Morgunblaðið - 15.05.2004, Qupperneq 67

Morgunblaðið - 15.05.2004, Qupperneq 67
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2004 67 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake NAUT Afmælisbörn dagsins: Þú ert listræn/n og hug- myndarík/ur og átt auðvelt með mannleg samskipti. Komandi ár verður sennilega besta árið þitt á þessum áratug. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú þarft að einbeita þér að því sem skiptir þig mestu máli í lífinu. Þú ættir því kannski að byrja á því að endurskoða lífs- viðhorf þitt. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þér leiðist og þig langar í til- breytingu. Þetta er því hent- ugur tími til að fara í ferðalag. Hvers konar samninga- viðræður ættu að ganga vel næstu vikurnar. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú hefur þörf fyrir að halda hlutunum út af fyrir þig þessa dagana. Þú óttast að aðrir muni nota það gegn þér ef þú segir of mikið. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Ræddu vandamálin við vini þína til að fá annað sjónarhorn á hlutina. Þú munt að öllum líkindum umgangast þér yngra fólk á næstunni og það mun veita þér nýja innsýn í hlutina. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þetta er góður tími til að gera áætlanir varðandi starfsframa þinn. Spurðu sjálfa/n þig að því hvort þér finnist hlutirnir vera að þróast í rétta átt. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þig þyrstir í nýjan fróðleik og því er þetta góður tími til að hefja nám eða vinnu við verk- efni sem mun víkka sjóndeild- arhring þinn. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú munt að öllum líkindum lenda í samningaviðræðum um sameiginlegar eignir og ábyrgð í dag. Reyndu að sýna sanngirni. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú hefur mikla þörf fyrir örv- andi samræður. Þig langar til að tala um áhugaverða hluti við áhugavert fólk. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Fólk tekur eftir því að þú leggur þig fram um að inna starf þitt vel af hendi. Haltu áfram á sömu braut því það mun bæði færa þér viðurkenn- ingu og fullnægju í starfi. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú hefur þörf fyrir að reyna á huga þinn í dag. Þú munt njóta þess að spreyta þig við hvers konar þrautir og leiki. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú munt sennilega eiga mik- ilvægar samæður við foreldra þína í dag. Þú munt hugs- anlega komast að einhverju óþægilegu eða rifja upp eitt- hvað óþægilegt. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Næstu vikurnar eru ekki rétti tíminn fyrir þig til að taka það rólega. Þú ættir þvert á móti að vera sem mest á ferðinni og njóta þess að vera innan um annað fólk. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. MIG LANGAR Þegar morgunsins ljósgeislar ljóma, þegar leiftrar á árroðans bál, heyri ég raddir í eyrum mér óma, koma innst mér frá hjarta og sál: – Hér er kalt, hér er erfitt að anda, hér er allt það, sem hrærist, með bönd! Ó, mig langar til fjarlægra landa, ó, mig langar að árroðans strönd! Ég vil bálið, sem hitnar og brennur, en ég bölva þér, nákaldi ís. Ég vil aflþunga elfu, sem rennur, ekki óhreina pollinn, sem frýs. Ég vil ástblómið rauða, sem angar, ekki arfa eða þurrkaðan vönd. Ó, svo langt héðan burtu mig langar, ó, mig langar að árroðans strönd! Jónas Guðlaugsson LJÓÐABROT 85 ÁRA afmæli. Ámorgun, sunnudag- inn 16. maí, verður 85 ára Guðrún Gísladóttir, Nóa- túni 29, Reykjavík. Í tilefni þess tekur hún á móti ætt- ingjum og vinum á afmæl- isdaginn í Perlunni kl.14 -17. 60 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 15. maí, er sextug Ella Sjöfn Ellertsdóttir. Hún og eig- inmaður hennar, Ólafur Björgvinsson, munu bjóða ættingjum og vinum til veislu á heimili sínu kl. 18 í dag. EDDIE Kantar er brids- kennari og tekur stundum að sér einkakennslu – spilar við nemendur sína í keppni. Kantar er líka mikilvirkur bridsblaðamaður og kunnur fyrir þætti sína í The Bridge World, Kantar for the De- fence. Allir vita að vörnin er erfið, en þegar makker er byrjandi fer fyrst að reyna verulega á. Kantar var með spil vesturs í vörn gegn fjór- um hjörtum, en í aust- urstæðinu var „þriðji and- stæðingurinn“ – nemandi Kantars. Austur gefur; allir á hættu. Norður ♠10742 ♥KD83 ♦Á5 ♣1065 Vestur ♠ÁG86 ♥7 ♦D864 ♣KG43 Vestur Norður Austur Suður – – Pass 1 hjarta Dobl 2 grönd * Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass * Góð hækkun í þrjú hjörtu. Kantar trompaði út í upp- hafi. Sagnhafi tók slaginn heima með ás og spilaði aftur trompi á kóng. Tók næst tíg- ulás, spilaði tígli á kóng heima og stakk tígul hátt. Spilaði svo laufi á níuna heima og Kantar átti slaginn á gosann. Stóra stundin. Hvað myndi lesandinn gera í spor- um Kantars? Kantar sundurgreindi stöðuna og vonir varn- arinnar: „Sagnhafi má ekki eiga sexlit í trompi, því þá á hann tíu örugga slagi. Og ef hann á fimmlit getur hann varla átt fleiri tígla, því þá hefði hann ekki spilað trompi strax aft- ur í öðrum slag. Líklegasta skiptingin er því 2-5-3-3. Ennfremur er spilið unnið ef suður er með Kx í spaða og ÁD9 í laufi. Málið snýst því um það hvort suður sé líklegri til að eiga Dx í spaða og ÁD9 í laufi, eða Kx í spaða og Á9x í laufi.“ Norður ♠10742 ♥KD83 ♦Á5 ♣1065 Vestur Austur ♠ÁG86 ♠D95 ♥7 ♥652 ♦D864 ♦G1097 ♣KG43 ♣D72 Suður ♠K3 ♥ÁG1094 ♦K32 ♣Á98 Þannig hugsaði Kantar og komst að þeirri niðurstöðu að suður ætti tæplega ÁD9 í laufi, því þá væri ótímabært að spila litnum. Rökrétt væri að reyna fyrst að gera sér mat úr spaðanum, eða hreinsa upp litinn og und- irbúa innkast. Kantar ákvað því að spila makker upp á laufdrottningu og húrraði út laufkóng. Lítið lauf dugir ekki, því þá verður vestur strax sendur inn á lauf aftur með alvarlegum af- leiðingum. Samkvæmt líkindafræði Kantars er þetta 80% vörn. Þegar austur lendir inni á laufdrottningu er hann með fimm spil: þrjá spaða (sem hann má spila), eitt tromp (sem hann má líka spila) og einn tígul (sem ekki má spila út í tvöfalda eyðu). „Fjögur örugg spil af fimm mögu- legum er nokkuð gott,“ hugs- aði Kantar. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson Þessir duglegu krakkar héldu tombólu og söfnuðu 13.361 kr. til styrktar Kópavogsdeild Rauða krossins og rennur ágóðinn til hjálpar börnum í stríði. Þau eru Hjalti Freyr Óskarsson, Sigurrós Halldórsdóttir og Anna Margrét Benediktsdóttir. 1. d4 d5 2. c4 dxc4 3. e4 Rf6 4. e5 Rd5 5. Bxc4 Rb6 6. Bd3 Rc6 7. Re2 Be6 8. Rbc3 Bd5 9. O-O e6 10. a3 Dd7 11. Be3 O-O-O 12. b4 f6 13. b5 Ra5 14. Rxd5 Dxd5 15. Rf4 Dd7 16. Dc2 fxe5 Staðan kom upp á pólska meistaramótinu sem lauk fyrir skömmu í Varsjá. Pav- el Jaracz (2539) hafði hvítt gegn Aleksander Mista (2517). 17. Rxe6! He8 17... Dxe6 hefði verið slæmt vegna 18. Bf5 og svarta drottningin fellur. 18. Rxf8 Hhxf8 19. Bd2! Riddari svarts út á kanti getur sér nú enga björg veitt. 19...e4 20. Be2 Rd5 21. Bxa5 Rf4 22. Bg4 og svartur gafst upp. Lokastaða mótsins varð þessi: 1. Bartlomiej Mac- ieja (2633) 9 vinn- inga af 13 mögu- legum. 2.–4. Mikhail Krasenkov (2609), Robert Kempinski (2586) og Jacek Gdanski (2529) 8½ v. 5.–7. Kamil Miton (2563), Artur Jakubiec (2532) og Lukasz Cyborowski (2565) 8 v. 8. Tomasz Markowski 6½ v. (2605) 9. Pavel Jaracz (2539) 6 v. 10.–11. Bartosz Socko (2579) og Krzysztof Jakub- owski (2492) 5½ v. 12. Piotr Murdzia (2455) 4½ v. 13. Patryk Lagowski (2425) 3 v. 14. Aleksander Mista (2517) 1½ v. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. HLUTAVELTA ÁRNAÐ HEILLA Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt hér í blaðinu í dag. Upplýsingar um útdregin húsbréf má finna á heimasíðu Íbúðalánasjóðs: www.ils.is. Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: Útdráttur húsbréfa Húsbréf Koma þessi bréf til innlausnar 15. júlí 2004. 1. flokki 1991 – 50. útdráttur 3. flokki 1991 – 47. útdráttur 1. flokki 1992 – 46. útdráttur 2. flokki 1992 – 45. útdráttur 1. flokki 1993 – 41. útdráttur 3. flokki 1993 – 39. útdráttur 1. flokki 1994 – 38. útdráttur 1. flokki 1995 – 35. útdráttur 1. flokki 1996 – 32. útdráttur 3. flokki 1996 – 32. útdráttur Opið mán.-fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9-17 Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Höfum kaupanda að góðu einbýli eða raðhúsi, 140 fm eða stærra, auk bílskúrs. Í húsinu þufa að vera a.m.k. 3 svefn- herbergi. Afhendingartími er samkomulag og gæti verið rúmur. Upplýsingar veitir Snorri. GARÐABÆR – KÓPAVOGUR EINBÝLISHÚS - RAÐHÚS Á EINNI HÆÐ ÓSKAST Höfum kaupanda að byggingarlóð eða eldra húsnæði mið- svæðis í Reykjavík. Einnig kemur til greina atvinnuhúsnæði sem hægt væri að breyta í íbúðarhúsnæði. MIÐSVÆÐIS Í REYKJAVÍK ÓSKAST GÓÐ JÖRÐ Á SUÐURLANDI Til sölu jörð sem er ca 150 hektarar Á jörðinni er gott 125 fm íbúðarhús, fjós, hlaða, vélageymsla, hesthús o.fl. Jörðin er mjög grasgefin og girðingar eru góðar. Upplýsingar í símum 896 1606 og 557 7060. NÝLEGA stóð Osta- og smjörsalan fyrir samkeppni sem fólst í að semja íslenskan texta við lagið „Tintarella di luna“ og var yrkisefnið frjálst. Lagið hefur verið notað í sjónvarpsauglýs- ingu Létt og Laggott með ólífuolíu. Þátttaka í leiknum var mjög góð þar sem tæplega 150 textar bárust víðs- vegar af landinu. Dómnefnd komst að niðurstöðu eftir vandlega íhugun og varð texti Bryndísar Sunnu Valdi- marsdóttur, „Dönsum inn í sólina“ fyr- ir valinu. Þótti dómnefnd textinn ein- staklega fjörmikill og jákvæður og féll hann auk þess vel að laginu. Verðlaunin eru ekki af verra taginu því Bryndís hlýtur glæsilega ferð fyrir tvo til Ítalíu með Heimsferðum að launum. Góð þátttaka í textasamkeppni Bryndís Sunna Valdimarsdóttir (t.h.) tekur hér við verðlaunum af Guðbjörgu Helgu Jóhann- esdóttur, markaðsfulltrúa Osta- og smjörsölunnar sf. FRÉTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.