Heimilistíminn - 14.03.1974, Blaðsíða 12

Heimilistíminn - 14.03.1974, Blaðsíða 12
Djúpsteikmg er orðin algeng matreiðsluaðferð á heimilum. Margir nota álpott með körfu og aðrir eiga djúpsteiikingarpotta með innbyggðu rafkerfi. Það er ekki mikill munur á að steikja i þessum tveimur gerðum og sú fyirnefnda er miklu ódýr- ari, en meiri hætta er þar á að brenna sig. Sé litið til hitaeininganna, er alveg sama hvort steikt er á pönnu upp úr smjörliki eða í potti með oliu. Matur- inn drekkur i sig svipað magn af feiti. Sitt af hverju um steikinguna Hægt er að steikja upp úr oliu, jurtafeiti eða djúpsteikingarfeiti. Sú siðastnefnda er sérstaklega hreinsuð feiti, sem engin lykt er af. Sojaolia og maisolia innihalda margar ómettaðar feitisýrur og eru þvi hollari en dýrafeiti. Hellið feitinni i djúpsteikingarpottinn, sem ekki má vera meira en hálfur, þar sem oft vill slettast upp úr honum. Feitin er hituð upp i ca 180 stig og bezt er að mæla hitann með þvi að setja fransk- brauðsbita án skorpu i pottinn. Hann á að verða gulbrúnn á einni minútu. Aðferðin með eldspýtuna er ónákvæm. þvi það freyðir um hana bæði við 150 og 250 stiga hita. Gætið þess vandlega að feitin verði ekki of heit. Hún getur kveikt i sér sjálf við 300 til 400 stig. Leggið strax lok á pottin, ef kviknar i feitinni, en setjið aldrei vatnþvi þá sprautast brennandi feitin út um allt. Maturinn sem steikja á, þarf að vera eins þurr og mögulegt er, annars sýður feitin upp úr eða slettist. Feitin kólnar talsvert, þegar maturinn er settur i og þess vegna er bezt, að steikja aðeins litið i einu og láta oliuna helzt alltaf halda sér við 180 stig. Steikingartimi er yfirleitt tekinn fram i uppskriftum. Þvi sem búið er að steikja, er lyft upp i körfunni og aukafeiti látin leka af. Siðan er maturinn lagður á nokkur lög af eldhúsrúllupappir, sem drekkur i sig afganginn. Berið á borð sem fyrst, þvi djúpsteiktur matur á að vera vel heitur. ttalskt kálfasnitzel 4 sneiðar úr kálfslæri salt, pipar 2 sneiðar skinka 4 sneiðar ostur hveiti l egg rasp, feiti 1 sitróna Sa franhrisgrjón 1 litill laukur 1 msk smjör safran á hnífsoddi 2 stórir bollar hrisgrjón 1 tsk salt Sjóðið fyrst hrisgrjónin. Kraumið siðan fint saxaðan laukinn i smjörinu, án þess að brúna hann. Setjið safranið saman við, hrisgrjónin, saltið og 3 bolla af sjóðandi vatni. Látið þetta sjóða við mjög litinn hita undir loki i 12 min. Slökkvið undir pottinum og látið hann standa lokaðan á plötunni, þar til kjötið er tilbúið, þó ekki lengur en 12 minútur i viöbót. Berjiö kjötið vel, án þess þó að merja það mikið. Stráið salti og pipar á. Leggið siðan ostsneið og 1/2 skinkusneið á hverja kjötsneið, og brjótið kjötið saman utan um. Festið brúnirnar með tannstöngii. Veltið upp úrihveiti, þeyttu eggi og raspi með salti i. Látið þorna á kjötinu og 12

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.