Morgunblaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 74
74 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 10. B.i. 16.Sýnd kl. 8 og10. HP Kvikmyndir.com „Gargandi snilld“ ÞÞ FBL „Öllum líkindum besta skemmtun ársins“ HL MBL  „Algjört Kill Brill“ ÓÖH DV  Skonrokk Blóðbaðið nær hámarki. Sýnd kl. 4 og 6. Með íslensku tali „Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna“ Þ.Þ. Fbl. Sýnd kl. 8. B.i. 16. Sýnd kl. 5.40. B.i. 14. Eftir metsölubók John Grisham Með stórleikurunum John Cusack, Gene Hackman, Dustin Hoffman og Rachel Weisz Kvikmyndir.is  SV MBL Sýnd kl. 4. FRUMSÝNING  Ó.H.T Rás2 Frá meistara spennunnar Luc Besson kemur Taxi 3. Meiri hraði. Meiri spenna. Bílahasarinn nær hámarki. Sú æsilegasta til þessa. i i i. i i . íl i i. il il . HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 13.00 „Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna“ Þ.Þ. Fbl. Sýnd kl. 1.30, 3.40, 5.50, 8 og 10.15. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 8 og 10.50. B.i. 16. kl. 5.10, 8 og 10.50. B.i. 16. Sýnd kl. 2 og 4.30. Með íslensku tali EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. FRUMSÝNING  Þvílíka eins djöflasnilld hef ég sjaldan séð! Tvímælalaust fyndnasta mynd ársins. Ó.Ö.H. DV Fór beint á toppinn í USA! R&B tónlist og ótrúleg dansatriði! Blóðbaðið nær hámarki. „Gargandi snilld“ ÞÞ FBL „Öllum líkindum besta skemmtun ársins“ HL MBL  „Algjört Kill Brill“ ÓÖH DV HP Kvikmyndir.com  Skonrokk Frá meistara spennunnar Luc Besson kemur Taxi 3. Meiri hraði. Meiri spenna. Bílahasarinn nær hámarki. Sú æsilegasta til þessa. i i i. i i . íl i i. il il . Það er skrýtið að hugsa tilþess að Evróvisjónkeppninsnúist um að velja bestadægurlagið þegar tekið er tillit til þess að söngvararnir fá nær alla athyglina hér en höfundarnir litla sem enga. Á sameiginlegum blaða- mannafundi Norðurlandaþjóðanna í vikunni mátti sjá Svein Rúnar Sig- urðsson, höfund íslenska lagsins, koma sér í makindum fyrir á sólbaðs- bekk ásamt vini sínum, Magnúsi Har- aldssyni, og fá sér í svanginn. Þeir sátu handan sundlaugarinnar með strönd Marmarahafsins og Asíuhluta stórborgarinnar í baksýn – eins langt frá blaðamanna- og ljósmynd- arahringiðunni og mögulegt var. Á frábærum stað Aðspurður segir Sveinn Rúnar að keppnin leggist ágætlega í sig. „Ég er ekki mikið fyrir það að láta mikið á mér bera, eins og þú sérð. Ég hef hvorki sérstaklega gaman af lög- um eins og eru algengust í keppninni né mannmörgum veislum með há- vaða og látum. Þá kem ég mér frekar fyrir á afviknum stað, sleiki sólina og sem ný lög í huganum. Hreinskiln- islega er ég mest spenntur fyrir staðnum og er heillaður bæði af landi og þjóð. Eins og margir fleiri hafði ég fullt af ranghugmyndum um landið. Svo kemur á daginn að hér er fólk vinalegt og hreinskilið – stolt og in- dælt. En núna líður að því að maður þurfi að einbeita sér að keppninni í kvöld. Það þarf að reyna að vekja at- hygli á laginu og ég hef tekið þátt í nokkrum blaðamannafundum. Ég var meira að segja plataður til að syngja opinberlega í fyrsta skipti á ævinni á einum þeirra. Ég var beðinn um að syngja „Hubba hulle hulle hulle“ af því að ég hafði sagt í hálf- gerðum hroka að það væri uppá- haldslagið mitt í keppninni. Ég var með þessu að gefa vísbendingu um hvað mér finnst um allan pakkann. En þetta tókst ágætlega og við þykj- um nokkuð góðir á þessum fundum, sem er mjög mikilvægt, skilst mér, þar sem áttatíu prósent af pakkanum sé bara markaðsherferð. Einhver sagði mér að þetta væri að einum þriðja hluta spurning um hvernig Jónsa tekst upp á sviðinu, þriðji part- ur spurning um kynþokka og útgeisl- un hans og að síðustu þriðjungur spurning um lagið. Mitt er bara að skila síðasta hlutanum.“ Hefur flutningurinn hjá Jónsa orð- ið öðruvísi eftir því sem nær hefur dregið? „Hann hefur verið að leika sér svo- lítið, líka á sviðinu, með „fraseringar“. Hann hefur auðvitað fullt leyfi hjá mér til að gera það. Það er líka um að gera þegar við komum inn á svið að við séum með nýja og ferska fram- leiðsluvöru, ný föt, nýjar „fraser- ingar“, nýjar áherslur og að sjálf- sögðu sviðshreyfingar sem koma á óvart. Þetta verður allt frumsýnt á úrslitakvöldinu. Selma Björnsdóttir sá um að hanna hreyfingarnar og tekst einstaklega vel upp. Svo er Haukur Hauksson búinn að standa sig frábærlega í að sjá um að þegar Jónsi líti í myndavélina líti hann alltaf í rétta átt, horfi til áhorfandans, því við erum að selja fólki heima í stofu atriðið en ekki áhorfendum úti í sal. En þetta lítur allt vel út, við erum þarna á frábærum stað, númer 17, í boði Sautján. Það er styrktaraðilinn.“ Verður það að koma fram? „Nei, ég er að stríða þér. En þetta lítur allt ágætlega út. Ef ég á að vera hreinskilinn þá finnst mér við ein- hvern veginn standa okkur best af Norðurlandaþjóðunum. Ég er líka þeirrar skoðunar að Kýpverjar séu með miklu betra lag en okkar og að Serbar og Svartfellingar séu með langbesta lagið.“ Lagið þitt gefur flytjandanum möguleika á vissri breidd í túlkun. „Já, mér finnst takast þarna að fullnýta formið og Jónsi fer allan skalann. Annars ber ég mesta virð- ingu fyrir þeim sem tekst að láta viss þjóðareinkenni koma fram í tónlist- inni, rétt eins og Tyrkir gerðu í fyrra og einmitt Serbar og Svartfellingar gera í ár. Við þurfum svo sem ekkert að skammast okkar þar sem við erum bara með svona venjulega ballöðu. Það er annað með Danina og latino- poppið. Eins og Tómas Þórðarson hefur sjálfur bent á eru harla lítil tengsl á milli salsa-tónlistar og danskrar tónlistarhefðar. Ofboðslegur fagurkeri Finnst þér ekki hálfóraunverulegt að vera hérna á fimm stjörnu hóteli við strönd Marmarahafsins? „Ég er reyndar ofboðslegur fag- urkeri og hef oft upplifað svipað áður en þetta er vissulega ákveðinn gervi- heimur sem varir í viku – hann tekur enda þegar klukkan slær tólf á mið- nætti aðfaranótt sunnudagsins að tyrkneskum tíma. Það eru níutíu og níu prósent líkur á að við höldum ekki heim sigurvegarar. Þetta öskubusku- ævintýri verður einfaldlega búið. Það verður ekki einu sinni spurning um neina öryggisgæslu meir, það virðist ekki skipta máli ef við verðum skotin á götum úti, svo fremi sem það sé eftir keppnina. Þegar þessu er lokið er bara að takast á við það. Sem betur fer hefur maður nóg að gera í framhaldinu, en tónlistin hjá mér er bara aukageta.“ Ýmislegt úr viðtalinu við Svein Rúnar rifjaðist svo upp á fimmtu- dagskvöldið þegar fulltrúar Morgun- blaðsins rákust á hann við innganginn á Holiday Inn City hótelinu. Við vor- um allir á leið inn í vináttusamkvæmi sem fulltrúar Úkraínu og Serbíu og Svartfjallalands efndu til – af nokkr- um vanefnum, eins og átti eftir að koma í ljós. Hvorir tveggja þessara keppenda eru taldir eiga góða mögu- leika á að vinna en Sveinn Rúnar var þarna á ferð með nokkrum úr finnsku sendinefndinni, sem hann kvað hafa verið ótrúlega fljóta að ná sér eftir að hafa verið slegnir út úr keppninni kvöldið áður. Vináttuboðið reyndist mesta martröð, haldið í kjallaraholu þar sem hvorki var hátt til lofts né vítt til veggja, maturinn kláraðist á auga- bragði og langar biðraðir mynduðust við barinn. Hvorki var hægt að koma auga á Ruslönu hina fögru né Serb- ann vin hennar þar sem sviðið var eins og frímerki að stærð og lítt upp- hækkað. Múr ljósmynda- og sjón- varpsvéla girti það líka gersamlega af og í hljóðkerfinu heyrðist einungis í brasilískum kynni sem hvatti fólk til samkvæmisleikja. Enginn hinna tvö þúsund gesta, sem voru þarna eins og sardínur í dós, virtist líklegur til að geta tekið þátt enda útlimirnir límdir niður með síðunum í troðningnum. Það síðasta sem sást til Sveins Rún- ars, þegar Morgunblaðsmenn flýðu staðinn, var að hann stóð heldur stúr- inn á svipinn í þvögunni við barinn, án efa farið að dreyma um að komast heim aftur til að geta tekið upp þráð- inn í tannlæknanáminu. Rætt við Svein Rúnar Sigurðsson, höfund Heaven Gerviheimur sem varir í viku Sveinn Rúnar: Við þurfum svo sem ekkert að skammast okkar þar sem við erum bara með svona venjulega ballöðu. Evróvisjónkeppnin fer fram í kvöld. Jón Jósep Snæbjörnsson keppir þar fyrir Íslands hönd og syngur lag Sveins Rúnars Sigurðssonar, Heaven. Sveinn Haraldsson ræddi við nafna sinn úti í Istanbúl.  Atkvæðaseðill/56  Útkoman/56  Víða/73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.