Morgunblaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
14 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
● LÍF hf. var rekið með 36 milljóna
króna tapi á fyrsta fjórðungi ársins. Í
fyrra var hagnaðurinn 42 milljónir.
Neikvæð þróun fjármagnsliða réð
mestu um umskiptin, en 59 milljóna
fjármagnstekjur í fyrra snerust yfir í
46 milljóna fjármagnsgjöld í ár.
Velta félagsins jókst um 6% milli
ára og nam 2,1 milljarði. Handbært
fé frá rekstri jókst mikið og nam 207
milljónum.
Í afkomutilkynningu félagsins seg-
ir að niðurfærsla skammtímakrafna
hafi verið aukin um 41 milljón króna
milli ára vegna matsbreytinga. Nið-
urfærslan sé byggð á mati á taps-
áhættu einstakra krafna.
Líf rekið með tapi
SIGURÐUR Skagfjörð Sigurðsson
hefur verið ráðinn framkvæmda-
stjóri Hertz á Íslandi, bílaleigu Flug-
leiða. Hann hefur
tekið við af
Hjálmari Péturs-
syni. Samkvæmt
áreiðanlegum
heimildum Morg-
unblaðsins komu
þessi skipti til
með snöggum
hætti.
Samkvæmt til-
kynningu frá
Flugleiðum hefur Sigurður starfað
hjá félaginu frá árinu 1985, fyrst sem
sölustjóri í Kaupmannahöfn og síð-
ast sem svæðisstjóri félagsins á Ís-
landi og í Bretlandi. Undanfarin ár
hefur hann verið forstöðumaður far-
þegaþjónustu Icelandair.
Framkvæmda-
stjóraskipti
hjá Hertz
Sigurður Skag-
fjörð Sigurðsson
MEDCARE Flaga og Hagvangur
voru valin Fyrirtæki ársins 2004 í
könnun sem VR stóð fyrir.
Medcare Flaga vann í hópi stærri
fyrirtækja, þar sem starfa 50 eða
fleiri, en var í þriðja sæti í fyrra.
Sorpa var í öðru sæti stærri fyr-
irtækja og Línuhönnun í því þriðja.
Hagvangur vann í hópi minni fyr-
irtækja með færri starfsmenn en 50
en fyrirtækið var í þriðja sætinu í
fyrra eins og Medcare Flaga. Fyr-
irtækið Árdegi sem rekur versl-
anirnar Noa Noa og Next var í öðru
sæti í hópi minni fyrirtækja og í
þriðja sæti var fyrirtækið Heilsa,
sem var í öðru sæti í fyrra.
Í tilkynningu frá VR segir að há-
stökkvarinn í könnuninni á þessu
ári í hópi minni fyrirtækja, þ.e. fyr-
irtæki sem bættu sig mest á milli
ára, sé Merkúr, sem hafði í fyrra 1%
fyrirtækja fyrir neðan sig en hefur
í dag 82% fyrirtækja fyrir neðan
sig. Í hópi stærri fyrirtækja er
Hekla hástökkvarinn, hafði 24%
fyrirtækja fyrir aftan sig í fyrra en
56% nú.
VR hefur undanfarin átta ár val-
ið Fyrirtæki ársins. Valið byggist á
könnun meðal starfsmanna en þeir
gefa fyrirtækjum sínum einkunnir
fyrir átta þætti í starfsumhverfi
sínu; trúverðugleika stjórnenda,
launakjör, vinnuskilyrði, sveigj-
anleika vinnu, sjálfstæði í starfi,
álag og kröfur, stolt af fyrirtæki og
starfsanda.
Alls voru 15.334 manns í úrtak-
inu. Svör bárust frá 6.430 starfs-
mönnum 1.119 fyrirtækja og var
svarhlutfall 42%.
Medcare
Flaga og
Hagvangur
eru fremst
Fyrirtæki ársins 2004
● HAGNAÐUR Síldarvinnslunnar
dróst saman um 38% milli ára og
nam 360 milljónum króna á fyrsta
fjórðungi þessa árs. Rekstrartekjur
drógust saman um 7% milli ára en
hagnaður fyrir afskriftir og fjármagns-
liði, EBITDA, jókst um 44% og nam
949 milljónum króna.
Fjármagnsliðir versnuðu verulega,
fóru úr 329 milljóna fjármagnstekjum
í 175 milljóna fjármagnsgjöld, og réðu
því mestu um að hagnaður dróst
saman milli ára þrátt fyrir aukinn
hagnað fyrir afskriftir og fjármagnsliði.
Síldarvinnslan var færð á athug-
unarlista Kauphallarinnar í byrjun
mánaðarins en hluthafasamkomulag
stærstu hluthafanna leiddi til yfirtöku-
skyldu gagnvart öðrum hluthöfum.
Minni hagnaður hjá
Síldarvinnslunni
ÞETTA HELST …
VIÐSKIPTI
HAGNAÐUR samstæðu Trygginga-
miðstöðvarinnar hf. (TM) á fyrstu
þremur mánuðum þessa árs nam
1.093 milljónum króna eftir skatta,
en var 160 milljónir á sama tímabili í
fyrra. Í tilkynningu frá félaginu segir
að meginskýringin á auknum hagn-
aði sé óvenjumikill hagnaður af sölu
hlutabréfa á tímabilinu, eða 1.468
milljónir samanborið við 20 milljónir
fyrir sama tímabil árið áður.
Hagnaður af fjármálarekstri er
640 milljónir í ár en var 107 milljónir
árið áður. Þá er hagnaður af vátrygg-
ingarekstri á tímabilinu 739 milljónir
en var 120 milljónir á fyrsta fjórð-
ungi ársins 2003. Segir í tilkynningu
TM að meginástæðan fyrir góðum
hagnaði af vátryggingarekstri séu
miklar reiknaðar fjárfestingartekjur
sem megi rekja til óvenjumikils sölu-
hagnaðar af hlutabréfum í eigu fé-
lagsins. Stór hluti þess söluhagnaðar
reiknist sem tekjur í vátrygginga-
rekstrinum. Fram kemur í tilkynn-
ingunni að það sé mat stjórnenda TM
að hagnaður ársins 2004 eftir skatt
verði á bilinu 1.400 til 1.500 milljónir
króna.
TM hagnast um
1.093 milljónir
!"
"# $ # %
& #
'##% (
HAGNAÐUR Opinna kerfa Group á
fyrsta fjórðungi ársins 2004 nam 58
milljónum króna eftir skatta. Á sama
tímabili á síðasta ári var tap félags-
ins 39 milljónir.
Heildarvelta félagsins var 3.675
milljónir króna á tímabilinu, sem er
62% aukning frá sama tímabili í
fyrra. Aukningin er tilkomin bæði
vegna innri vaxtar og breytinga á
samsetningu samstæðunnar.
Rekstrarhagnaður félagsins fyrir
fjármagnsgjöld og afskriftir
(EBITDA) var 161 milljón króna á
þessu ári samanborið við 115 millj-
ónir króna í fyrra og batnaði því um
40% milli ára.
Í tilkynningu frá Opnum kerfum
Group segir að hagræðing af samein-
ingu félaganna í Svíþjóð sé ekki að
fullu komin fram en gert sé ráð fyrir
að hún muni skila sér á síðasta árs-
fjórðungi þessa árs.
Betri afkoma hjá
Opnum kerfum
)
&
*
$ +$
,-.$-
!"
"# $ # %
/' /
&/
# #&'
(
● KB BANKI hefur gefið út 600 millj-
óna evra skuldabréf, jafnvirði um 53
milljarða króna. Skuldabréfin eru til 5
ára og er þetta
stærsta og lengsta
skuldabréfaútgáfa
bankans til þessa.
Kristín Péturs-
dóttir, fram-
kvæmdastjóri fjárstýringar hjá KB
banka, segir útgáfuna hafa gengið
mjög vel og að vaxtakjör séu góð. Hún
segir megintilgang útgáfunnar að
lengja í fjármögnun bankans. Þetta
sé fyrsta 5 ára útgáfa hans og verði
hún m.a. notuð til að endurfjármagna
skemmri lán en einnig til að stækka
og víkka fjárfestahópinn og það hafi
tekist. Kaupendur skuldabréfanna
séu 55 frá 19 löndum.
Skuldabréfin eru gefin út undir
EMTN-lánaramma bankans og skráð í
kauphöllinni í Lúxemborg.
Stærsta og lengsta
útgáfa KB banka
dótturfélögum samstæðunnar og í
millilandaflugi Icelandair, þar sem
meðalfargjöld lækki umtalsvert milli
ára líkt og hjá flestum alþjóðlegum
flugfélögum. Félagið hafi náð að
vinna þetta upp með auknum flutn-
ingum og bættri sætanýtingu.
Á kynningarfundi vegna uppgjörs-
ins sagði Sigurður að gert væri ráð
fyrir að öll dótturfélög Flugleiða yrðu
rekin með hagnaði í ár og að gert
væri ráð fyrir þokkalegri afkomu
samstæðunnar á árinu.
Tekjur hækkuðu um 14%
Á kynningarfundinum kom fram í
máli Sigurðar að horfur í áætlunar-
flugi Icelandair hafi versnað vegna
mikillar hækkunar olíuverðs undan-
farið því að hækkunin hafi aukið
kostnað verulega. Varnir gegn elds-
neytishækkunum séu tiltölulega litl-
ar hjá félaginu, en það sé ágætlega
varið gagnvart vaxta- og gjaldeyris-
áhættu. Sigurður sagði einhver flug-
félög farin að leggja sérstakt elds-
neytisgjald á farmiðana og hann
TAP Flugleiða dróst saman um þriðj-
ung og nam 893 milljónum króna á
fyrsta fjórðungi ársins. Tap fyrir
skatta dróst saman um svipað hlutfall
og nam 1.086 milljónum króna. Á
þessum árstíma er jafnan tap af
rekstri félagsins, en í afkomutilkynn-
ingu þess segir að afkoman fyrir
skatta hafi ekki verið betri í fimm ár.
Þar segir einnig að af 559 milljóna
króna rekstrarbata fyrir skatta séu
260 milljónir króna raktar til hagn-
aðar af kaupum og sölu á hlutabréf-
um í Eimskipafélaginu. Um 160 millj-
óna króna söluhagnaður vegna sömu
hlutabréfa verði færður til tekna á
öðrum fjórðungi.
Mega mjög vel við una
Í tilkynningunni er haft eftir Sig-
urði Helgasyni, forstjóra Flugleiða,
að hann teldi félagið mega mjög vel
við una. Reksturinn hafi styrkst milli
ára og félagið njóti þess nú augljós-
lega að vera í fjölþættri starfsemi.
Tekist hafi að ná góðum tökum á
flestum rekstrarþáttum í þrettán
sagði að það gæti verið að til þess
kæmi að Flugleiðir legðu á slíkt
gjald. Steinn Logi Björnsson, fram-
kvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs
Icelandair, bætti því við að viðbrögð-
in við olíuverðshækkuninni réðust
meðal annars af því hvað aðrir á
markaðnum gerðu.
Rekstrartekjur Flugleiða voru 7,2
milljarðar króna á fyrsta fjórðungi
ársins og hækkuðu um 14% milli ára.
Gjöldin hækkuðu um 11% og tap fyrir
fjármagnsliði dróst saman um 4% og
nam rúmum 1,2 milljörðum króna.
Fjármagnsliðir voru jákvæðir um 156
milljónir króna en í fyrra voru þeir
neikvæðir um 345 milljónir króna.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Olíugjald Hugsanlegt er að félagið bregðist við hækkuðu olíuverði með því að leggja sérstakt olíugjald á farmiða.
Tap Flugleiða minnkar
0
* %/
! !"
"# $ # %
* &%/
#
& %
* '& *'
(
Besta afkoma félagsins í fimm ár
CO-OPERATIVE Group (Co-op) er
að hugleiða að bjóða 66 milljónir
punda (8,5 milljarða króna) í mat-
vöruverslanakeðjuna Londis, að því
er segir í The Times, og yfirbjóða
þannig írska keppinautinn Musgrave,
sem hefur boðið 60 milljónir punda í
Londis.
Þetta mun hafa komið fram í bréfi
sem Londis sendi til hluthafa sinna
þar sem sagði að félagið hefði skilað
tapi á síðasta ári vegna 8 milljóna
punda (1 milljarðs króna) kostnaðar
af sölumeðferð félagsins og starfs-
lokagreiðslum fyrrum stjórnenda. Sjö
af þessum átta milljónum punda voru
vegna samninganna við stjórnendur.
Vörusala Londis jókst um 1% frá
fyrra ári en tap af rekstrinum nam 3,9
milljónum punda (500 milljónum
króna) en árið áður varð 3,8 milljóna
punda hagnaður.
Stjórnin mælti með Musgrave
Í sl. mánuði mælti stjórn Londis
með tilboði Musgrave í keðjuna við
eigendur hennar. Viðurkenndi stjórn-
in að ekki væri um besta verðtilboðið
að ræða en að miklu máli skipti
hversu líkur bakgrunnur Musgrave
og Londis er, þ.e. fjölskyldufyrirtæki
í grunninn með sjálfstæða smásala
undir sínum merkjum.
Big Food Group, sem er að fimmt-
ungi í eigu Baugs Group, hefur líka
verið á höttunum eftir Londis-keðj-
unni og segist munu nálgast hluthafa
Londis beint með tilboði, þrátt fyrir
að stjórn Londis hafi þegar mælt með
tilboði Musgrave. En venjan er sú í
Bretlandi að leggja tilboð til kaupa á
fyrirtæki fyrir stjórn þess og stjórnin
mælir með tilboðunum við hluthafa
eða mælir á móti þeim.
Co-op íhugar að
bjóða betur í Londis
Eftirsótt Enn er bitist á um yfirráð
yfir Londis-keðjunni.
Ætlar að yfir-
bjóða Musgrave
● MISMUNANDI mat á aukningu í fjár-
festingu hér á landi er meginskýringin
á þeim mismun sem er á nýlegum
þjóðhagsspám fjármálaráðuneytisins
annars vegar og OECD hins vegar.
Þetta kemur fram í Vefriti fjár-
málaráðuneytisins.
Segir í Vefritinu að spá OECD sé
nokkuð eldri en spá ráðuneytisins
þótt hún hafi borist seinna. Gerð
slíkra spáa byggi á þeim upplýsingum
sem aðgengilegar séu á hverjum
tíma, sem breytist frá degi til dags. Á
grundvelli slíkra upplýsinga og með
aðstoð reiknilíkana fari síðan fram
faglegt mat á líklegustu framvindu
helstu efnahagsstærða.
Í þjóðhagsspá OECD er 3,8% hag-
vexti hér á landi á þessu ári og 4,8% á
því næsta. Fjármálaráðuneytið gerir
hins vegar ráð fyrir því að hagvöxt-
urinn verði 4½% á þessu ári og 5% á
árinu 2005. Þá spáir OECD því að
verðbólga hér á landi á næsta ári
verði 3,5% en fjármálaráðuneytið ger-
ir hins vegar ráð fyrir 3% verðbólgu.
Mismunandi mat
á fjárfestingu
♦♦♦