Morgunblaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 80
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Gjafadagar 13. - 23. maí Opið til 18.00 í dag „ÉG viðurkenni það fúslega að mér var heitt í hamsi, ég tók djúpt í árinni og notaði stór orð,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, við Morgun- blaðið, aðspurður um ummælin sem hann lét falla um Davíð Oddsson forsætisráðherra í um- ræðum á Alþingi í gær um fjöl- miðlafrumvarpið. Óskaði eftir ráðherra Þar kallaði Steingrímur for- sætisráðherra „gungu og druslu“, eftir að að hafa ítrekað óskað eftir því við forseta Alþing- is að forsætisráðherra kæmi í þingsal og svaraði spurningum sem tengdust frumvarpinu. Fékk hann þau svör hjá forseta Alþing- is að ráðherrann kæmist ekki á þingfund. „Ég hlýt að líta svo á, herra forseti, af því að hæstvirtur forsætisráðherra getur ekki haft nein lögmæt forföll – bráðfrískur maðurinn á vappi hérna kringum salinn áðan – hann getur ekki haft nein önnur forföll, nein lög- mæt forföll. Ég hlýt að líta svo á að hann þori ekki að koma hér og eiga orðastað við mig. Ég hlýt að líta svo, og það skal þá standa, að Davíð Oddsson sé slík gunga og drusla að hann þori ekki að koma hér og eiga orða- stað við mig,“ sagði Steingrímur og í kjölfarið bað forseti Alþingis þingmenn að gæta orða sinna. Steingrímur sagðist við Morg- unblaðið hafa haft ástæðu fyrir þessum orðum. „Sumum finnst þetta sjálfsagt vera óþarflega stór orð en ég hafði þær ástæður að mér var verulega misboðið. Ég tel að mér og þinginu hafi verið sýnd lítilsvirðing þegar for- sætisráðherra hundsaði algjör- lega ítrekaðar og rökstuddar óskir um að hann kæmi og svar- aði fyrir um mál sem hann ber hér fram. Ég tel að það sé brot á þeim hefðum sem hafa ríkt um þessi samskipti, þ.e. að þingmenn eigi rétt á því að fá ráðherra til rökræðna og eftir atvikum til þess að leggja fyrir þá spurning- ar,“ sagði Steingrímur. „Ég tók djúpt í árinni og notaði stór orð“  Kallaði Davíð/10 VEGNA hækkunar olíuverðs að undanförnu kann að fara svo að Flugleiðir leggi sérstakt eldsneyt- isgjald á farmiða félagsins. Þetta kom fram hjá Sigurði Helgasyni, forstjóra félagsins, á kynningar- fundi vegna afkomu fyrsta árs- fjórðungs sem haldinn var í gær, og þar sagði hann ennfremur að fé- lagið hefði litlar varnir gegn hækk- un eldsneytisverðs. Sigurður sagði að einhver erlend flugfélög væru þegar farin að leggja sérstakt elds- neytisgjald á farmiðana. Bætt afkoma Afkoma Flugleiða batnaði mikið milli ára og hefur ekki verið betri á fyrsta ársfjórðungi í fimm ár. Á fyrsta fjórðungi ársins er félagið jafnan rekið með tapi, en tap þess dróst saman um 452 milljónir króna milli ára og nam 893 millj- ónum króna. Farþegum hefur fjölgað mikið milli ára og sætanýting aukist, sem vegur upp lækkun meðalfargjalds. Elds- neytis- gjald á farmiða?  Tap/14 ÞÓNOKKUR hópur erlendra ferðamanna kemur sérstaklega til landsins til þess að skoða verk bandaríska listamannsins Rich- ard Serra í Viðey, Áfanga. Að mati Ragnars Sigurjónssonar, ráðsmanns í Viðey, koma hingað um það bil fjörutíu til fimmtíu er- lendir ferðamenn í þessum erindum á ári hverju. Pétur Arason listaverkasafnari seg- ir að það megi fullyrða að flugvélarfarmur af erlendum ferðamönnum hafi komið til að skoða verkið síðan það var vígt árið 1990. „Einkum eru þetta Ameríkanar sem koma en ég man til dæmis eftir því að fyrir nokkr- um árum bauð bandarískur auðjöfur allri stjórn Museum of Modern Art (MoMA) í New York hingað að skoða verkið. Að margra mati er þetta eitt besta verk Serra.“ Ragnar segir að áhugi Íslendinga sé allt- af að aukast á verkinu en fleiri mættu þó koma og skoða það. Áfangar Serra draga að er- lenda ferðamenn  Steinsúlur/Lesbók Morgunblaðið/Þorkell ónir til fiskræktar, Stangaveiðifélag Reykjavíkur 33,2 milljónir, Sporður ehf. 32.915 milljónir og 1.200 milljónir til fiskræktar, Tinna sf. 32,5 milljónir, Brynjólfur Markússon 32 milljónir og 400 þúsund til fiskræktar, Svarti- stokkur ehf. 31,2 milljónir, Strengur ehf. 28.165 milljónir og Sportmenn Ís- lands 27.710 milljónir og 401 þúsund til fiskræktar. Bændur leggjast nú undir feld og ráða ráðum sínum, en áður hafði for- maður Veiðifélags Grímsár, Þor- steinn Þorsteinsson, greint frá því að þá aðeins myndu bændur taka tilboði í ána að þeir fengju verulegan ávinn- ing umfram það sem ríkjandi fyrir- komulag við veiðileyfasölu hefur skil- að þeim. Það vakti mikla athygli þegar ákveðið var að setja Borgarfjarðar- árnar Grímsá og Norðurá í útboð, ekki síst vegna þess að verðhækkanir á veiðileyfamarkaðinum hafa hin seinni misseri verið langt umfram verðbólgu í landinu. FYRIRTÆKIÐ Hreggnasi ehf. var með hæsta tilboð í laxveiðina í Grímsá er tilboð voru opnuð í gærdag. Alls hljóðaði tilboðið upp á 38,5 milljónir á ári auk tveggja milljóna króna til fisk- ræktar. Alls bárust ellefu tilboð í ána. Færi ehf. var með næsthæsta boð, 38.110 milljónir og 850 þúsund til fisk- ræktar og í þriðja sæti var Lax-á ehf. með boð upp á 36.020 milljónir auk 750 þúsund króna til fiskræktar. Síð- an komu tilboðin hvert af öðru, Raflax ehf. með 34.703 milljónir og 1,2 millj- 38,5 milljónir í Grímsá FULLTRÚI Íslands í Söngva- keppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Tyrklandi í kvöld, Jónsi, er tilbú- inn í slaginn. Hann er hér á sviðinu í Istanbúl á sinni lokaæfingu í gær, sem þótti takast mjög vel. Að æf- ingu lokinni sagði Jónsi, Jón Jósep Snæbjörnsson, við blaðamann Morgunblaðsins á vettvangi að sér liði mjög vel. „Æfingin fór nokk- urn veginn eins og ég ætlaði mér að láta hana fara.“ Jónsi tilbúinn Morgunblaðið/Sverrir  Söngvakeppnin/56,73–74 „LISTAHÁTÍÐ er að verða að sígildum þætti í ís- lensku listalífi. Hins vegar má hún aldrei verða sígild í þeim skilningi að hún sé fyrirsjáanleg og stöðnuð. Þvert á móti verður hún ávallt að vera hólmganga við tilfinningar okkar og storka hinu viðtekna sam- hliða því að kitla fegurðarskyn okkar og leyfa okkur að njóta þess sem staðist hefur tímans tönn,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra á setningarhátíð Listahátíðar 2004 sem fór fram í Listasafni Íslands í gær að viðstöddu fjöl- menni. Þórunn Sigurðardóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar, sagði í setningarræðu sinni: „Tímarnir sem við lifum eru ótryggir og listin speglar þann veruleika. Listamenn Listahátíðar koma margir um langan veg og eiga brýnt erindi og íslensku lista- mennirnir ekki síður. Við erum hluti af þessum heimi, hann færist æ nær okkur. Listamenn Listahá- tíðar eru bæði ungir og djarfir, reyndir og virtir. Og erindi þeirra er skýrt, þeir freista þess að segja okk- ur hver á sinn hátt hver við erum, hvar við erum og hvert við stefnum.“ Sýningin Í nærmynd var síðan opnuð af Ólafi Kvaran safnstjóra. „Allir listamennirnir á sýning- unni fjalla um mikilvægar og áleitnar spurningar sem varða tengslin milli listar og veruleika og mætti kalla fagurfræði hversdagsins,“ sagði Ólafur. „Verk- in vísa til, umbreyta eða sviðsetja upp á nýtt þann veruleika sem birtist í hlutum og táknum samfélags- ins eða í listasögunni.“ Morgunblaðið/ÞÖK Gestir á opnun Listahátíðar fylgjast með frumsýningu á verki Íslenska dansflokksins eftir Katrínu Hall. Listahátíð kitlar fegurðarskynið „LISTAMAÐURINN vill taka utan um áhorfandann og verk hans eru þeirra sam- eiginleg ákvörðun. Ég klára aldrei verk nema að hugsa um hvað áhorfandanum finnist,“ segir listarmað- urinn Jeff Koons en hann er á landinu vegna opnun- ar sýningarinnar Í nær- mynd, í Listasafni Íslands. Koons, sem er meðal kunnustu myndlistar- manna samtímans, á verk á sýningunni, þar á meðal postulínsstyttu af Michael Jackson. Jeff Koons öðlaðist heimsfrægð fyrir hjónaband þeirra Cicciol- inu, sem er klámmyndaleikkona og fyrrver- andi þingmaður á Ítalíu. Þau eignuðust saman son, sem Koons fékk forræði yfir. Syninum var rænt af heimili feðganna í New York árið 1994 og fluttur til móður sinnar á Ítalíu. Þeir hafa ekki sést síðan. „Það var mjög átakanlegt,“ segir Koons. „Það eina sem ég hafði að halla mér að eftir þetta var myndlistin. Ég reyndi að búa til listaverk sem væru þess eðlis að sonur minn gæti komið til baka, séð þau og sagt „Vá, pabbi hætti aldrei að hugsa til mín.“ Vill taka utan um áhorfandann Jeff Koons  Þú ert fullkominn/38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.