Morgunblaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
S
amfylkingin hefur andæft
af hörku en ábyrgð
frumvarpi forsætisráð-
herra um takmörkun á
eignarhaldi fjölmiðla.
Það heggur að okkar mati nærri
tjáningarfrelsi og athafnafrelsi, og
skerðir úr hófi fram rekstr-
argrundvöll fjölmiðla, sem við telj-
um einn mikilvægasta grundvöll
þess lýðræðisskipulags sem við bú-
um við. Frumvarpið er flutt undir
því yfirskini að tryggja frelsi og fjöl-
breytni á vettvangi fjölmiðla, en við
teljum ákvæði þess á hinn bóginn
líkleg til að leiða til fábreytni í inni-
haldi dagskrár og framboði á efni.
Þrátt fyrir þær breytingar sem
stjórnarliðar hafa lagt til á frum-
varpinu kom fram á fundi efnahags-
og viðskiptanefndar þingsins að
Samkeppnisstofnun telur að frum-
varpið stríði samt gegn markmiðum
samkeppnislaga. Margvísleg rök
hníga ennfremur að því að frum-
varpið kunni að stangast á við nokk-
ur ákvæði stjórnarskrárinnar.
Frumvarpið er að okkar mati aft-
urvirkt, en í skýrslu fjölmiðla-
nefndar menntamálaráðherra var
sérstaklega mælt gegn afturvirkum
lögum. Raunar er auðvelt að sýna
fram á að frumvarpið gangi í ýms-
um atriðum gegn því sem telja má
meginniðurstöður fjölmiðlaskýrsl-
unnar.
Ástæður hraðans
Þrátt fyrir aðvörunarorð í fjöl-
miðlaskýrslunni um samþjöppun á
eignarhaldi kemur skýrt fram í
henni að í dag sé fjölbreytni
ríkjandi á markaðnum, ekki síst
vegna þeirra fjölmiðla sem Norður-
ljós reka. Einn helsti höfundur fjöl-
miðlaskýrslunnar, Davíð Þór Björg-
vinsson, prófessor, áréttaði þetta í
sjónvarpsþættinum Íslandi í dag 27.
apríl sl. þegar hann kvað fjölbreytni
hafa aukist þegar Fréttablaðið
byrjaði að koma út, fjölbreytnin hafi
svo eflst enn frekar þegar „...DV
kemur út með þeim krafti sem það
er að gera þessa dagana og þegar að
Íslenska útvarpsfélagið er að reka
allar þessar útvarpsstöðvar og sjón-
varpsstöðvar...“
Það er því ekki að undra að í fjöl-
miðlaskýrslunni sé hvergi gefið til
kynna að nauðsynlegt sé að grípa til
tafarlausra aðgerða. Þvert á móti
kemur víða fram í henni að höf-
undar hennar virðast þveröfugrar
skoðunar. Þeir ætla lögum, ef sett
yrðu, að hafa áhrif inn í framtíðina
þegar útvarpsleyfi rynnu smám
saman út. Davíð Þór Björgvinsson
hnykkti á þessu í fyrrnefndum
þætti þegar hann sagði hugmynd
skýrsluhöfunda vera þá að „...þegar
að gildandi útvarpsleyfi renna út að
þá taki hinar nýju reglur við sko
þegar að tekin er ákvörðun um end-
urúthlutun þeirra“. Þvert á þetta
felur frumvarpið í sér að útvarps-
leyfi verða afturkölluð frá þeim fyr-
irtækjum sem ekki hafa uppfyllt
skilyrði laganna að tveimur árum
liðnum. Lögin verða því klárlega
afturvirk.
Samkvæmt orðum Davíðs Þórs
hefði því ríkisstjórnin getað gefið
sér góðan tíma til að fjalla um málið
og reyna að mynda breiða samstöðu
eins og hefð er fyrir í okkar sam-
félagi þegar á að ná fram grundvall-
arbreytingum. Skýringuna á mun-
inum á tilgangi skýrsluhöfunda og
áformum frumvarpsins les ég úr
þeirri staðreynd, að frumvarpið er
eins og klæðskerasaumað til að
deyfa skin Norðurljósanna. Það
virðist óhjákvæmilega beinast að
þessu eina fyrirtæki. Jónatan Þór-
mundsson, lagaprófessor, segir
þetta geta falið í sér „dulinn til-
gang“ sem eitt og sér kynni að
varða við stjórnarskrána. Öll þjóðin
veit að ábyrgðarmaður frumvarps-
ins hefur átt í hörðum útistöðum við
stærstu eigendur fyrirtækisins.
Mér blandast ekki hugur um að til-
gangur forsætisráðherra er ekki
síst að standa við þau áform að
koma böndum á fjölmiðlaveldi
þeirra á meðan hann hefur tök til
þess. Þau tök missir hann um leið
og hann afhendir stólinn formanni
Framsóknarflokksins í haust. Það
er í mínum huga eina ástæðan fyrir
því að málið er jafn flausturslega
unnið og keyrt í gegnum þingið af
jafn miklum þunga og raun ber
vitni.
Hættur sem tengjast
samþjöppun
Ég er almennt þeirrar skoðunar
að í atvinnulífinu eigi að ríkja eins
mikið frelsi og hægt er. Alþingi ætti
að öðru jöfnu frekar að leitast við að
létta af því hömlum en auka þær.
Fjölmiðlun hefur hins vegar sér-
stöðu. Aðhald fjölmiðla gagnvart
stjórnvöldum, stjórnmálamönnum
og atvinnulífi er eitt beittasta vopn
samfélagsins fyrir gagnsæjum
stjórnarháttum og gegn spillingu.
Samfylkingin telur því að um fjöl-
miðla gildi önnur lögmál en atvinnu-
lífið almennt og það sé sjálfsagt að
ræða hvort setja þurfi lög eða regl-
ur til að tryggja að þeir spegli
menningarlega og pólitíska fjöl-
breytni. Sú afstaða réði því að Sam-
fylkingin lagði fyrr í vetur fram til-
lögur á Alþingi sem beinlínis er
ætlað að tryggja að samþjöppun á
eignarhaldi hafi ekki óæskileg áhrif
á fjölbreytni og efnistök fjölmiðla.
Slík samþjöppun getur vissulega
falið í sér ákveðnar hættur til fram-
tíðar þó þeirra gæti ekki í dag.
Tvær eru helstar að dómi okkar í
Samfylkingunni:
Í fyrsta lagi er ekki hægt að úti-
loka að eigandi margra miðla freisti
að óbreyttu að samræma ritstjórn-
arstefnu þeirra í krafti eignarhalds
og misnota hana síðan gegn ein-
stökum stjórnmálamönnum, flokk-
um, eða þá fyrirtækjum sem hann á
í samkeppni við, eða til að setja sitt
eigið fyrirtæki í hagstætt ljós.
Í öðru lagi er hugsanlegt að stór-
eigandi að fjölmiðlum, sem jafn-
framt væri umsvifamikill í óskyld-
um rekstri, reyndi að hygla
fyrirtækjum sínum með því að láta
þau njóta betri kjara varðandi aug-
lýsingar. Það gæti sannarlega skipt
máli ef um væri að ræða til dæmis
stóran eiganda matvörukeðja eins
og gildir um Baug, stærsta eiganda
Norðurljósa.
Ýmsar leiðir eru til að sp
gegn þessum hættum. Ýtra
in er að setja strangar regl
takmarka eignarhald, og ha
asta útfærsla þeirra leiðir t
fyrirtæki á fjölmiðlamarka
brotin upp með lögum. Það
sem forsætisráðherra velur
velur þá aðferð sem íþyngir
Gegn ógnum samþjöppuna
vegar hægt að vinna með ö
vægari leiðum. Á sumar he
fylkingin bent á í tillögum s
flokkurinn hefur boðað aðr
teljum að samanlagðar séu
mun áhrifaríkari til að útrý
óæskilegum áhrifum samþj
og eigendavalds í fjölmiðlu
frumvarp forsætisráðherra
Tillögur Samfylkinga
Þær leiðir sem felast í ste
Samfylkingarinnar eru fern
Í fyrsta lagi vill Samfylki
treysta stöðu Ríkisútvarps
ugt ríkisútvarp með gríðar
breiðslu eins og RÚV gæti
besta tryggingin gegn fábr
menningarlegu og pólitísku
fjölmiðlaskýrslunni er teki
þetta viðhorf. Þar er sagt a
RÚV sé að nokkru leyti til þ
in „að hafa samsvarandi áh
beinar takmarkanir á eign-
arhaldi...“ Höfundar segja
að „yrði þessi leið fyrir vali
hún ekki í sér neina beina r
setningu sem beindist gegn
reknum fjölmiðlum“. Hér e
vægt en áhrifaríkt úrræði a
Efling RÚV tryggir þó ekk
breytni nema RÚV sé tekið
spennitreyju pólitískra vald
dag lýtur RÚV beinni stjór
varpsráðs sem undir foryst
stæðismanns fjallar um ráð
fréttamanna. Útvarpsstjór
stæðismaður. Framkvæmd
RÚV er sjálfstæðismaður.
stæðisflokkurinn einokar a
stóla innan stofnunarinnar
lega einráðari innan RÚV e
Baugur í Norðurljósum. Ef
RÚV og frelsun þess undan
tísku oki er því ein helsta ti
Samfylkingin o
fjölbreytni í fjö
Þingmenn skeggræða fjölmiðlafrumvarpið á Alþingi undir vöku
’Í dag er staðanekkert sem reku
skyndingu í umfa
lagabreytingar. Þ
að fara hægt í sa
samræðu í samf
að skipa þessum
Eftir Össur
Skarphéðinsson
AUGLITI TIL AUGLITIS
Forseti Íslands, Ólafur RagnarGrímsson, hefur ekki sagt, aðhann íhugi að notfæra sér ákvæði
26. gr. stjórnarskrárinnar vegna fjöl-
miðlafrumvarps ríkisstjórnarinnar.
Hann hefur heldur ekki sagt að hann hafi
ákveðið að notfæra sér það. Hann hefur
hins vegar ekki andmælt vangaveltum í
fjölmiðlum um að hann hafi uppi slík
áform.
Háttsemi hans síðustu sólarhringa er
óvenjuleg. Hann breytir ferðaáætlun
sinni. Hann hættir við að sitja brúðkaup
Danaprins og krónprinsessunnar, sem
haldið hefur verið með mikilli viðhöfn í
Danmörku. Í ljósi sögulegra samskipta
Íslendinga og Dana kemur það á óvart.
Með nokkrum rétti má segja, að eigi for-
seti Íslands á annað borð að sækja slíka
viðburði ætti hann hvergi frekar að vera
en í Kaupmannahöfn við slíka athöfn.
Röksemdafærslan í fréttatilkynningu
forsetaembættisins í gærmorgun fyrir
því að forsetinn færi ekki til Kaupmanna-
hafnar gengur ekki upp. Hafi áhyggjur
forsetans vegna fjölmiðlafrumvarpsins
valdið ákvörðun hans um að sækja brúð-
kaupið ekki dugar sú skýring ekki, ein-
faldlega vegna þess, að frumvarpið er
ekki svo langt komið í meðförum þingsins
að lokaatkvæðagreiðsla sé í augsýn og
forsetanum á að hafa verið það fullljóst
að hann hefði af þeim sökum getað farið
til Kaupmannahafnar. Það er ekki óeðli-
leg krafa af hálfu stjórnvalda og almenn-
ings, að forsetinn geri skýrari grein fyrir
ákvörðun sinni.
Þessi óskýrða ákvörðun forsetans
veldur því hins vegar að forseti og for-
sætisráðherra standa nú augliti til aug-
litis eftir viðtal Ríkissjónvarpsins í gær-
kvöldi við forsætisráðherra. Það hefur
ekki fyrr gerzt í sögu lýðveldisins að for-
sætisráðherra tali af slíkum þunga til
forseta. Ýmislegt hefur gerzt að tjalda-
baki í sögu þessara tveggja embætta
undanfarna áratugi en ekki fyrr með
þeim hætti, sem gerðist í gær.
Forsætisráðherra telur, að forsetinn
sé vanhæfur til þess að beita 26. gr.
stjórnarskrárinnar vegna fjölmiðlafrum-
varpsins vegna margvíslegra tengsla við
forráðamenn þess fjölmiðlafyrirtækis,
sem í umræðum að undanförnu hefur tal-
ið að frumvarpinu væri helzt beitt gegn
sínum hagsmunum, þ.e. forráðamenn
Norðurljósa. Forsætisráðherra segir, að
forseti hafi hvorki leitað upplýsinga hjá
sér, utanríkisráðherra eða forseta Al-
þingis um störf þingsins næstu daga og
vikur og hafi þess vegna ekki haft á neinu
að byggja í ákvörðunum sínum. For-
sætisráðherra telur líka, að það verði erf-
itt að útskýra fjarveru forseta fyrir
dönskum stjórnvöldum.
Þótt landsmenn hafi ýmsar skoðanir á
hlutverki forseta Íslands eru þó allir
sammála um að eitt helzta verkefni hans
sé að vera sameiningartákn þjóðarinnar.
Ef djúpstæðar deilur verða á milli for-
seta og ríkisstjórnar er ljóst að erfitt
verður fyrir forseta að gegna því hlut-
verki og jafnvel ómögulegt. Það er ekki
hyggilegt að efna til slíkra deilna.
PÓLITÍSK SKIL Á INDLANDI
Sigur Kongressflokksins með SoniuGandhi í broddi fylkingar í nýaf-
stöðnum kosningum á Indlandi kemur á
óvart. Fráfarandi stjórn Indlands hafði
verið mjög sigurviss í kosningabarátt-
unni, sem hún háði undir kjörorðinu
„Indland ljómar“, og áttu fáir von á því að
Atal Bihar Vajpayee og flokki hans, BJP,
flokki þjóðernissinnaðra hindúa, yrði
vikið frá völdum. Allt bendir nú til þess
að Sonia Gandhi verði næsti forsætisráð-
herra Indlands. Hún er ekkja Rajivs
Gandhis, fyrrverandi forsætisráðherra,
sem var myrtur í tilræði árið 1991. Eitt
sinn hótaði hún að skilja við mann sinn ef
hann færi í pólitík, en árið 1998 tók hún
við stjórn flokks hans. Kongressflokkur-
inn var þá í lægð og í kosningunum 1999
syrti enn í álinn þegar hann fékk færri
þingsæti en nokkru sinni í 119 ára sögu
hans. Gandhi er fædd á Ítalíu, en hún hef-
ur tekið upp indverska siðu og klæðaburð
og talar hindí. Henni tókst meðal annars í
krafti Gandhi-nafnsins að snúa flokknum
á sitt band, þótt ýmsir flokksmenn hafi
haft efasemdir um að hún ætti að vera
leiðtogi hans. Gandhi dembdi sér í kosn-
ingabaráttuna af miklum krafti og ferð-
aðist um landið þvert og endilangt. And-
stæðingar hennar réðust gegn henni og
lagði BJP-flokkurinn áherslu á að ekki
væri hægt að kjósa hana vegna þess að
hún hefði fæðst á Ítalíu. Undir þessa
gagnrýni tóku meira að segja ýmsir í
Kongressflokknum, en hún lét hana ekki
á sig fá og eftir sigurinn er Kongress-
flokkurinn orðinn stærsti flokkur Ind-
lands á ný. Talið er að hún eigi sigurinn
ekki síst að þakka stuðningi kvenna, líkt
og tengdamóðir hennar, Indira Gandhi, á
sínum tíma.
Indland er næstfjölmennasta ríki
heims og býr þar nú rúmlega einn millj-
arður manna. Mikil uppsveifla hefur ver-
ið í efnahagslífi landsins. Hagvöxtur hef-
ur verið átta af hundraði og tæknivæðing
hröð. Hún hefur hins vegar verið bundin
við þéttbýlið. Í sveitunum hefur lítið
breyst og þar búa tveir af hverjum þrem-
ur íbúum landsins við fátækt og þröngan
kost. Indverjar senda flaugar út í geim-
inn, en 70% kvenna eru ólæs. Kosninga-
áróður um hnattvæðingu Indlands á
hraðri leið inn í öld tækni og framfara átti
lítinn hljómgrunn meðal hinna fátæku.
Búast má við því að einhverjar breyt-
ingar verði í efnahagsstefnu Indlands í
kjölfar stjórnarskipta. Kongressflokkur-
inn kvaðst í kosningabaráttunni styðja
umbætur, en með manneskjulegri ásýnd,
og sagði að ríkisfyrirtæki, sem skiluðu
hagnaði, yrðu ekki einkavædd.
Kongressflokkurinn getur ekki stjórnað
einn og er nú ljóst að hinn marxíski
Kommúnistaflokkur Indlands styður
Gandhi í embætti forsætisráðherra.
Flokkurinn hefur lýst yfir því að hann sé
alfarið andvígur einkavæðingu.
Saga Gandhi-ættarinnar er samofin
sögu Indlands eftir að það fékk sjálfstæði
frá Bretum. Jawharlal Nehru var for-
sætisráðherra 1947 til 1964, dóttir hans,
Indira Gandhi, var forsætisráðherra frá
1966 til 1977 og aftur frá 1980 þar til hún
var ráðin af dögum árið 1984. Rajiv
Gandhi, sonur hennar, varð forsætisráð-
herra við andlát hennar og sat til 1989.
Hann var myrtur 1991. Nú hefur sonur
Rajivs og Soniu Gandhi kvatt sér hljóðs í
stjórnmálum. Rahul Gandhi vann afger-
andi sigur í kosningum um þingsæti í rík-
inu Uttar Pradesh, sem hefur verið póli-
tískt vígi fjöskyldunnar. Líta margir svo
á að þar sé kominn framtíðarleiðtogi Ind-
lands. Nú er hins vegar tími Soniu
Gandhi kominn og hennar bíður erfitt
hlutverk því að Indland er land gríðar-
legra andstæðna. Indverska skáldið Ar-
undhati Roy lýsir því í grein að eitt sinn
hafi borið fyrir augu hennar vinnuhóp,
sem var að grafa ljósleiðara við kertaljós,
og sagði hún að það hefði verið lýsandi
fyrir land, sem engu væri líkara en togað
væri í tvær áttir í einu. Það verður ekki
auðvelt að leiða þetta fjölmenna ríki til
aukinnar velmegunar fyrir alla.