Heimilistíminn - 14.03.1974, Blaðsíða 22

Heimilistíminn - 14.03.1974, Blaðsíða 22
POI SUZI QUATRO Hún kom eins og elding inn i pop- heiminn. „Can the can” kom á mark- aðinn 5. mai 1973 og tveimur vikum siðar var platan komin á toppinn á ensku vinsældalistunum. Skömmu sið- ar var „Can the Can” lagið sem ungl- ingar um allan heim vildu fá að dansa eftir á diskótekum. Suzi Quatro var harla ánægð með þetta. Hún hafði þurft að biða lengi eftir að fá að gera sina fyrstu plötu, en að sú yrði svona feikivinsæl, nei, það hafði hana aldrei dreymt um. Hún átti þetta skilið og það sannaði hún með næstu plötu, „48 Crash”, sem einnig fór beint inn á vinsældalista og hækkaði sig þar. „Allt er þá þrennt er” segir ágætt máltæki svo Suzi reyndi enn með „Daytona Demon” og ekki gekk það verr. Sú plata fór einnig á vinsældalista á mettima, sú þriðja i röðinni. Suzi Quatro er bandarisk, fædd i De- troit 3. júni 1950. Faðir hennar er tón- listarmaður og Suzi var meðlimur i hljómsveit hans strax átta ára. En 15 ára var hún búin að fá nóg af jazz og bongótrommum, en á þær spilaði hún. Þá hætti hún i hljómsv. föður sins og myndaði „grúppu” með systrum sinum þremur, Nancy, Patty og Arlene. Þær kölluðu sig „Suzi Soul & The Pleasure Seekers” Systurnar fjórar urðu afar vin- sælar i Detroit og höfðu meira en nóg að gera. Brezki framleiðandinn Mickie Most var af tilviljun staddur á næturklúbb ein- um, þar sem Suzi og systurnar skemmtu og hann varð þegar yfir sig hrifinn af Suzi. Hann taldi hana á að koma með sér til Englands og reyna sig þar. Suzi lét slag standa, en hún sá ótal sinn- um eftir „flóttanum” frá Detroit og góðu dögunum þar. Það gekk sem sé ekki eins vel i Englandi og hún hafði búizt við. Most hélt aftur af henni. Suzi var óþolinmóð og vildi strax syngja inn á plötu, en Most sagði, að bezt væri að biða, þar til rétta lagið kæmi. Hann hafði á réttu að standa. Can the Can kom og hver getur óskað sér nokkurs betra til að byrjameð? Nú er Suzi þakklát Most fyrir að haf hamið sig. Þegar Suzi er á sviðinu, er hún alltaf klædd þröngum svörtum leðurfötum. Hún spilar á bassagitar, sem er allóvenjulegt af stúlku. Röddin er skörp og knýjandi, það er eins og ómögulegt sé að sitja kyrr, þegar plötur hennar eru á fóninum. 22

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.