Íslendingaþættir Tímans - 03.01.1976, Qupperneq 18
Hallgrímur Ólafsson
bóndi, Holti
Mjög er það misjafnt, hvern árangur
við sjáum af lifi okkar, er við stigum
inn fyrir fortjaldið mikla, sem aðskilur
lif og dauða. barna mun ýmislegt
koma til svo sem erfðir og uppeldi og
vafasamt hvort má sin meira, en þó
freistast ég til að halda, að sá neisti,
sem glæddur er i æsku af góðum for-
eldrum og heimili, verði, þegar allt
kemur til alls, drýgsta veganestið og
lif okkar sé þannig i rauninni að
nokkru mótað strax i æsku.
Ævidagarnir geta verið „mæða og
hégómi”, eins og stendur á einum stað
i Daviðssálmum, en þeir geta lika
komið til okkar fullir af fyrirheitum,
sem við svo breytum i „gæfunnar gull
og gleðinnar brag” með störfum okk-
ar, með þvi að vinna i sveita okkar
andlitis og með þvi að sýna lifinu
trúnað i þeirri von að það eigi sér til-
gang jafnt þessa heims sem annars.
beir, sem þannig lifa og breyta,
verða i' rauninni hamingjunnar börn,
hvernig svo sem ævikjör þeirra eru að
öðru leyti, vegna þess að þeir hafa
uppgötvað þann sannleika, að
hamingjan er fólgin i okkur sjálfum.
bessar og aðrar hugleiðingar koma
mér I hug er ég með þessum linum vil
minnastHallgrims Ólafssonar bónda i
Holti, sem lézt i Sjúkrahúsinu á Egils-
stöðum 9. ágúst s.l. eftir langvarandi
vanheilsu.
Hallgrimur var fæddur á Skeggja-
stöðum i Fellum 25. júni 1898, elztur
fjögurra systkina, sem upp komust, en
hin eru: Jón bóndi á Hafrafelli (látinn
1971), Guöriður fyrrum húsfr. á Asi, nú
búsett i Egilsstaðakauptúni og Laufey
húsfr. á Droplaugarstöðum. Foreldrar
Hallgrims voru hjónin Ólafur Jónsson
frá Skeggjastöðum og Guðlaug
Sigurðardóttir frá Kolsstaðagerði á
Völlum, en þau bjuggu fyrst i stað á
Skeggjastöðum i sambýli við tvo bræð-
ur Ólafs, bórarin og Hallgrim og fjöl-
skyldur þeirra.
Skeggjastaðaheimilið eins og það
var nefnt, var fjölmennt, andleg
mennt hélzt þar i hendur við dagleg
störf, og þar var t.d. sönglist iðkuð
meira en titt var á heimilum.
bað kom i hlut Hallgrims að taka við
búi föður sins aðeins sautján ára að
aldri, en ólafur missti snemma heils-
una og var meira og minna frá verkum
þaðan i frá, siðustu æviárin gat hann
aðeinshreyft sigum ihjólastól. Ólafur
andaðistárið 1933. Sjúkdómurinn mun
hafa veriðsvok. Parkinsonsveiki, sem
menn þá kunnu ekki að greina né gefa
ráð til.
Arið 1914 ræðst fjölskyldan i það að
reisa nýbýli á holtinu framan við
Skeggjastaði, en þennan hluta úr jörð-
inni hafði Ólafur haft frá byrjun
búskapár sins. Var húsið fullgert fjór-
um árum siðar og nefnt Holt. bað hús
stendur enn. Við húsbygginguna munu
fljótt hafa komið i ljós þeir eiginleikar,
sem entust Hallgrimi alla tið, að hann
var i bezta lagi laghentur og ósérhlif-
inn að sama skapi.
brátt fyrir erfiðleika og annir tókst
Hallgrimi að komast til náms i Eiða-
skóla haustið 1919 og stundaði þar nám
i tvo vetur undir handleiðslu hins
merka kennara og fræðimanns sr.
Asmundar Guðmundssonar. Oft
minntist Hallgrimur á islenzkutimana
hjásr. Ásmundi, en hann var orðlagð-
ur kennari i þeirri grein.
bað fór ekki leynt, að þessir tveir
veturhöfðu orðið Hallgrimi notadrjúg-
ir, og ég þykistvita, að hugur hans hafi
stefnt til frekara náms, en af þvi gat
ekki orðið.
Arið 1934 gekk Hallgrimur að eiga
eftirlifandi konu sina, Elisabetu
Jónsdóttur ljósmóður frá Hreiðars-
stöðum, og tóku þau þá strax við bús-
forráöum i' Holti og bjuggu þar alla
sina búskapartið.
Elisabet er greind kona og hlý,
dugnaðarforkur til allra starfa, og ég
hygg, að engum sem þekkt hefur til
heimilisins i Holti, geti dulizt að þessi
ráðahagur hafi orðið þeim báðum til
gæfu, svo samhent hafa þau verið i
lifsbaráttunni.
Vegna starfa sinna sem ljósmóðir
varð Elisabet að dveljast mikið af
heimili, en hún hafði góða heimilis-
hjálp, þar sem var móðir hennar,
Sveinbjörg,sem var i Holti um tuttugu
ár og til dauðadags, en einnig var Guð-
laug, móðir Hallgrims, langtimum
saman i Holti, en hún dvaldist til skipt-
is hjá börnum sinum, eftir að þau fóru
að heiman og stofnuðu sin eigin
heimili.
Allmargir kaupstaðarunglingar
dvöldu sumarlangt i Holti, sumir fleiri
en eitt, og mér er kunnugt um það, að
dvölin þar varð þeim hollur skóli.
Hallgrimur var bóndi af lifi og sál,
það vildi hann vera og gekk að þvi
starfi með þeirri atorku, sem honum
var i blóð borin. Hann ræktaði tún, og i
búskapartið hans jókst túniö frá þvi að
vera spilda utan við heimreiðina og i
það að ná fram að Teitará, sem er
landamerki milli jarðanna Holts og
Teigabóls. Mikið af þessu landi voru
þýfðar mýrar, en hefur nú verið breytt
i sléttan töðuvöll.
Útihús voru reist úr varanlegu efni,
fyrst fjós, sem áfast var við ibúðar-
húsið, en siðan f járhús og hlöður og nú
siðast byggt stórt nýtt fjós. Bústofn
aukinn að sama skapi.
En þrátt fyrir annriki við bústörfin
gaf Hallgrimur sér tima til annarra
starfa. Hann smiöaði flest til heimilis
bæði úr tré og járni, renndi og skar út,
og önnur heimiii nutu einnig góðs af.
Nokkrar spunavélar og vefstóla smið-
aði hann heima, m.a. fyrir kvenfélög á
Héraði.
Arið 1927 var reist vatnsrafstöð fyrir
öll býlin á Skeggjastöðum. Rafrörin
18
islendingaþættir