Morgunblaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 62
KIRKJUSTARF 62 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Ferming í Húsavíkurkirkju laugar- daginn 15. maí kl. 10.30. Prestur sr. Sighvatur Karlsson. Fermd verða: Sunneva Birgisdóttir, Háagerði 8. Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir, Stekkjarholti 12. Unnar Þór Axelsson, Baldursbrekku 12. Kristjana Elínborg Gunnarsd., Álfhóli 6. Arnór Guðvarðsson, Heiðargerði 2c. Daníel Þór Sveinsson, Stekkjarholti 4. Halldóra Magnúsdóttir, Auðbrekku 6. Ásta Petrína Benediktsdóttir, Lyngbrekku 17. Rúnar Emil Heiðarsson, Árgötu 8. Ferming í Kotstrandarkirkju sunnu- daginn 16. maí kl. 14:00. Prestur sr. Jón Ragnarsson. Fermd verða: Andri Már Sigurjónsson, Heiðmörk 35, Hveragerði Harpa Björgvinsdóttir, Hlíðartungu, Selfossi Stefán Halldórsson, Iðjumörk 4, Hveragerði Fermingar ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14:00 á veg- um Reykjavíkurprófastsdæmis vestra í umsjá presta sem látið hafa af störfum. Sr. Ólafur Skúlason, biskup prédikar. Sr. Guðmundur Þorsteinsson fyrrverandi dómprófastur þjónar fyrir altari. Kór Ás- kirkju syngur, organisti Kári Þormar. Sam- vera í efri safnaðarsal. Aðalsafn- aðarfundur Ássóknar í neðri safnaðarsal eftir guðsþjónustu. Kaffiveitingar. BÚSTÐAKIRKJA: Sumarlok barnastarfs- ins kl. 11:00. Að lokinni helgistund verður samvera úti á kirkjuplaninu, þar sem farið verður í leiki og grillað. Hljómsveitin Aftur og nýbúnir mun leika fyrir viðstadda. Gott er að muna að klæða sig eftir veðri þar sem við verðum úti við söng, leik og gam- an. Allir sem hafa tekið í þátt í starfinu í vetur eru velkomnir og mega taka með sér gesti. Guðsþjónusta verður svo klukkan 14:00 með molasopa eftir messu. Org- anisti er Guðmundur Sigurðsson og fé- lagar úr Kór Bústaðakirkju syngja. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11:00. Sr. Ing- ólfur Guðmundsson prédikar. Dómkórinn syngur. Organisti Marteinn H. Friðriksson. Lokatónleikar barnakórs Dómkirkjunnar kl. 17:00. Stjórnandi Kristín Valsdóttir. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Alt- arisganga. Klara Hilmarsdóttir guðfræð- ingur prédikar. Samskot til kirkjustarfsins. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Kvöldmessa kl. 20. Hlynur Sæmundsson leikur einleik á pí- anó. Altarisganga, bæn. Einfalt form og kyrrlátt andrúmsloft. Samskot til kirkju- starfsins. Ólafur Jóhannsson GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðsþjónusta kl. 10:15. Organisti Kjartan Ólafsson. Sr. Ólafur Jens Sigurðsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11:00. Sögustund fyrir börnin. Sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Pálssyni. Félagar úr Mót- ettukór syngja. Organisti Hörður Áskels- son. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11:00. Org- anisti Douglas A. Brotchie. Sr. Tómas Sveinsson. LANDSPÍTALI – HÁSKÓLASJÚKRAHÚS: Fossvogur: Guðsþjónusta kl. 10:30. Sr. Birgir Ásgeirsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Messa kl. 11. María Vigdís Kjart- ansdóttir og Þóra Sif Friðriksdóttir syngja. Prestur séra Jón Helgi Þórarinsson. Org- anisti Jón Stefánsson. Kaffisopi eftir messuna. Kammerkór Langholtskirkju heldur útgáfutónleika kl. 17 ásamt hljóð- færaleikurum. Stjórnandi Jón Stefánsson. Aðgangur ókeypis. Veitingar. LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 20:00. Sigurbjörn Þorkelsson meðhjálpari og framkvæmdastjóri safnaðarins þjónar. Aðalbjörg Helgadóttir flytur trúarvitnisburð sinn. Kór Laugarneskirkju leiðir safn- aðarsönginn undir stjórn Gunnars Gunn- arssonar. Barnagæsla við messur sum- arsins sem frá þessum degi fara fram alla sunnudaga kl. 20:00, verður í höndum Hildar Eirar Bolladóttur sunnudagaskóla- kennara. Messukaffi Sigríðar kirkjuvarðar bíður svo allra í safnaðarheimilinu að messu lokinni. NESKIRKJA: Messa kl. 11.00. Kirkjukór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur dr. Sigurður Árni Þórðarson. Barnastarf á sama tíma. Sög- ur, brúður og söngur. Kaffi, djús og spjall í safnaðarheimilinu eftir messu. Vor- tónleikar kl. 17.00. Kór Neskirkju og Pange Lingua kórinn syngja. Sungin verða bæði létt lög og háklassík. Einsöngvari Hallveig Rúnarsdóttir. Undirleikari Kári Þormar. Stjórnandi Steingrímur Þórhalls- son. Dr. Sigurður Árni Þórðarson flytur hugvekju. Aðgangur ókeypis. SELTJARNARNESKIRKJA: Útvarpsguðs- þjónusta, kl. 11:00. Kammerkór Seltjarn- arneskirkju syngur undir stjórn organista kirkjunnar, Pavel Manasek. Stólvers syng- ur Jóhanna Ósk Valsdóttir, mezzosópran. Prestur er Sigurður Grétar Helgason. Við viljum vekja athygli á tónleikum sinfón- íuhljómstveitar áhugamanna og kórs Sel- tjarnarneskirkju sunnudaginn, 16. maí, kl. 17:00. Flutt verður 9. sinfónía Antonin Dvoraks og Te Deum, Op. 103 eftir sama tónskáld. Umsjón með tónlistar- dagskránni hafa hjónin Pavel og Viera Manasek. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Kvöldguðsþjón- usta sunnudag kl. 20.30. Létt tónlist und- ir stjórn Carls Möller og Önnu Siggu. Fund- ur fermingarbarna vorsins 2005 og fjölskyldna eftir guðsþjónustuna. Allir vel- komnir. Safnaðarstarf Fríkirkjunnar í Reykjavík. ÁRBÆJARKIRKJA: Safnaðarferðalag í Búðardal. Sóknarpresturinn Óskar Ingi og söfnuður hans heimsóttur. Kirkjukórinn og Gospelkórinn syngja. BREIÐHOLTSKIRKJA: Bænadagurinn. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Barnakór- arnir syngja. Lok barnastarfsins. Gísli Jón- asson. DIGRANESKIRKJA: Messa kl 11.00. Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson. Org- anisti Kjartan Sigurjónsson. Kór Digra- neskirkju B hópur. Léttar veitingar í safn- aðarsal að messu lokinni. (kr 500) Sjá nánar: www.digraneskirkja.is FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Prestur Guðmundur Karl Ágústsson, organisti Lenka Mátéová. Kirkjukór Fella- og Hólakirkju syngur. Með- hjálpari Jóhanna Freyja Björnsdóttir. Sjá nánar á www.kirkjan.is/fella-holakirkja GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta í Grafarvogskirkju kl. 11:00. Séra Anna Sig- ríður Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir alt- ari. Kór Grafarvogskirkju syngur. Org- anisti: Hörður Bragason. HJALLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar. Barn borið til skírnar. Félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Við minnum á bæna- og kyrrð- arstund á þriðjudag kl. 18 (sjá einnig í www.hjallakirkja.is). Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00, altarisganga. Kór Kópavogskirkju syngur og leiðir safnaðarsöng. Organisti Julian Hewlett. Aðalfundur Kársnessóknar verður haldinn í safnaðarheimilinu Borg- um að lokinni guðsþjónustu. Sr. Ægir. Fr. Sigurgeirsson. LINDASÓKN Í KÓPAVOGI: Helgistund kl. 20 í Safnaðarheimilinu að Uppsölum 3. Allir velkomnir! SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Kór Selja- kirkju leiðir söng. Organisti Jón Bjarnason. Hestafólk boðið sérstaklega velkomið. Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Sr. Valgeir Ást- ráðsson prédikar. Þorvaldur Halldórsson leiðir söng. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Kl.11.00 Síðasta morgunguðsþjónustan á þessu vori. Uppbyggileg fræðsla fyrir börnin. Frið- rik Schram kennir um: „Hvernig getur sumarið orðið uppbyggilegur tími í trúnni.“ Einnig verður boðið upp á fyrirbænir. Vor- ferð í Viðey verður næsta sunnudag. Skráning stendur yfir. Samoma kl.20.00. Mikil lofgjörð og fyrirbænir. Oddur Carl Thorarensen predikar. BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmári 9, Kóp: Samkomur alla laugardaga kl. 11:00. Bænastund alla þriðjudaga kl. 20:00. Biblíufræðsla allan sólarhringinn á Útvarp Boðun FM 105,5. Allir alltaf velkomnir. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: Engin samkoma sunnudag. Laugardaginn 22. maí kl. 20.30 verður kvöldvaka. Sunnu- daginn 23. maí kl. 20.30 verður sam- koma. Níels J. Níelsen frá Færeyjum talar. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagur: Kl. 19.30 bænastund. Kl. 20 hjálpræð- issamkoma. Birgitte Reinholdtsen stjórn- ar. Inger Dahl talar. Mánudagur 17. maí: Kl. 20 norsk þjóðhátíð. Inger Dahl stjórn- ar. Ester Jacobsen talar. FRÍKIRKJAN KEFAS, Vatnsendabletti 601: Sunnudaginn 16. maí er vitnisburða- samkoma kl. 14.00. Vitnisburðir, lofgjörð og fyrirbænir. Tvískipt barnastarf fyrir 1–6 ára og 7–12 ára á samkomutíma. Kaffi og samfélag eftir samkomu. Allir eru hjart- anlega velkomnir. Nánari upplýsingar á www.kefas.is. KFUM og KFUK v/Holtaveg: „Hafði Jesú tilfinningar eins og við?“ Ræðumaður El- ísabet Haraldsdóttir. Allir velkomnir. FÍLADELFÍA: Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður Richard Dunn frá USA. Al- menn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Greg Mundiz frá USA. Gospelkór Fíladelfíu leiðir í söng. Fyrirbæn í lok samkomu. Barnakirkja á sama tíma. Allir velkomnir. Bænastundir alla virka morgna kl. 06. fila- delfia@gospel.is www. gospel.is VEGURINN: Fjölskyldusamkoma fellur nið- ur vegna „Lækningadaga“. Bænastund kl. 19.30. Almenn samkoma kl. 20. Högni Valsson prédikar, lofgjörð, vitnisburðir, fyr- irbænir. Allir velkomnir. www.vegurinn.is KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík, Kristskirkja í Landakoti, dóm- kirkja og basilíka: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18.00. Alla virka daga: Messa kl. 18.00. Kirkjan er öllum opin á daginn frá kl. 8.00 til 18.30. Maímánuður er settur sérstaklega undir vernd heilagrar Maríu meyjar og tileink- aður henni. Haldin er bænastund á hverj- um mánudegi og miðvikudegi kl.17.40. Reykjavík, Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Laug- ardaga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30. Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 16.00. Miðvikudaga kl. 20.00. Hafnarfjörður, Jósefskirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Miðvikudaga: Messa kl. 18.30. Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 08.30. Virka daga: Messa kl. 8.00. Keflavík, Barbörukapella, Skólavegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14.00. Alla fimmtudaga: Rósakransbæn kl. 20.00 Stykkishólmur, Austurgötu 7: Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Sunnudaga: Messa kl. 10.00. Ísafjörður: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Flateyri: Laugardaga: Messa kl. 18.00. Bolungarvík: Sunnudaga kl. 16.00. Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl. 19.00. Akureyri, Kaþólska kirkjan, Péturskirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga: Messa kl. 18.00. Sunnudaga: Messa kl. 11.00. BAPTISTAKIRKJAN í Garðabæ, Lyngási 18. Ykkur er boðið að taka þátt í sérstakri guðsþjónustu nefndri Kærleikur Guðs laugardaginn 15. maí kl. 19. Ræðan verð- ur á ensku og tagalog. Allir velkomnir. We are inviting you to come and join us in our special service, entitled God’s Love! 15. maí kl. 19. The service will be in Engl- ish and Tagalog. Come timely and be the first. Amin Po Naming Kayong Ina-anyayhan! Ano: na dumaloat miki-isa, sa pagtitipong aming gaganapin, na pinamagatang. „Ang Pag-ibig ng Dios“ Sa wikang tagalog rin po natin mapapakinggan ang pamamahayag. Kaya’t halina po kayo at magmadali. Kail- an: 15. maí, kl. 19. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Kl. 11 guðsþjónusta í Landakirkju á fimmta sunnudegi eftir páska. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Guðmundar H. Guð- jónssonar. Prestur sr. Þorvaldur Víðisson. LÁGAFELLSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kirkjukór Lágafellssóknar. Organisti Jón- as Þórir. Jón Þorsteinsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Bænadagur þjóðkirkjunnar. Guðsþjónusta kl. 11. Prestar sr. Gunnþór Þ. Ingason og sr. Þór- hallur Heimisson. Organisti Antonía He- vesi. Auk Kórs Hafnarfjarðarkirkju syngur Barna- og unglingakór kirkjunnar undir stjórn Helgu Loftsdóttur. Undirleikari Anna Magnúsdóttir. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Guðs- þjónusta með vísnasöng. Kór Víð- istaðasóknar syngur undir stjórn Úlriks Ólasonar. Aðalsafnaðarfundur verður haldinn í safnaðarheimilinu að guðsþjón- ustu lokinni. Á dagskrá verða venjuleg að- alfundarstörf. Kaffiveitingar. Sóknarnefnd og sóknarprestur. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Kvöldvaka kl. 20. Hljómsveit og kór kirkjunnar leiðir tón- list og söng undir stjórn Skarphéðins Hjartarsonar. Gestur kvöldvökunnar að þessu sinni er fréttamaðurinn og gleðigjaf- inn Ómar Ragnarsson sem spjallar við kirkjugesti. Að lokinni kvöldvöku verður svo heitt á könnunni í safnaðarheimilinu. GARÐASÓKN: Guðsþjónusta í Vídal- ínkirkju sunnudaginn 16. maí kl. 11:00. Kór kirkjunnar leiðir almennan safn- aðarsöng. Organisti: Jóhann Baldvins- son.Við athöfnina þjónar sr. Hans Markús Hafsteinsson. Mætum vel og njótum góðra samvista í kirkjunni okkar á ynd- islegum sumardegi. Prestarnir. Minnum á Ferð eldri borgara úr Bessa- staðasókn og Garðasókn, á uppstigning- ardag þ. 20. maí , næst komandi. Skrán- ing stendur yfir í safnaðarheimili Vídalínskirkju í síma 565 6380. Prest- arnir. KEFLAVÍKURKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Öll fimm ára börn í Keflavík eru boðin til kirkju ásamt foreldrum. sr. Helga Helena og starfsfólk sunnudagaskólans afhenda þeim bókina Kata og Óli fara í kirkju. Meðhjálpari Leifur A. Ísaksson. Léttur hádegisverður í Kirkjulundi eftir barnaguðsþjónustuna og aðalsafn- aðarfundur Keflavíkursóknar hefst kl. 13. BORGARNESKIRKJA: Messa kl. 14. Guðsþjónusta á Dvalarheimili aldraðra kl. 15.30. Sóknarprestur. HJARÐARHOLTSPRESTAKALL: Guðsþjón- usta á Eiríksstöðum sunnudag kl. 13. Ár- bæjarsöfnuður í Reykjavík kemur í safn- aðarheimsókn í Dali. Með í för verða 3 kórar, kirkjukór, gospelkór og barnakór, sem syngja ef veður leyfir í guðsþjónustu á Eiríksstöðum kl. 13. Ef veður heimilar ekki verður guðsþjónustan haldin á sama tíma í Dalabúð. Gospelsöngur hefur ekki hljómað í Íslandssögunni áður á Eiríks- stöðum. Gleði og gott samfélag í trú í boði í blandi við góðan söng. Sóknarprestur. AKUREYRARKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Svavar A. Jónsson. Kór Akureyrarkirkju syngur. Organisti Björn Steinar Sólbergs- son. Messa á Seli kl. 14.30. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. GLERÁRKIRKJA: Laugardagur: Barnastarf kl. 11 fyrir grunnskólabörn. Leikir, fræðsla og skemmtun. Næstsíðasta samvera vorsins. Sunnudagur: Ath. Messa í Lög- mannshlíðarkirkju kl. 14. Sr. Arnaldur Bárðarson þjónar. Félagar úr Kór Gler- árkirkju syngja. Organisti Hjörtur Stein- bergsson. HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Sunnu- dagur: Kl. 16.30 bænastund. Kl. 17 al- menn samkoma, hermannavígsla. Mer- ethe Jakobsen talar. Allir velkomnir. ÁSSÓKN í Fellum: Kirkjuselið í Fellabæ: Kvöldmessa sunnudag kl. 20.30. Ath. breytta dagsetningu frá tilkynningu í Kirkjutíðindum. Allir velkomnir. Mömmu- morgnar alla þriðjudaga kl. 10–12 í Kirkju- selinu. Sóknarprestur. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa sunnu- dag kl. 11. Sóknarprestur. ÓLAFSVALLASÓKN: Aðalsafnaðarfundur verður haldinn í Ólafsvallakirkju að lokinni guðsþjónustu sem hefst kl. 14 en fundur hefst laust fyrir klukkan þrjú sunnudaginn 16. maí nk. SELFOSSKIRKJA: Fjölskylduguðsþjónusta sunnudag kl. 11. Heimsókn frá Stopp- leikhópnum sem sýnir leikritið „Hans klaufi“. Súpa og brauð á eftir. Morguntíð sungin þriðjudag til föstudags kl. 10, kaffisopi á eftir. Foreldramorgunn mið- vikudaga 19. maí kl. 11. Sólrún Auðberts- dóttir, sjúkraliði og nuddari, heimsækir okkur og kynnir ungbarnanudd. Sókn- arprestur. KOTSTRANDARKIRKJA: Fermingarmessa kl. 14. Jón Ragnarsson. Guðspjall dagsins: Biðjið í Jesú nafni. Bænadagurinn. (Jóh. 16.) Morgunblaðið/ÓmarStokkseyrarkirkja. Guðsþjónusta hesta- fólks í Seljakirkju Á MORGUN, sunnudaginn 16. maí, verður hin árlega kirkjureið, þar sem hestafólk kemur ríðandi til Seljakirkju. Hestafólk safnast sam- an frá hesthúsahverfunum í Víði- dal, Heimsenda, Andvaravöllum og Gustssvæði. Við Seljakirkju verður komið upp traustu gerði og gæsla verður á hrossum á meðan við hlustum á vekjandi Guðsorðið inni í kirkju. Að lokinni guðsþjónustu er sest við kirkjukaffi að þjóðlegum sið og spjallað saman. Þess skal getið að lagt verður af stað úr Víðidalnum kl.13 stundvíslega, farið um Heims- enda og að kirkjunni. Hestafólk, sem og aðrir, er hvatt til þess að taka þátt í guðsþjónust- unni. Kvöldmessa í Seljakirkju SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 16. maí kl. 20 verður kvöldmessa í Selja- kirkju. Sr. Valgeir Ástráðsson þjón- ar í orði og á borði, en í þessum messum gefst fólki kostur á að ganga til altaris og taka við hinum helgu efnum, þar sem Jesús Kristur er með sérstökum hætti nálægur. Þorvaldur Halldórsson leiðir söng og kór Seljakirkju undir stjórn Jóns Bjarnasonar veitir þar einnig sinn stuðning. Verið hjartanlega velkomin til þessarar síðustu kvöldmessu vetr- arins og svo horfum við fram á bjart sumar með bros á vör. Vorferð Landakotssóknar HIÐ árlega ferðalag á vegum Fé- lags kaþólskra leikmanna og Kven- félags Kristskirkju verður laug- ardaginn 22. maí. Lagt er af stað kl. 9.30 frá safnaðarheimilinu við Há- vallagötu og farið að Keldum á Rangárvöllum. Leiðsögumaður er Grétar Eiríks- son. Eftir skoðun staðarins er heil- ög messa í Keldnakirkju. Þátttak- endur taka nesti með sér. Heimkoma er áætluð milli kl. 17.00 og 18.00. Áhugsamir er vin- samlegast beðnir að hafa tímanlega samband við Gunnar Örn Ólafsson í síma 554 1605 eða skrá sig á bisk- upsstofu í síma 552 5388. Vortónleikar og messa í Neskirkju SUNNUDAGINN 16. maí kl. 17.00 verða vortónleikar Kirkjukórs Nes- kirkju og Pange Lingua kórsins í Neskirkju. Efnisskráin er fjöl- breytileg. Sungin verða bæði létt lög og háklassík. Einsöngvari á tón- leikunum verður Hallveig Rúnars- dóttir og undirleikari Kári Þormar. Dr. Sigurður Árni Þórðarson flytur hugvekju. Stjórnandi er Stein- grímur Þórhallsson. Aðgangur verður ókeypis og allir velkomnir. Sama gildir um mess- una kl. 11. árdegis, sem Nes- kirkjuprestur stýrir. Nýtum bæna- daginn til kirkjugöngu. Fermingarstarf Fríkirkjunnar í Reykjavík veturinn 2004–2005 KYNNINGARFUNDUR vegna fermingarstarfs Fríkirkjunnar í Reykjavík næsta starfsvetur verður haldinn í kirkjunni að lokinni kvöldguðsþjónustu næstkomandi sunnudagskvöld, 16. maí, klukkan 20:30. Þar munum við kynna fyr- irkomulag fermingarfræðslunnar. Í hátt í tuttugu ár hefur verið starfræktur sérstakur ferming- arskóli í Fríkirkjunni að hausti fyr- ir skólabyrjun. Skólinn hefst í ár með sérstakri samverustund tilvon- andi fermingarbarna og fjöl- skyldna þeirra sunnudaginn 15. ágúst klukkan 11:00. Skólinn verð- ur svo frá klukkan 09:30 til klukkan 13:00 frá mánudegi til fimmtudags. Reiknað er síðan með stuttri fræðsluferð á föstudeginum. Ferm- ingarnámskeiðinu lýkur svo með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.