Íslendingaþættir Tímans - 08.04.1970, Síða 10

Íslendingaþættir Tímans - 08.04.1970, Síða 10
MINNING EYJOLFUR BUASON fyrrum bóndi á Eystra-Miðfelli á Hvalfjarðarströnd maður og þrekinn að sama skapi, ljós á skegg og skör, bjartur yfir- litum og hinn höfðinglegasti. Hann var mikill verkmaður sem faðir hans, afl hans vissu fáir því að hversdagslega flikaði hann því ekki. Hann var óáreitinn, en þétt- ur fyrir og talsvert þykkjuþungur væri því að skipta. Vinur var hann vina sinna, en e'kki allra, og trygg lyndur. Iljörtur ándaðist í Sjúkra- húsi Patreks'fjarðar 11. jan. 1969, eftir stutta legu þar. En var áður farinn að heilsu og kröftum, þótt oftast hefði hann fótavist, þar til seinustu dagana sem hann lifði. Mér kom í hug, þegar ég frétti lát Hjartar vinar míns, þetta erindi eftir skáldið á Sandi: Fjölgar enn í föðurhúsum, fullt mun senn á efsta bæ. Einn sem hafði áttatíu ára, vaðið krap og snæ. Kallaði ferju af konungs garði, kóngsins yfir sól og blæ. Guðrún Pálsdóttir, kona Hjart- ar Erlendssonar, var eins og áður er sagt, dóttir Páls bónda á Hamri Guðmundssonar. Hún fæddist á Hamri 16. okt. 1889. Móðir hennar var Jóna Guðmundsdóttir Þorkels- sonar. Páll og Jóna áttu fjölda barna og eru nokkur þeirra á lífi, Guðrún var elzt af börnunum. Öll voru mjög myndarlegar manneskj ur og sérlega vönduð til orðs og æðis, enda áttu þau til þeirra að telja, sem aldrei máttu vamm sitt vi'ta. Guðrún og Hjörtur eignuðust 10 börn, 4 sonu og 6 dætur. Þar af eru nú aðeins 2 synir eftir í sveit- inni þeirra, og búa báðir í Efri Auðsdal. Hin öll eru komin út og suðmr. Þetta er saga sveitanna hin síðustu ár. Einn son misstu þau uppkominn, hinn mesta efnis- mann. Börnin eru þessi talin í aidursröð: Erlendur Magnús, býr í Rvík, Helga, býr í Rvik, Svanfrið- ur, býr í Rvík, Valborg býr í Kefla- vík, Lilja, býr Rvk, Gunnar Valdi mar býr Rauðsdal, Gísli, býr í Rauðsdal, Rósamunda, býr á Pat- reksfirði, Sigríður býr á Patreks- firði, Jónas dó um tvítugt (hann átti að vera annar í röðinni aldurs vegna). Öll e ru börnin sérlega myndarlegt fólk, og lík foreldrum símum að öllu atgjörvi. . . Eins og að likum lætur, var aldrei um neitt ríkidæmi að ræða í búi þeirra Guðrúnar og Hjartar. En Fæddur 12.8. 1889. Dáinn 25.1. 1970 Kveðja frá frænda hans Sigur- mundi Guðnasyni. Kem ég að kveðja og þakka, Kristur þig blessi. Margt er, sem vildi ég minnast mildum frá stundum. Á sólbjörtum sumarsins dögum í sveitinni fögru hleyptum við fákum fríðum, ég finn ennþá til gleði. Skyggja oft ský íyrir sólu skrautblómin deyja. Frændi, ég fann, að það syrti, þér fólst blessuð sóhn, er synirnir ungu að árum hér enduðu lífið, þar var heldur aldrei áberandi skortur hvorki til fæðis né klæð- is. Bæði hjónin voru samvalin í því að vera fyrirhyggjusöm og láta ekkert fara í súginn sem hægt var að nota. Þau voru alltaf leigulið- ar þar til hin allra síðustu ár bú- skaparins, og vinnu keyptu þau ekki svo neinu næmi, hvorki ut- an né innanbæjar. Eftir að þeir feðgar í sameiningu keyptu jörð- ina, hófust þeir handa um miklar húsabætur og ræktun. Hús eru þar nú öll ný, og túnið margfalt stærra en þegar Hjörtur fíutti þangað. Enda var þess full þörf að auka ræktunina, því að útheys- slægjur eru þar litlar, en aftur er útigangur beztur á þeirri jörð í aliri sveitinni. Én slíkt búskapar- lag blessast ekki lengur, að setja á útbeit. Og það vissi Hjörtur ekki síður en aðrir. Áhöfn jarðarinnar nú mum vera helmingi meiri en áður var, þótt nú sé beitt í hófi, og segir það sína sögu. en konan þin kraup ' hjá þér, vinur, og kyssti burt tárin. Hún hefur stutt þig í starfi með styrkleika sínum hlúð að þér sjúkum og sveittum með samúð og Míðu. Guð henni gleði nú veiti græði öll sárin sólgeisla kærleikans sendi syrgjandi hjarta. Vertu sæll, vinur minn kæri, verrndi þig Drottinn engil sinn láti þig lei'ða um Ijósskreytta vegi. Þökk fyrir það, sem mér varstu, því ei ég gleymi. Kærleikans sólgeislar signi Guðrún Pálsdóttir veiktist hast- arlega 26. febr. Hafði að vísu aldrej á heilli sér tekið síðan mað- ur hennar dó, en hafði þó fótavist. Hún var flutt í hasti til læknis á Patreksfirði, en andaðist þar sama dag og hún kom vestur oða 27. febrúar s.l. Og nú eru þessi glæsilegu ung- menni, sem ég gat um í upphaíi, bæði komin yfir móðuna miklu, sem aðskilur tilverusviðin. Og ég er ekki í minnsta vafa um það, að hennar hefur beðið „vinur í varpa“. Þau skiluðu miklu dags- verki, og drógu hvorugt af sér. Ég vil kveðja þessa frænku mína, Guðrúnu Pálsdóttur, með orðum skáldsins: Enginn getur þinnar þreyfu þunga, lagt á vogarskál. Enginn getur andvökurnar álnað. — Það er vonlaust mál. Guðimmdur Einarsson. sálina þína. (G.G. frá Melgerði). 10 (SLENDÍNGAÞÆTTÍR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.