Morgunblaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 30
LANDIÐ 30 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Fagridalur | Tekin var nýlega fyrsta skóflustungan að nýrri sundlaug við íþróttahúsið í Vík í Mýrdal. Börn úr leikskólanum sáu um verk- ið og var það gert af miklum krafti. Að sögn Bryndísar Harð- ardóttur, formanns bygging- arnefndar sundlaugar, verður laug- in átta metrar á breidd og sextán metra löng en hún er hönnuð af AL- ARK arkitektastofu. Hún verður uppsteypt með plastdúk frá Segla- gerðinni Ægi og við laugina verða heitur pottur og vaðlaug. Ekki er ennþá ljóst hvenær sundlaugin verður opnuð en búið er að ráða starfsfólk frá byrjun júlí í sumar. Kostnaðaráætlun er á bilinu 17 til 20 milljónir og það er bygging- arfélagið Klakkur í Vík sem sér um alla steypuvinnu. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Skóflustungur með tilþrifum Hólmavík | Það er ekki í frásögur færandi þó að skólastjóri Grunn- skólans á Hólmavík hringi skóla- bjöllunni. Síðastliðinn þriðjudag var tilefnið sérstakt þar sem hann ákvað að „hringja út“ Sólveigu Hall- dórsdóttur, sem var að ljúka sjúkra- liðanámi í fjarnámi. Sólveig hóf sjúkraliðanám í ár- daga fjarmenntunar og hefur tekið öll sín próf innan veggja Grunnskól- ans. „Ég byrjaði 1994 og tók lítið í einu til að byrja með, en ég hef alltaf tekið einhver fög og aldrei hætt í neinum áfanga,“ sagði Sólveig. Námið hefur Sólveig stundað gegnum Verkmenntaskólann á Ak- ureyri og er afar ánægð með þetta fyrirkomulag. Hún segir kennsluna afar góða, þrátt fyrir að hafa aldrei hitt kennarana, en samskiptin fara að mestu fram gegnum tölvupóst. Kennararnir líkt og nemendurnir eru staddir víða um land og eru fljótir að bregðast við ef nemendur þurfa frekari útskýringar á náms- efninu. Að líkindum er Sólveig fyrsti nemandinn á Hólmavík sem stundar framhaldsnám sitt alfarið með fjar- námi, en a.m.k. tveir kennarar hafa lokið háskólanámi, kennara- eða kennsluréttindanámi í fjarnámi og fleiri eru væntanlegir á næstu miss- erum. Sólveig segir að launin hækki töluvert að náminu loknu, auk þess sem það veiti starfsréttindi og vinnuöryggi. Þá má ætla að nám sem gerir fólki kleift að afla sér fagþekkingar án þess að flytjast burt af svæðinu komi fyrirtækjum og stofnunum til góða. Svo dæmi sé tekið starfa þrír sjúkraliðar við Heilbrigðisstofn- unina í dag, og meirihluti starfs- fólks er því ófagmenntaður. Þegar Sólveig hóf námið hafði hún aðeins grunnskólapróf og við- urkennir hún að það þurfi töluverð- an sjálfsaga til að stunda þetta nám, enda sé algengara að þeir sem byrja á byrjunarreit í fjarnáminu heltist úr lestinni. Hún hefur alltaf unnið með náminu, var við hótelrekstur og hefur unnið við Heilbrigðisstofn- unina á Hólmavík síðastliðin fimm ár. „Vetrarfrín hafa farið í lestur og ég hef tekið þau í desember og maí,“ sagði Sólveig og bætti því við að hún vissi eiginlega ekki alveg hvað hún ætti að gera þegar þetta væri að baki. Náminu er þó ekki al- veg lokið, því í júlí og ágúst mun hún taka sér launalaust leyfi og halda suður á bóginn í starfsnám á Reykjalundi. „Ég var svo heppin að komast í starfsnám á Reykjalundi, það var al- gjör gullmoli,“ sagði Sólveig að lok- um. Lýkur námi án þess að hitta kennarana Morgunblaðið/Kristín Sigurrós Fjarnám: Sólveig Halldórsdóttir, rétt áður en hún skilaði síðasta prófinu í sjúkraliðanáminu. Dalvík | Það var mikið um dýrðir á Dalvík þegar Sparisjóður Svarfdæla hélt upp á 120 ára afmæli sitt nýlega. Sjóðurinn er einn elsti starfandi sparisjóður landsins, stofnaður í Svarfaðardal í maí 1884 og hét þá reyndar Sparisjóður Svarfdælinga. Fyrsti „gjaldkeri“ sjóðsins eins og það hét þá var Jóhann Jónsson á Ytra-Hvarfi. Núverandi sparisjóðs- stjóri er Friðrik Friðriksson. Heiðursgestur hátíðahaldanna var forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson. Hann var einn frummælenda á málþingi í Dalvíkurskóla um stöðu sparisjóðanna á Íslandi. Þá flutti for- setinn einnig ávarp í fjölmennu kaffi- samsæti sem bæjarbúum var boðið til í Víkurröst. Nemendur Tónlistar- skólans spiluðu á hljóðfæri og barna- kórinn Góðir hálsar söng. Hápunkt- ur hátíðarhaldanna var svo hátíðartónleikar í Dalvíkurkirkju. Þar komu fram hinir svarfdælskætt- uðu frændur Vovka Stefán Asken- azy, píanóleikari og Ólafur Kjartan Sigurðarson, óperusöngvari. Báðir eru afkomendur Jóhanns, fyrsta sparisjóðsstjórans. Á efnisskrá þeirra var meðal ann- ars frumflutningur á verkum eftir Jóhann Tryggvason frá Ytra-Hvarfi, afa Vovka Stefáns, auk laga eftir bræður Jóhanns, þá Ólaf og Jakob Tryggvasyni, sem og erlend og inn- lend sönglög. Í kaffisamsætinu í Víkurröst af- henti Friðrik Friðriksson sparisjóðs- stóri þremur aðilum gjafir að and- virði um 3,5 milljónir króna. Hríseyingar fengu endurlífgunar- tæki, Heilsugæslustöðin á Dalvík fékk rannsóknartæki og Dalvíkur- kirkja gler í nýja glugga o. fl. Ljósmynd/Guðmundur Ingi Margt var um manninn á afmælishátíðinni og heiðursgestur var forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson. Mikið um dýrðir á 120 ára afmæli Sparisjóðs Svarfdæla Borgarfjörður | Veiði í ám og vötn- um á Íslandi er nú stunduð af fjölda fólks, bæði Íslendingum og erlend- um gestum. Mikilvægt er að fólk upplifi veiðina og umhverfi veiði- staðarins sem hluta af héraðinu og finni að íbúar þess hafi forystu um varðveislu þessarar auðlindar. Námskeið í leiðsögn við veiðiár verður haldið í Veiðihúsinu við Grímsá (Fossási) dagana 21.–22. maí nk. Það er Endurmenntun Landbún- aðarháskólans á Hvanneyri sem gengst fyrir þessu nýja námskeiði í samvinnu við Veiðifélag Borg- arfjarðar. Markmiðið með nám- skeiðinu er að þjálfa fólk í leiðsögn við veiðiár, m.a. með því að auka þekkingu þeirra á þáttum sem snúa að veiði og veiðiám, umhverfi veiði- ánna og þjónustu sem hægt er að veita veiðimönnum. Þar verður byggt ofan á þekkingu sem fyrir er. Meðal annars efnis sem tekið verð- ur fyrir eru veiðifélög og starfsemi þeirra, ræktun áa og fiska og um- hverfi ánna s.s. veiðistaðir og lands- lag. Einnig verður fjallað um veiði- tæki, listina að veiða, þekkingu á flugum, fluguhnýtingu, að kasta í fluguveiði, meðferð afla og veiði- dagbók o.sv.frv. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru frá Landbún- aðarháskólanum, Landssambandi veiðifélaga, Veiðimálastofnun o.fl. Þjálfun í leiðsögn við borgfirskar veiðiár Morgunblaðið/Davíð Pétursson Stjórnarformaður MasterCard, Baldomero Falcones, ásamt leið- sögumanni við veiðar í Kjarrá. Hveragerði | 17 nemendur á fyrsta ári í umhverfisskipulagi Landbún- aðarháskólans á Hvanneyri hafa ver- ið síðustu daga í sérstöku verknámi í Garðyrkjuskólanum að Reykjum. Þeir störfuðu í þemagörðum skólans undir leiðsögn Baldurs Gunnlaugs- sonar, garðyrkjustjóra útisvæða, og starfsmönnum hans. Starfsnámið er alls 5 vikur þar af 2 vikur hjá skrúð- garðyrkjumeisturum. Fyrsta vikan byrjaði á Hvanneyri og þar voru landmælingar aðalatriðið. Í Garðyrkjuskólanum unnu nem- endurnir að mælingum og hellulögn- um ásamt fleiru í svokölluðum „gráum“ hluta starfsnámsins. Í ágúst koma þeir svo aftur og fást við gróður og umhirðu í „græna“ hlut- anum. Hvanneyringar í verknámi í Garðyrkjuskólanum Mývatnssveit | Söngfélagið Sálubót úr Þingeyjarsveit yljaði Mývetn- ingum um hjartarætur með ljúfum en jafnframt frísklegum söng í Skjólbrekku. Það var norðangarður í Norðursýslu dagana í kringum tón- leikana og ekki í nokkrum takti við tíðina í vetur og vor. Farfuglarnir, sem voru flestir nýkomnir, norpuðu daprir og hljóðir í skafrennings- kalsaveðri. En í Skjólbrekku var fjölmenni og hin besta skemmtun. Kórinn var að kynna nýjan geisla- disk. Á efnisskránni voru 20 lög víðs- vegar að. Stjórnandinn er Jaan Ala- vere og einsöngvarar þau Dagný Pétursdóttir og Karl Ingólfsson. Undirtektir áheyrenda voru frábær- ar enda flutti kórinn fjölmörg auka- númer. Segja má að kórinn hafi hrif- ið áheyrendur sem risu úr sætum allir sem einn í lokin og þökkuðu fyr- ir ánægjulega heimsókn sem sann- arlega var kærkomin „sálubót fyrir þig og mig,“ eins og segir í texta kynningarlags kórsins.. Morgunblaðið/BFH Sálubót í norðangarra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.