Morgunblaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.05.2004, Blaðsíða 24
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 24 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hafnarfjörður | Í gær var haldið unglingaþing í íþróttahúsinu Álfa- felli í Hafnarfirði undir heitinu „Unglingabylting 2004“. Á þingið komu hundrað og tíu „þingmenn“ úr öllum skólum bæjarins og var þar rætt um málefni sem brenna á hafnfirskum unglingum. Unga fólk- ið setti á þinginu fram fjölda til- lagna til að bæta það starf sem unn- ið er fyrir það, en þingið fór fram undir handleiðslu starfsmanna fé- lagsmiðstöðva og lýðræðis og jafn- réttisfulltrúa, sem leiðbeindu unga fólkinu í umræðum og starfi, en leyfðu þó hugmyndum unga fólksins að njóta sín að fullu. Í upphafi unglingaþingsins ávarp- aði Lúðvík Geirsson bæjarstjóri unglingana og sló ábyrgan tón þeg- ar hann hóf ræðu sína á „Ágætu þingmenn“. Sagði hann bæjarstjórn bíða í ofvæni niðurstaðna þingsins, til að skilja betur hvernig hægt væri að bæta þjónustu við þessa oft misskildu þjóðfélagsþegna. Ung- lingarnir kunnu vel að meta þessa virðulegu byrjun, tóku Lúðvík á orðinu og hófu strax öfluga vinnu. Ungmennaráð í haust Þingmönnum var skipt upp í átta vinnuhópa sem tóku á hinum ýmsu málum, allt frá skipulags- og um- hverfismálum í félagsmál, nám, fé- lagsmiðstöðvar, menningarmál, íþróttir og tómstundir, vinnuskól- ann og forvarnastarf. Eftir öflugt starf komu fram mjög margar hug- myndir til úrbóta í öllum flokkum. Til dæmis vildu unglingar fjölga ruslatunnum til að minnka líkur á því að fólk hendi rusli á götuna, lækka strætógjöld, fleiri skóla- ferðalög, meiri samskipti milli ólíkra skóla og ólíkra félagsmið- stöðva, sameiginlega félagsmiðstöð, aukna tónlistarkennslu, aðstöðu fyr- ir hljómsveitir, betri fótboltavelli, ódýrari strætisvagna, meiri vinnu og betri laun í sumarvinnunni og námskeið um fjármál. Þá voru ung- lingarnir áhugasamir um að fé- lagsmiðstöðvar væru opnar á sumr- in og seint á kvöldin, því þá væri einmitt þörfin mikil fyrir traustan stað til að koma á. Sumaropnun fé- lagsmiðstöðva þýddi þannig öflugra forvarnastarf. Jóhanna Fleckenstein, einn af skipuleggjendum unglingaþingsins, var himinlifandi með frammistöðu unga fólksins. „Það komu tveir fulltrúar frá hverri bekkjardeild og þeir voru kosnir með lýðræðislegum hætti. Það var í rauninni frábær mæting, bara örfáir sem forföll- uðust,“ segir Jóhanna, sem starfar í félagsmiðstöðinni Hrauni í Víð- istaðaskóla. Undir þetta tekur Elfa Stefánsdóttir, starfsmaður fé- lagsmiðstöðvarinnar Öldunnar sem starfrækt er í Öldutúnsskóla. „Krakkarnir skildu vel að þetta var gott tækifæri fyrir þau og þau nýttu sér það vel.“ Unglingaþingið er búið að vera í undirbúningi í þrjár vikur. „Þetta er búið að vera draumur síðan við heyrðum af ungmennaráðinu í Reykjavík,“ segir Jóhanna. „Nú í haust tekur svo til starfa ungmenn- aráð Hafnarfjarðar, sem skipað er tveimur fulltrúum úr hverjum grunnskóla hér í Hafnarfirði.“ Læst inni í listaverkum Jóhanna segir unga fólkið hafa sýnt mikinn kjark og þroska og ólíklegustu fulltrúar komið í pontu og kynnt tillögur. Þá segir hún flór- una af krökkum hafa verið afar fjöl- breytta. „Þetta voru ekki bara ein- hverjir stjörnukrakkar með háar einkunnir, þarna komu krakkar úr öllum áttum og starfið einkenndist af virkni og jákvæðni,“ segir Jó- hanna. Hún segir ekki flókið að uppfylla margar þarfir unga fólks- ins. „Það þarf oft ekki mikla pen- inga og viljinn er líka fyrir hendi hjá öllu starfsfólki félagsmiðstöðv- anna.“ Jóhanna og Elfa segja eitt atriði hafa staðið upp úr hjá unga fólkinu, en margir þingmenn kvörtuðu yfir því að vera „fastir í listaverkum“. Þannig væri allt of mikið lagt upp úr flottum arkitektúr sem ekkert mætti gera við og hefði ekkert nota- gildi. „Krakkarnir mega ekki einu sinni færa billjardborð eða hengja upp myndir án þess að biðja um leyfi frá arkitektum eða afkom- endum þeirra, það samræmist ekki hugmyndinni um rými fyrir ungt fólk að vinna í. Þau sögðu að það þyrfti að eyða minni pening í steypu og listaverk, allt of mikill peningur færi í útlit bygginga.“ Ódýrara í strætó og styttra skólaár Þær Erna Oddný Gísladóttir og Guðrún Emilsdóttir, í 8. bekk Set- bergsskóla, voru afar ánægðar með unglingaþingið. „Þetta heppnaðist ofsalega vel, miklu betur en við átt- um von á,“ segir Erna Oddný og Guðrún tekur undir orð hennar. „Þetta verður sent í nefndir og bæj- arstjórn og við eigum líka að kynna þetta fyrir bekkjum okkar og ræða þetta.“ Stúlkunum þótti afar snið- ugt að fá tækifæri til að tjá sig um málefni unga fólksins. „Svo kom fólk frá Kvennó, MH og ungmenn- aráði Reykjavíkur og talaði við okk- ur og vann með okkur.“ Stúlkurnar eru sammála því sem fram kom að ódýrara þyrfti að vera í strætó og að lengt skólaár í grunnskólanum væri ekki það sem koma skyldi. „Okkur finnst allt of dýrt í strætó, ef við erum fjórar á leiðinni í sund er í raun ódýrara að taka leigubíl í sundlaugina. Svo er ekkert að gera eftir prófin, bara einhverjir þemadagar þegar krakkarnir gera ekki neitt. Það er sóun á sumrinu. Við höngum bara inni þegar við gætum verið í sundi,“ segir Guðrún og bætir við að krakk- ar hafi samið ljóð á þemadögunum sem fjallaði um vorið. „Á vorin þeg- ar blómin blómstra og fuglarnir syngja, hvar eru unglingarnir? Þeir eru bara súrir inni í kennslustofum á þemadögum.“ Í gærkvöld þustu síðan ungling- arnir á ball með hljómsveitunum Brain Police og Skítamóral til að fagna próflokum og halda upp á fyrsta unglingaþingið. Það var, að sögn aðstandenda, sannkölluð uppskeruhátíð „Unglingabylting- arinnar 2004“. 110 unglingar þinga um málefni ungu kynslóðarinnar í Hafnarfirði á „Unglingabyltingu 2004“ Morgunblaðið/Ásdís Ungir þingmenn: Unglingarnir hafnfirsku nutu þess vel að geta sett fram sínar eigin hugmyndir. Hlustað á unga fólkið Mosfellsbær | Nemendur í sjötta bekk Varmárskóla áttu á dögunum fjarfund við nemendur í fimmta bekk í grunnskóla í borginni Brugge í Belgíu. Samræðurnar fóru fram með aðstoð spjallforritsins MSN Mess- enger, en báðir bekkirnir voru með vefmyndavél, þar sem börnin gátu fylgst með hvort öðru og séð síðan spjallið á skjávarpa. Að sögn Guð- rúnar Markúsdóttur, kennara við skólann, var þessi uppákoma stór- kostleg og tæknin frábær, en belg- íski skólastjórinn færði Viktori Guð- laugssyni, skólastjóra Varmárskóla, vefmyndavélina að gjöf þegar kenn- arar frá Brugge heimsóttu Varmárs- kóla vorið 2003. „Þau voru að spjalla um áhuga- málin, veðrið, skólann, ferðalög og fleira. Allir höfðu mjög gaman af þessari uppákomu,“ segir Guðrún. Krakkar í þremur bekkjum í Varmárskóla taka nú þátt í Comení- usarsamstarfi sem kallast „Byggjum brýr“ ásamt nemendum frá Belgíu, Ítalíu og Portúgal. „Í vetur höfum við sem vinnum að þessu evrópska samstarfsverkefni verið að kynna listamenn frá löndunum fjórum“ segir Guðrún. „Við kynntumst James Ensor frá Belgíu, Louísu Matthíasdóttur frá Íslandi, Julio Resende frá Portúgal og núna er að fara af stað kynning á ítölskum lista- manni sem hét Gino Severini.“ Alls taka 68 nemendur þátt í verk- efninu. Fjarfundur í Varmárskóla Áhuginn skein úr augum nemendanna. Byggja saman brýr milli ólíkra landa AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.