Íslendingaþættir Tímans - 08.04.1970, Síða 11

Íslendingaþættir Tímans - 08.04.1970, Síða 11
i MINNING. ELÍAS GUÐMUNDSSON Elías Guðmundsson f. 13. apríl 1884 að Norður-Koti í Kirýsuvöc, d. í Roykjavík 16. marz 1969. Foreldrar hans voru Guðmund- ur Einarsson bóndi þar, (bjó áður með fyrri konu sinini Elínu sem Elías hét eftir, að Hópi í Grinda- vxk) Sæmundssonar. Sá Sæmund- ur var langafi Elíasar f. að Tortu 1 Biskupstungum. Móðir Guðmund ar var Guðlaug Þórarinsdóttir Þor steinssonar bónda að Iðu í Biskups tungum. Ætt Elíasar er hægt að rekja langt aftur í aldir, jafnvel allt aftur á söguöld að þvi er fróð- ir menm telja. Móðir Elíasar var Herdis Aradóttir (síðari kona Guð mundar) f. 16. jan. 1855 að Gríms- stöðum í Meðallandi, Bjarnasonar bónda að Grímsstöðum. Forfeður 'Guðmundar Einanssonar voru i báðar ættir úr Biskupstungum. Gott dæmi um það hve gullkistur suðurnesja, fiskimiðin, seiddu bændur og bændasyni úr vildis- héruðum til sírn. Meðal annars vegna þess að þar var oftast mat að fá. Herdís var hreinræktað- ur Skaftfellingur. Hún flyzt til Krýsuvíkur sem ein af 12 vinnu- konum Árna Gíslasonar sýslu- manns, þegar hann flytur sitt stór bú frá Kirkjubæjarklaustri til» Krýsuvíbur árið 1880. (Til gamans má geta þess að Árni sýslumaður greiddi þá hæstu launafjórtíund allra búenda á landinu) Þar fcynnt ust þau GuðmunduT og Herdís, sem leiddi til hjúskapar. Guðmundur faðir Elíasar stund- aði búskap og sjósókn sem aðrir suðumesjamenn. Hann var vel lag tækur og smíðaði ýms búsáhöld fyr ir bú sitt og marga aðra. Hann drukknaði f fiskiróðri árið 1900. Þau Guðmundur og Herdís voru þá flutt að Móum í Grindavík. Það var nýbýli sem þau byggðu þar Upp. Þegar Guðmundur faðir Elí- asar fórst, höfðu þau hjónin eign- azt 5 böm: Guðrúnu, Elías, Sigurð, Cluðlaug tvíburar og Einar. Við fráfall heimilisföðursins féll í hlut Herdfsar stóran vanda að ÍSLENDINGAÞÆTTIR Ieysa, en hún var greindarkona, skapföst og hélt vel á málstað sín um, og í stað þess að fara á sveit- ina sem tíðkaðist þá, tókst henni vegna kumningsskapar við gott fólk að koma 3 börnum sínum í féstur, en var sjálf með Guðrúnu elztu dóttur sína í Reykjavík næstu árin. Um tíma var hún á Ár- bæ fyrir ofan Reykjavík. Kynntist hún þar ágætis manni, Magnúsi Þorgilssyni. Þau fóra fljótlega að búa samam. Fluttu þau til Hafnar- fjarðar og byggðu hús að Reykjavík urvegi 8. Ekki áttu þau börn sam an. Herdís var mikil grasakona og hafði óbilandi trú á lækninga- mætti grasalyfja. Síðustu æviár sín dvaldi Herdís á Elliheimilinu í Hafnarfirði, og lézt þar á tíræðis- aldri. Elfas fór 12 ára sem smali vest- ur að Ljárskógarseli f Laxárdal til Þorleifs Jónssonar og kom þaðan til Grindavíkur um haustið ríðandi á gömlu afsláttarhrossi. Það var hans sumarkaup. Sumarið eftir fer hann svo að Þambárvöllum í Bitru og ílentist þar. Þaðan fermdist hann í Óspakskirkju, sennilega ár ið 1898. Á Þambárvöllum var hann hjá Skúla Kristiánssyni og konu hans Jónínu Ólöfu Jónsdóttur. Elí- as mat þau hjón mikils og kallaði þau fósturforeldra sína. (Elías mun hafa komið Einari bróður sín um að Litla-Fjarðarhorni eftir lát föður þeirra. Sýnir það að Elías hef- ur notið talsverðs trausts þó ung- ur væri). Tengsl Elíasar við Þambár vallafjölskylduna rofnuðu aldrei meðan ilíf entist. Þar nyrðra mun Elías hafa kyninzt konu isinni Ragnheiði Guð mundsdóttur, Einarssonar frá Felli í Ko'Hafirði, Þórðarson ar frá Snartartuingu. Móðir Ragnheiðar var María Jóns- dóttir, Magnússonar frá Magn úsarsíkógum í Laxárdal í Dölum. (Ragnheiður ólst upp hjá Jóni Þórð arsyni og Önnu Bjannadóttur að Stóra-Fjarðarhorni, og síðar í Hvítadal). Elías og Ragnheiður byrjuðu bú skap í Litla-Holti í Saurbæ 1913— 15. Bjuggu síðan á Neðri-Brunná frá 1915—25, og þá jörð áttu þau. Höfðu þau sæmilegt bú á þeirra tíma mælikvarða. 1925 fluttust þau suður að Brunastöðum á Vatns leysuströnd og bjuggu þar til 1928, en þaðan fluttust þau til Hafnar fjarðar. Nokkru eftir að þau hjón- in höfðu f'lutzt þangað, slitu þau samvistum. Bönn þeirra eru Anna Margrét, Maríanna Ingibjöng og Jón Ólafur, allt dugnaðar og mynd arfól'k. Eftir að Elías fluttist til Hafnar- fjarðar, stundaði hann aðallega sjó sókn. Var háseti á togurum, línu- veiðurum og síldarbátum. Elías var dugandi sjómaður og líkaði þau störf vel. Hann var sérlega hand laginin og kappsamur að hverju sem hann gekk enda eftirsóttur til starfs bæði á sjó og landi. Eftir nokikuinra ára venu á sjón um fór Elías í land og stundaði þá ýms störf. Hann fluttist norður til Siglufjarðar. Réðst hann þangað sem starfsmaður við kúabúið á Hóli. Við það starfaði hann nokk ur ár. Það sagði mér bústjórinn sem þá var á Hóli, að Elías hefði verið einn bezti starfsmaður sem hann hefði haft. Kunningsskap- ur hélzt ætíð á milli Elíasar og bústjórans Snorra Arnfinnssonar. Elías fluttist norður til Siglufjaið- n

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.