Morgunblaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 55
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2004 55 Fréttasíminn 904 1100 Í GREINUM mínum undan- farið tel ég mig hafa sýnt að enga brýna nauðsyn ber til að sam- þykkja fyrirliggjandi fjölmiðla- frumvarp á þessu þingi. Undir- búningi þess er áfátt og með því að gefa sér nægan tíma má hugs- anlega ná þverpólitískri sátt um vandaða rammalöggjöf, sem nái yfir fjölmiðlamarkaðinn í heild. Engin þörf er á að kynda nú meira heiftarbál en sést hefur síðan í þingrofinu 1931, og draga mun á eftir sér langa pólitíska vígaslóð. Hér gætu orðið skil milli þings og þjóðar þar sem naumur meirihluti þings gengi gegn vilja 70–80% þjóðarinnar eins og skoðanakannanir benda til í dag. Kannanir sýna líka að a.m.k. 70% þjóðarinnar telja mál- skotsrétt forseta virkan. Slík skil milli þings og þjóðar beinlínis æpa á að málskotsrétti sé beitt. Sé ekkert að gert blasir við dýpsta stjórnarfarskreppa lýð- veldisins hingað til, sbr. opnu Morgunblaðsins í gær og greinar Steingríms Hermannssonar og Birgis Guðmundssonar í Frétta- blaðinu. Hvaða lausnir eru til? Forsætisráðherra gæti brotið odd af oflæti sínu og dregið frum- varpið til baka á þeim forsendum, að með því að gefa því góðan tíma mætti bæta það og ná um það víðtækri sátt. Að öðrum kosti væri nóg að tveir stjórnarþingmenn skærust úr leik og neituðu að greiða frum- varpinu atkvæði. Þriðji kosturinn er að Ólafur Ragnar Grímsson skrifaði undir það grátandi eins og Árni Odds- son undir einveldisyfirlýsinguna forðum. Með því væri málskots- ákvæðið endanlega óvirkt og yrði afnumið með stjórnarskrárbreyt- ingu. Gæti forsetinn gengið til kosninga þannig með skottið á milli lappanna? Ef forsetinn neitar að staðfesta Gefum okkur að forsetinn neiti að staðfesta lögin, en forsætis- og dómsmálaráðherra viðurkenni ekki að 26. grein stjórnarskrár- innar sé virk og að forseti geti framkvæmt stjórnarathöfn án at- beina ráðherra. Þeir neiti að leggja málið undir þjóðarat- kvæði. Er þá hægt að birta lögin í Stjórnartíðindum? Geta lögin orðið virk án staðfestingar for- seta? Væntanlega mundu þeir, sem lögin bitna á, neita því og ann- aðhvort hunsa þau eða leita úr- skurðar dómstóla. Á meðan ríkti langt óvissuferli. Ef forsetinn neitar að stað- festa, og stjórnarherrarnir ákveða að telja ákvæðið virkt og undirbúa þjóðaratkvæði „svo fljótt sem kostur er“, blasir við að framundan eru forsetakosn- ingar, og sjálfgert að leggja frumvarpið til samþykktar eða synjunar þjóðarinnar jafnframt þeim. Hingað til hafa kosningar um sitjandi forseta þýtt dræma kosningaþátttöku, svo að jaðrað hefur við þjóðarskömm. Miðað við stöðu skoðanakannana í dag mætti gera ráð fyrir dúndrandi þátttöku, frumvarpið yrði kolfellt og Ólafur kosinn með sannfær- andi meirihluta. Ekki geðfellt þeim sem hamrað hafa á að nú hafi hann bara 40% atkvæða bak við sig. Hver yrði staða forsætis- ráðherra og ríkisstjórnarinnar þá? Yrði hann ekki að segja af sér í kjölfar slíks vantrausts? Segjum sem svo að fjölmiðla- lögin hlytu samþykki þjóðarinnar en jafnframt fengi Ólafur nýtt umboð til fjögurra ára. Hver væri staða forsetans þá? Ríkis- stjórn og fjárveitingavald alþing- is gætu þá sett honum stólinn fyrir dyrnar og hann sæti þá sem hornreka á Bessastöðum a.m.k. út valdatíma ríkisstjórnarinnar. Þingrof og nýjar kosningar Ein breytan enn væri sú, að for- sætisráðherra ryfi þing og boðaði til nýrra kosninga „svo fljótt sem kostur er“ eftir forsetakosningar og efndi jafnframt því til þjóð- aratkvæðagreiðslu um frumvarp- ið á þeim forsendum að þar ætti slík atkvæðagreiðsla betur heima en samhliða forsetakosningum, þar sem um pólitískt deilumál væri að ræða. Í þeim kosningum yrði allt lagt undir: Hlutur for- seta í stjórnskipaninni (þ.e. kenn- ing Hannesar Hólmsteins um að leggja embættið niður og fela það forseta þingsins), fjölmiðlafrum- varpið sjálft og umsvif Baugs og Bónusfeðga í viðskiptalífinu (og þá væntanlega umsvif annarra viðskiptablokka líka). Svo gæti viljað til að í miðri þeirri kosn- ingabaráttu kæmu niðurstöður rannsóknar ríkislögreglustjóra á meintu misferli Baugs. Slíkar kosningar gætu snúist upp í subbulegri leðjuslag en sést hef- ur hingað til á hinum pólitíska vettvangi hér á landi. Hleypið gufunni út Allt ber að sama brunni. Það yrði stigið mikið ógæfuspor með því að hleypa þessu frumvarpi í gegn. Forsætisráðherra er skyn- samur maður þegar skapsmun- irnir eru í jafnvægi. Ég skora á hann að slíðra sverðið í tæka tíð og taka frumvarpið til baka. Að öðrum kosti hlýtur að mega finna tvo, þrjá skynsama, velviljaða og sanngjarna menn í stjórnarlið- inu, sem taka það á sig að stöðva frumvarpið. Hleypið út gufunni áður en öryggisventillinn spring- ur. Eins og allt er í pottinn búið get ég ekki farið fram á það við forsetann að hann leysi málið með því að skrifa undir – þótt grátandi væri. Með það veganesti gæti hann ekki gengið til kosn- inga að nokkrum vikum liðnum. Með þessu hyggst ég láta lokið greinaskrifum um þessi mál, nema sérstök tilefni gefist til. Þegar leiðir þings og þjóðar skilur Höfundur er blaðamaður. Ólafur Hannibalsson SMS tónar og tákn FLESTUM okkar er í fersku minni þegar stjórnmálamenn voru í stjórnum bankaráða og í stjórnum hinna ýmsu fyrirtækja á Ís- landi. Með öðrum orðum stjórnmálalíf og viðskipti voru samofin. Bankar voru þá í eigu ríkisins sem og fjöldinn allur af fyrirtækjum. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar gjör- breytti þessari skipan og aðskildi stjórnmál frá viðskiptalífi. Bankar og fyr- irtæki hins opinbera voru einka- vædd og frelsi í viðskiptum inn- leitt á Íslandi. Í stað þess að stjórnmálmenn dreymdi um að verða bankastjórar einbeittu þeir sér að stjórnmálum. Árangurinn lét ekki á sér standa. Atvinnulífið hefur blómstrað og þó sérstaklega viðskiptalífið hér á landi svo eftir er tekið víða um lönd. Kaupmáttur launa hefur stórlega vaxið hin síðari ár. Fjölmiðlar, stund- um kallaðir fjórða valdið, hafa flutt landsmönnum eðilegar fréttir af gangi mála. Nú bregður svo við eftir þessa farsælu skipan mála, það er að segja aðskilnað stjórnmála og fjár- málalífs, að við- skiptajöfrar eru farnir að seilast inn á svið stjórnmála. Baugsveldið hefur gert afar góða hluti með því að lækka verð til neytenda hér á landi. Fyrir það á að þakka. Sem viðskiptablokk hefur Baug- ur staðið sig afburða vel – þangað til að Baugur fer að kaupa upp fjölmiðla. Baugur er markaðs- ráðandi fyrirtæki á dagvörumark- aði hér á landi, sem slíkt hefur Baugur mikil áhrif á daglegt líf landsmanna. Til þess að lýðræði sé virkt á Íslandi mega markaðs- ráðandi aðilar ekki vera ráðandi yfir fjölmiðlum. Viðskiptalífið á að vera aðskilið frá stjórnmálum eins og rík- isstjórn Davíðs Oddssonar aðskildi stjórnmál frá viðskiptalífinu. Stjórnmálin út úr viðskiptum, viðskiptin inn í stjórnmálin? Hilmar Viggósson skrifar um stjórnmál og viðskipti ’Til þess að lýðræði sévirkt á Íslandi mega markaðsráðandi aðilar ekki vera ráðandi yfir fjölmiðlum.‘ Hilmar Viggósson Höfundur er fv. bankaútibússtjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.