Morgunblaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 44
LISTIR 44 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ TALSVERÐ eftirvænting hefur einkennt bið undirritaðs eftir frum- sýningunni á Don Kíkóta. Bæði er nú það að frumsýningar hafa verið óvenju fáar á stóra sviði Borgarleik- hússins, starfsemi Leikfélags Reykjavíkur í hálfgerðri spennitreyju sakir fjárskorts og hver uppfærsla þeim mun meiri viðburður. Þá hefur ráðstöfun titilhlutverksins ekki dreg- ið úr spennunni, svo óvænt sem hún var. Síðasta vor skrifaði ég grein um Shakespearesýningar í Borgarleik- húsinu á vef Bandalags íslenskra leik- félaga, Leiklist.is, og hafði þar uppi stór en verðskulduð orð um frammi- stöðu Halldóru Geirharðsdóttur í Sumarævintýri, og lét fylgja nokkurs konar óskalista um hlutverk fyrir hana til að fylgja eftir sigrinum. Sum þeirra voru karlhlutverk, og nú er hún mætt í hlutverki karlfausks sem hefur gert hugsjónir karlmennskunn- ar í sinni hreinustu mynd að lögmáli lífs síns. Saga Cervantesar af bókaorminum sem heldur að hann sé farandriddari er margræð og efnisrík, og í hverri leikgerð slíkrar sögu felst bæði túlk- un og val. Aldrei er hægt að halda öllu til haga. Hvað á að sýna og hvernig? Kannski er okkar nánasta samtíð ekki besti vettvangurinn til að skapa samúð með mönnum sem ganga á hólm við raunveruleikann með fast- mótaðar ranghugmyndir og sannfær- ingu um að þeirra sé réttlætið að vopni. Kannski er of stutt í hugsunina um hvað hefði orðið um munkana og vindmylluna (og þá vesalings malar- ann) ef riddarinn sjónumhryggi hefði búið yfir eyðileggingarafli þess manns sem nú um stundir er hvað frægastur fyrir hvað heimsmynd hans er snertipunktalaus við heiminn. Kannski er það meðal annars þess vegna sem erfitt er að lifa sig inn í söguna í sýningu Leikfélags Reykja- víkur að þessu sinni. Samt er alveg ljóst að höfundar sýningarinnar eru einarðlega á bandi söguhetjunnar, taka hana á orðinu þegar hún lýsir yf- ir stríði gegn ranglæti. Þó hafa þeir vafalaust, eins og flestir, efasemdir um önnur stríð sem nýlega hefur ver- ið lýst yfir gegn einberum hugtökum. Önnur ástæða þess að sýningin hef- ur ekki sterkari áhrif en raun ber vitni er sú leið sem farin er, að gera alla þá sem á vegi þeirra Kíkóta og Sansjó Pansa verða eins afkáralega og kostur er. Kunnugleg stílbrögð leikstjórans, sem oft skila eftirtekt- arverðum áhrifum, vinna hér gegn inntaki verksins. Þetta á jafnt við um heimilisfólk og vini riddarans og fólk sem þeir hitta á ferðum sínum. Stund- um tekst að skapa með þessu fyndni, en það verður óneitanlega á kostnað þess að skapa spennu milli raunveru- leikans og hugsýnar riddarans. Ég er ekki að biðja um raunsæi, aðeins um innlifun og íróníulausa afstöðu leik- aranna til persóna sinna. Eina skýra dæmið um slíkt er Dúlsínea Hönnu Maríu Karlsdóttur, sem þó er skop- færð mjög. Atriðið þar sem Kíkóti biður hana forláts á framkomu sinni við hana verður fyrir vikið eitt falleg- asta atriði sýningarinnar. Það er líka eitt það fyndnasta, sem er ekki þver- stæða eins og Cervantes hefði verið fullkunnugt um. Gagnrýnilaus afstaða sýningarinn- ar til aðalpersónunnar gerir hana trú- lega minna áhugaverða en ella hefði orðið. Engu að síður er það túlkun hennar sem er það eftirtektarverð- asta við sýninguna. Halldóra Geir- harðsdóttir leysir þetta verkefni með stökum glæsibrag. Það sem kemur dálítið á óvart er hvað kynferði henn- ar (eða persónunnar) skiptir gersam- lega engu máli í upplifun áhorfand- ans. Afrek hennar er ekki hve vel henni tekst að leika karlmann, heldur hve sönn, áreynslulaus og falleg inn- lifun hennar í þessa tilteknu persónu er. Halldóra er algerlega trú Kíkóta, sýnir okkur hve kostulegur hann er í villu sinni, hve sterkur í sannfæringu sinni og hlýr í hugsjón sinni. Afstaða sýningarinnar takmarkar svigrúm Halldóru til að sýna fleiri fleti á per- sónunni, og leikgerðin gerir henni erfitt fyrir með að sýna þróun hennar. Fyrr en í lokin þegar riddarinn er loksins tilbúinn að draga lærdóma af ferð sinni. Lokaatriðið er sterkt eftir ansi hæggengan og gloppóttan síðari hlutann. Bergur Þór Ingólfsson er líka magnaður Sansjó Pansa, þótt ólögu- leg gerviístran þvældist fyrir honum (eða allavega mér). Bergur hefur marga sömu eiginleika og Halldóra. Fallega nærveru, innlifun og ótæm- andi möguleika á að koma áhorfend- um á óvart með smæstu athöfnum eða áherslum, sem alltaf eru samt sannar. Samleikur þeirra er það besta við sýninguna. Aðrir leikarar hafa úr litlu að moða og skrípaleiðin takmarkar enn mögu- leika þeirra. Eddu Björgu Eyjólfs- dóttur varð ekki mikið úr Antoníu systurdóttur riddarans og gerði dæmigerða glyðru úr þjónustustúlku á krá. Björn Ingi Hilmarsson tekur sig vel út í prestsgervi, en að gera kráareigandann að dæmigerðum sviðshomma er ekkert nema banalt. Guðmundur Ólafsson nær heldur ekki að draga rakarann upp úr klisju- feninu, og það sama má segja um ráðskonu Jóhönnu Vigdísar Arnar- dóttur og hertoga Theodórs Júl- íussonar. Halldór Gylfason gerir hinn sprenglærða vonbiðil Samson að fal- legum manni, en þarf að gæta að framsögninni í þessu erfiða rými. Leikmynd Grétars Reynissonar ber höfundareinkenni hans og virkar vel í stemmningsríkri lýsingu Lárus- ar Björnssonar. Þó fannst mér stað- setning hins annars fallega vind- mylluatriðis draga úr áhrifum þess. Búningar Stefaníu Adólfsdóttur á að- alpersónurnar eru flottir, en aðrir hafa á sér yfirbragð samtínings. Sýning Leikfélags Reykjavíkur á Don Kíkóta er áhugaverð en ekki hrífandi, áferðarfalleg en ekki sterk, og afgerandi afstaða aðstandendanna rýrir áhrifamátt sögunnar. Fram- ganga aðalleikaranna gerir hana þó að viðburði sem vel er þess virði að sjá. Bókvit og asnar LEIKLIST Leikfélag Reykjavíkur Sýning byggð á leikgerð Michaíls Búlgakovs á sögu Cervantesar, þýðing: Jón Hallur Stefánsson. Leikstjóri: Guðjón Pedersen, leikmynd: Grétar Reynisson, búningar: Stefanía Adolfsdóttir, lýsing: Lárus Björnsson, leikgervi: Sóley Björt Guðmundsdóttir, hljóð: Ólafur Thorodd- sen. Leikendur: Bergur Þór Ingólfsson, Björn Ingi Hilmarsson, Edda Björg Eyj- ólfsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Halldór Gylfason, Halldóra Geirharðsdóttir, Hanna María Karlsdóttir, Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Theodór Júlíusson. Borg- arleikhúsið 13. maí. DON KÍKÓTI Þorgeir Tryggvason Morgunblaðið/Jim Smart „Framganga aðalleikaranna gerir hana þó að viðburði sem vel er þess virði að sjá,“ segir m.a. í umsögninni.F ramfarir eru nú ekki beint að sliga keppn- ina,“ sagði ágætur fé- lagi minn um Evró- visjónkeppnina eftir að hafa horft á undanúrslit á mið- vikudag. Það er mikið til í þessum orðum. Lengi hefur verið til á heimili foreldra minna upptaka af Evr- óvisjónkeppninni 1987 þegar Írinn Johnny Logan bar sigur úr býtum með laginu Hold me now. Ein- hverra hluta vegna hefur aldrei verið tekið yfir þessa keppni, enda hin mesta skemmtun. Framlag Ís- lendinga þetta ár var lagið Hægt og hljótt eftir Valgeir Guð- jónsson í flutningi ungr- ar söngkonu, Höllu Mar- grétar. Þrátt fyrir að ná ekki ofar en í þriðja sæti varð ítalska lagið Gente di Mare með Umberto Tozzi geysi- vinsælt í kjölfar keppninnar. Þá slógu í gegn þetta árið hinir við- kunnalegu Ísraelar Datner & Kushnir sem fluttu lagið Shir Habatlanim, eða „Hubba Hulle“ og höfnuðu í áttunda sæti. Spólan með ’87 keppninni fannst að mig minnir nokkrum ár- um eftir keppnina. Strax þá var hún orðin asnaleg áhorfs. Búning- arnir, hárið, lögin, sviðsframkom- an…allt til þess fallið að skemmta sér yfir því og hlæja þar til maga- verkirnir eru orðnir óbærilegir. Nú er árið 2004 en Evró- visjónkeppnin virðist standa í stað. Sami gamli lummulegi stíll- inn á þessu öllu. Svo yndislega hallærisleg er þessi keppni í heild sinni að unun er að fylgjast með. Þegar nútíma Evróvisjón er borin saman við Evróvisjón frá 1987 sést vel hversu hallærisyf- irbragðið hefur haldist. Þegar ég horfði á ’87 keppnina t.d. árið 1997 þá hélt ég að það sem ég sá á skjánum hefði virkilega þótt töff áratugi fyrr. Loks hefur mér skil- ist að Evróvisjónkeppnin er tíma- laus. Evróvisjón hefur aldrei verið í tísku. Einhverjar breytingar hafa orð- ið á keppninni á undanförnum ár- um. Sú jákvæða breyting var gerð árið 1998, ef ég man rétt, að dóm- nefndir voru lagðar niður og þess í stað tekin upp símakosning. Nýja kosningakerfið er auðvitað betur til þess fallið að skapa stemmn- ingu því fólkinu sem horfir á finnst það hafa eitthvað um úrslitin að segja. Dómnefndirnar gömlu voru alveg eins líklegar til að velja lög sem fólki skyldi bara gjöra svo vel og líka við. Oft hrútleiðinleg lög sem valin voru meira vegna list- ræns gildis en skemmtanagildis. Ekki það sem pöpullinn vildi hlusta á, heldur það sem dóm- nefndunum fannst að hann ætti að vilja hlusta á. Lög sem hann hefði gott af að hlusta á. Dómnefndirnar í Evróvisjón voru eiginlega nokkurs konar alls- herjarnefndir. Nefndunum var falið að meta lögin og ákveða hver þeirra komust áfram í keppninni og hver ekki. Allsherjarnefnd Al- þingis Íslendinga hefur einmitt staðið í því undanfarið að meta lög. Nefndin hefur staðið í ströngu við að leggja mat á það hvort lög um fjölmiðla eigi að komast áfram í gegnum þingið. Mat meirihlutans var það að málinu skyldi troðið í gegn sem fyrst, áður en fólki gæf- ist ráðrúm til að átta sig á ann- mörkum laganna. Í Evróvisjón dómnefndunum var enginn meiri- hluti og minnihluti. Hver nefnd varð að senda frá sér eindóma álit á því hvaða lög ættu að fá tólf stig, hver ættu á fá eitt stig og hver ekkert. Hjá allsherjarnefnd ríkir ekki sami einhugurinn. Þar skilar hvor hluti nefndarinnar sínu áliti á fjöl- miðlalögum. Meirihluti skilaði fyrst og svo minnihluti, þar sem minnihluti vissi ekki um breyting- artillögur meirihluta fyrr en á síð- ustu stundu að því er virðist. Nefndarafgreiðsla á fjölmiðla- frumvarpi, sem óþarft er að tíunda frekar, er öll hin undarlegasta. Leynimakkið í kringum hana er eiginlega miklu hallærislegra en Evróvisjón. Hins vegar efast ég ekkert um að makkið er tímalaust eins og Evróvisjónkeppnin. Þetta er ábyggilega ekki eitthvað sem þingmenn nútímans fundu upp, heldur hafa þeir lært það af fyr- irrennurum sínum. Þrátt fyrir litlar framfarir Evr- óvisjónkeppninnar í gegnum árin hefur einu fleygt fram: lýðræð- islegum vinnubrögðum. Fólkið fær að kjósa sér lög. Leynimakk dularfullra allsherj- ardómnefnda líðst ekki lengur í Evróvisjón. Fólkinu í þátt- tökulöndunum, áhorfendunum sjálfum, er ætlað raunverulegt hlutverk í ákvörðunum um hvaða lög komast áfram í keppninni og hver ekki. Áhorfendum á íslensk stjórnmál er ekki ætlað hlutverk. Pöpullinn getur bara gjört sér að góðu þau lög sem Alþingi setur þeim. Fólk- inu á að líka við þau lög sem alls- herjarnefndinni eru þóknanleg. Enda skilur meirihluti nefnd- arinnar ekkert í öllu fárinu. Virðist ekki skilja að pöpullinn vilji fá að gera athugasemdir við fjölmiðla- lögin og hugsanlega fá einhverju um það ráðið hvort hann þarf að beygja sig undir þau eða ekki. Minni mitt nær ekki svo langt aftur að ég geti borið það saman hversu hallærislegar starfs- aðferðir nefnda Alþingis voru árið 1987 miðað við hvernig þær eru núna. En vegna þess hve oft ég hef horft á þessa myndbandsupptöku af Evróvisjónkeppninni frá því ári á ég auðvelt með að bera hana saman við keppnina í ár. Alltaf skal þessi keppni vera jafnhallær- isleg og alltaf jafnskemmtileg. Hins vegar er ekkert skemmti- legt við það þegar alþingismenn setja sig í sæti allsherjardómara sem vita hvað þjóðinni er fyrir bestu. Á meðan þjóðin starir á sjónvarpsskjáinn og fylgist með umræðum, eða einræðum, um fjöl- miðlalögin á Alþingi og hugsar un point hrópa hróðugir stjórn- arþingmenn allir nema einn douze points! Evróvisjón framar Alþingi Þrátt fyrir litlar framfarir Evróvisjón- keppninnar í gegnum árin hefur einu fleygt fram: lýðræðislegum vinnubrögð- um. Fólkið fær að kjósa sér lög. VIÐHORF Eftir Eyrúnu Magnúsdóttur eyrun@mbl.is ÚTSKRIFTARSÝNING nemenda Listaháskóla Íslands verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, kl. 14 í dag, laugardag. Þar verða til sýnis verk nemenda úr myndlistar- deild og hönnunar- og arkitektúr- deild. Áður en sýningin verður form- lega opnuð verður tískusýning fyrstu útskriftarnemenda úr fata- og text- ílhönnun kl. 13.30. Af því tilefni kem- ur hingað hópur fólks frá London, París og New York, sérstaklega í þeim tilgangi að sjá tískusýninguna. Þetta eru aðallega blaðamenn og ljós- myndarar frá ýmsum tímaritum og blöðum eins og Herald Tribune, Numero, Flash Art, Sunday Times Magazine, Purple og fleiri. Einnig kemur áhrifafólk í tískuheiminum eins og Marc Ascoli sem er ráðgjafi og stílisti hjá stórum tískuhúsum og Martine Sitbon sem er mjög virtur hönnuður í París. Þessir gestir verða viðstaddir opnun á Útskriftarsýningu Listaháskólans. Verk nemenda á sýn- ingunni eru afrakstur þriggja ára náms við Listaháskólann þar sem markmiðið hefur verið að skapa nem- endum aðstöðu til að mennta sig sem listamenn og gera þá reiðubúna til að takast á við víðtæk viðfangsefni á skapandi og gagnrýninn hátt með for- vitni, áræðni og framsækni að leið- arljósi. Boðið er upp á leiðsögn fyrir hópa alla virka daga kl. 9-14 og munu nem- endur veita gestum innsýn í verkin sín. Panta þarf leiðsögn í s: 590 1200 eða á netfangið fraedsludeild@rvk.is. Einnig er leiðsögn um sýninguna alla sunnudaga kl.15. Sýningin stendur til 31. maí. Opin daglega frá 10-17. Að- gangur er ókeypis. Sýningin er í sam- vinnu við Listasafn Reykjavíkur. Útskriftar- sýning LHÍ Ljósmynd/Sóla Nemar úr myndlistar- og hönnunardeild sem verk eiga á sýningunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.