Morgunblaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 36
DAGLEGT LÍF 36 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Ný sending af Mac gallabuxum Fást í 5 lengdum Kringlunni Seltjarnarnesi Ég hef alltaf haft gaman af því að baka,“segir Birna. „Þegar ég var kominmeð tvö börn og var heimavinnandihúsmóðir og þriðja barnið bættist fljótlega við, bakaði ég allt til heimilisins, brauð, bollur og kökur rétt eins og húsmæðurnar í gamla daga en ég var heima í ein átta ár. Ég held að þetta að baka sé svolítið í manni. Við erum fimm systurnar og erum allar taldar mjög dug- legar húsmæður í eldhúsinu og bökum ekki ein- göngu sætabrauð heldur brauð til heimilisins.“ Skinkuhornin eru vinsæl Birna segist gera mikið af því að baka um helgar bæði morgunbollur, skonsur og snúða og af og til bakar hún rúgbrauð. „Ég baka líka fínni bakstur eins og skinkuhorn,“ segir hún. „Þau eru mjög vinsæl hjá krökkunum í barna- afmælum. Eins hef ég bakað fyrir vini og kunn- ingja þegar efnt er til samskots og allir koma með eitthvað á hlaðborðið eða þá fyrir krakkana að taka með í skólann þegar eitthvað stendur til. Þá baka ég mjög mikið og það er alltaf mjög vin- sælt.“ Sparar í heimilishaldi Birna segist spara verulega í heimilishaldi með bakstrinum en viðurkennir að stundum sæki hún eitt og annað í bakaríum en þegar te- bollan kostar 140–150 krónur baki hún þær frek- ar heima. „Ég á strák sem er að verða 15 ára og hann hefur verið mjög duglegur við baksturinn frá því hann var 11 ára enda verið mikið með mér í eld- húsinu,“ segir hún. „Hann er orðinn leiður á skúffukökunni gömlu góðu og er farinn að baka sjónvarpsköku, hjónabandssælu og annað sem hann langar í.“ Birna bjó í Danmörku í þrjú ár og þar segist hún hafa keypt pressuger í kjörbúðinni en bak- arinn selji henni pressuger hér heima. Gerbakstur er vinna „Brauðið verður betra þegar notað er pressu- ger,“ segir hún en mörgum „bakaranum“ hefur reynst erfitt að ná góðum árangri í gerbakstri og fá brauðið til að hefast. „Þetta er ekki erfitt en maður verður að hafa gaman af því að baka. Það er aðalatriði en auð- vitað er gerbakstur vinna. Það tekur tíma að setja í deigið og svo þarf að láta það hefast á meðan maður gengur frá. Um helgar þegar ég baka bollur fer ég fram og hendi í deig en legg mig á meðan deigið er að hefast. Það passar að setja bollurnar í ofninn þegar ég kem fram. Þetta kemst upp í vana,“ segir Birna. „Ég fékk mér brauðvél þegar ég var í Dan- mörku en ég læt hana ekki baka heldur vinna fyrir mig deigið og um helgar þegar ég nenni ekki að rífa mig upp þá get ég stilli hana þannig að deigið er tilbúið fyrir ofninn að morgni.“ Rúgbrauð 3 bollar hveiti 5 bollar heilhveiti 5 bollar rúgmjöl 5 tsk lyftiduft 5 tsk salt 5 tsk matarsódi 700 g sýrop 2 ½ lítri súrmjólk Öllum þurrefnum blandað saman. Velgið sý- rópsdósina í heitu vatni, hellið út í þurrefnin ásamt súrmjólkinni. Öllu er síðan hrært vel sam- an. Uppskriftin passar í miðstærð steikar potts – (Sporöskjulagaðir með loki). Klætt að innan með bökunar pappír. Lokið sett á bakast við 120° við undir- og yfirhita í 9 tíma. Tekið út og látið kólna áður en það er skorið. Bakist yfir nótt. Skinku- og ostahorn 50 g pressuger 100 g smjörlíki ½ lítri mjólk 1 dl sykur ½ tsk salt 14 dl hveiti Pressuger leyst upp í ylvolgri mjólk. Öllum þurrefnum blandað saman í hrærivélarskál. Brætt smjörlíkið og mjólkin þurfa að vera yl- volg, hrært saman við þurrefnin. Hrært með hnoðara í hrærivél. Deigið látið hvíla á volgum stað með klút yfir í 40 til 60 min. Þá hnoðað aftur saman, deiginu skipt í 5 hluta. Hver hluti er flattur út í kringlótta köku sem er síðan skipt í 8 sneiðar. Ostur og skinka sett á breiðari hlutann og rúllað upp. Látið hefast í u.þ.b. 10 mín. Einn- ig er gott að nota beikon smurost, í stað osts og skinku. Bakað við 180° til 200° í um 8–10 mín. Snúðar 50 gr pressuger 200 g smjörlíki ½ lítri mjólk 1 dl sykur 2 tsk kardemommur 14 dl hveiti Sterk kanelsykurblanda og smjör. Undirbúningur sama og horn. Deigið er flatt út í lengju u.þ.b. 30 x 70 cm. Lengjan smurð með mjúku smjöri og stráð vel yfir með sterkri blöndu af kanelsykri rúllað upp og skorið niður. Raðað á bökunarplötur látið hefast aftur í um 10 mín. áður en bakað er. Bakast við 180°–200° í um 10 mín. Súkkulaðiglassúr smurt yfir heita snúð- ana. Morgunblaðið/Jim Smart Bakar: Birna Bjarnadóttir hefur gaman af bakstri og bakar bæði brauð og tertur. Birna Bjarnadóttir er ein fimm systra sem þekktar eru að myndarskap og þá sérstaklega við bakstur og segist hún baka nánast allt til heimilisins, bæði kökur og brauðmeti. Finnst gaman að baka  MATARKISTAN |Rúgbrauð, brauð og bollur Það getur verið snúið að verameð ofnæmi fyrir algengumfæðutegundum eins og sysk- inin þau Erla María og Sindri Sig- urþórsbörn. Hún var innan við eins árs þegar í ljós kom að hún var með ofnæmi fyrir ýmsum fæðuteg- undum og í dag er hún með ofnæmi fyrir eggjum, hnetum, kiwi og gul- um og grænum baunum. Sindri var fjögurra mánaða þegar ljóst var að hann er með ofnæmi fyrir mjólk, hveiti, fiski, eggjum, hnetum og baunum. „Erla María var í fyrstu með of- næmi fyrir fleiri fæðutegundum, þannig að ofnæmið er að eldast af henni,“ segir Sigríður Aðalsteins- dóttir móðir systkinanna þegar hún er beðin um góð ráð og uppskriftir. „Við erum bara vongóð en ofnæmið hjá Sindra hefur nær ekkert breyst. Reyndar var hann líka með ofnæmi fyrir höfrum en við erum að prófa núna hvort hann geti borð- að hafragraut og það gengur nokk- uð vel.“ Almennur heimilismatur hentar systkinunum vel en þá verður að sýna fyrirhyggju við matseldina. Í staðinn fyrir mjólk er notuð kók- osmjólk, sojamjólk og sojarjómi þegar við á svo dæmi sé tekið. „Við kaupum aldrei brauð úr búð fyrir þau eða tilbúinn mat nema þá helst grillaðan kjúkling, sem Sindri er svo hrifinn af,“ segir Sigríður. „Hann er reyndar ekkert fyrir brauð þannig að ég er hætt að baka brauð. Í staðinn fyrir brauðið baka ég vöfflur fyrir hann úr sérstakri hveitiblöndu. Sindri tekur vöffl- urnar með sér í skólanestið með kæfu sem álegg eða sultu sem kaffibrauð. Vöfflurnar hafa alveg bjargað okkur. Ég baka þær og frysti og tek þær úr frysti eftir hendinni og set þær í brauðristina og þá verða þær eins og nýbak- aðar.“ Eggja-, hveiti- og mjólkurlausar vöfflur 4 dl hveitilaus mjölblanda t.d. bland an í mosagrænu pökkunum frá Semper (FIN MIX, Naturligt fri från gluten) 1msk vínsteins lyftiduft (hveitil- aust) 125 gr brætt smjörlíki 2 dl sojamjólk 2 dl kalt vatn vanilludropar Öllu blandað saman. Þetta verða 7–8 vöfflur. Kaka eftir tíu mínútur Þegar Erla María fer í afmæli eða önnur boð, þar sem veitingar eru í boði, bakar Sigríður eggja- lausa súkkulaðiköku í örbylgjuofn- inum. „Kökuna get ég bakað á 10 mín- útum,“ segir hún. „Ég er í sömu að- stöðu og margar aðrar húsmæður að geta ekki alltaf sýnt fyrirhyggju, sem er það eina sem gildir við mat- reiðslu á sérfæði en það má bjarga ýmsu með súkkulaðikökunni. Kakan þolir illa geymslu en er mjög góð nýbökuð. Erla María er ánægð með þessa köku, sem má skreyta eins og aðrar afmæliskökur. Og svo er það eggjalausa súkkulaðitertan, sem er boðleg á veisluborð fyrir alla.“ Eggjalaus súkkulaðikaka fyrir örbylgjuofn 1 bolli hveiti 2⁄3 bolli sykur ½ tsk matarsódi 1 msk kakó 2 msk matarolía eða 25 g bráðið smjörlíki 1 bolli mjólk Allt hrært létt saman. Hellt í „pæform“ sem búið er að smyrja. Það er handhægt að nota olíuúða til að smyrja formið. Bakað í örbylgjuofni í 9 mínútur á styrk 6. (Ofninn minn er 850 w og fullur strykur er 9). Fljótlegt er að setja súkkulaðidropa (Odense) ofan á heita kökuna og strá síðan kókosmjöli ofan á bráðið súkkulaðið. Tilbúið á borðið. Eggjalaus súkkulaðiterta 2 bollar sykur 2 bollar súrmjólk Þeytt saman 3 ½ bolli hveit 2⁄3 bolli kakó 1 tsk salt 2 tsk matarsódi 150 g brætt smjörlíki Þessu öllu hrært létt saman Baka í 175 °C í 25 mín í 2 form- um. Krem til að setja á milli botna. 2 dl flórsykur 50 g smjörlíki 3 msk kakó 1 tappi vanilludropar rjómi eftir þörfum. Jákvætt viðmót „Við höfum alstaðar fengið já- kvætt viðmót og skilning,“ segir Sigríður. „Það hefur gengið vel að senda þau með nesti með sér þegar þeim er boðið í afmæli og eins hefur gengið vel að senda Sindra með vöfflurnar. Það skilja allir bæði for- eldrar barnanna í skólanum, kenn- arar, vinir og öll fjöskyldan að einn biti er ekki í lagi ef barnið er með ofnæmi. Það eiga allir hrós skilið fyrir að sýna þennan skilning.“ Bakar vöfflur í staðinn fyrir brauð  OFNÆMI Morgunblaðið/Árni Torfason Sigríður Aðalsteinsdóttir: Með börnum sínum, þeim Erlu Maríu og Sindra. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.