? Aldrei er góð vísa
of oft kveðin. Og Víkverji vill
að upprunalega útgáfan verði send
út, ekki þessi breytta með hæga
millikaflanum. Svo þegar við erum
búin að vinna troðum við bara öllu
heila gillinu inn í Borgarleikhúsið.
Og vinnum aftur og aftur eins og Ír-
arnir.
Víkverji óskar landsmönnum öll-
um gleðilegs Evróvisjónkvölds. Og
munið…„Þú gætir jafnvel unnið
Júróvisión!“
Icy hópurinn bregður á leik á æfingu. Vík-
verji vill „Gleðibankann“ aftur í Evróvisjón.
Tilgangslaust
kjaftæði
VEGNA væntanlegrar
Evróvisjón-útsendingar er
daglega útvarpað á rás 2
viðtali við Guðrúnu Gunn-
arsdóttur sem er í Tyrk-
landi. Finnst mér þetta til-
gangslaust kjaftæði, en það
kostar 59 kr. mínútan að
tala til Tyrklands. Það er
alltaf verið að tala um að
spara og mætti gera það
þarna.
Eins langar mig að vita
hvor hún Eva María Jóns-
dóttir komi ekki aftur í
Kastljósið. Finnst þáttinn
hafa sett niður eftir að hún
hætti.
Hlustandi.
Bankarnir styðji
Landspítalann
ÞAR sem Landspítalinn
virðast vera að fara á haus-
inn, endalausar uppsagnir
og lokanir deilda, langar
mig að koma þeirri uppá-
stungu á framfæri að bank-
arnir þrír sem eru að
græða marga milljarða láti
eitthvað af hendi rakna til
Landspítalans.
Þ.H.
Það stingur mig
ÞAÐ stingur mig hvað
Ingibjörg Sólrún er stór-
yrt. Hún er búin að koma
tvisvar inn sem varamaður
og í bæði skiptin fór hún
fram á afsagnir. Ég var að
velta því fyrir mér hvort
þetta væri ekki eins og úlf-
ur úlfur og þegar virkilega
þarf að segja af sér þá sé
ekkert tekið mark á henni.
Lesandi.
Dýrahald
Kettlingar
fást gefins
3 ÁTTA vikna gullfallegir
kettlingar fást gefins. Þeir
eru kattþrifnir og kassa-
vanir, kelnir og kátir. Fást
gefins á góð heimili. Upp-
lýsingar í síma 898 2659.
Kisustelpu
vantar heimili
LITLA og sæta 8 vikna
stelpukisu langar að kom-
ast sem fyrst á sitt framtíð-
arheimili. Uppl. í síma
699 1954.
Kettlingar fást gefins
FJÓRIR sprækir, kassa-
vanir og klárir kettlingar á
besta aldri fást gefins á góð
heimili. Þrjár læður, einn
högni, öll ljúflynd, mann-
elsk og heilbrigð. Mamman
skógarköttur, kettlingarnir
hálfloðnir, 3 svartir, einn
svarthvítur. Sími 551 9761
eða 694 1974.
Kettlingur fæst gefins
SVÖRT og hvít, 8 vikna
læða, kassavön, fæst gefins
á gott heimili. Uppl. í síma
692 7487.
Kettlingar fást gefins
ÞRJÁ kettlinga, 8 vikna,
vantar heimili. Upplýsing-
ar í síma 848 6209.
Tapað/fundið
Eyrnalokkar týndust
GULLEYRNALOKKUR
eins og á myndinni tapaðist
laugardaginn 8. maí á
gönguleiðinni frá Geitlandi
í Fossvogi vestur á Kársnes
í Kópavogi. Finnandi er
beðinn að hringja í síma
564 1171 eða 895 7808.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
LÁRÉTT
1 rakka, 4 kletts, 7 dáin,
8 hegna, 9 óhróður, 11
skylda, 13 ímyndun,
14 svínakjöt, 15 legu-
bekkur, 17 ótta, 20 hvíldi,
22 bárur, 23 borga, 24
konungborinn maður, 25
nes.
LÓÐRÉTT
1 falin, 2 veiðarfærið, 3
bráðum, 4 húsgagn, 5
skott, 6 stólpi, 10 kýli,
12 skyldmenni, 13
keyrðu, 15 greind, 16 ól,
18 ekki djúp, 19 vitri, 20
atlaga, 21 vont.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 renningur, 8 eyjan, 9 yndis, 10 náð, 11 nýrna,
13 annar, 15 hatts, 18 öflug, 21 tin, 22 fiska, 23 unnur, 24
saklausar.
Lóðrétt: 2 erjur, 3 nunna, 4 neyða, 5 undin, 6 senn, 7 ás-
ar, 12 net, 14 nef, 15 hafs,
16 tuska, 17 stagl, 18 önuðu, 19 lunga, 20 garð.
Krossgáta
Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16