Heimilistíminn - 14.03.1974, Blaðsíða 18

Heimilistíminn - 14.03.1974, Blaðsíða 18
spurði hann alltaf af svo miklum skiln- ingi, hvernig honum liði, þegar hann kom til hennar til að kaupa sér álegg. Hún var afskaplega virðingarverð og vingjarnleg kona. t rauninni minnti hún hann afskap- lega mikið á Leilu, hugsaði hann, þegar hún var komin framhjá. Furðulegt, að hann skyldi aldrei hafa veitt þessu eftir- tekt fyrr. Frk. Prehn gekk áfram eftir götunni Þar sem hún fór framhjá hverju húsinu af öðru, minnti hún helzt á hershöfðingja, sem er á eftirlitsferð hjá sveitum sinum — þvi að i þessum húsum voru nefnilega við- skiptavinir hennar. t tuttugu-og-fimm ár hafði hún staðiö bak við afgreiðsluborðið i sömu verzluninni, og vegna samvizku- semi hennar og elskulegs viðmóts gagn- vart viðskiptavinunum var þetta blómleg verzlun, sem ekki stafaði nein hætta af' hlægilegum fyrirbrigöum eins og stór- mörkuðum og þess háttar. Þau hjónin, sem verzlunina áttu, gerðu sér ljóst, að fröken Prehn var virði þyngdar sinnar i gulii. Þau gátu hins vegar lokað, ef hún færi að hætta. Kvöldsólin glampaði i bláum, skærum augum hennar og skein á framstandandi undirhökuna. Hún var að hugsa um Hol- ger Kragh, og henni fannst það sorgiegt, að hann skyldi vera orðinn ekkjumaður. Svona gjörvilegur maöur — og ungur enn- þá. t rauninni hafði hún verið veik fyrir honum öll þessi ár. Sumir karlmannanna, sem verið höfðu fastir viðskiptavinir öll þessi ár, höfðu kveikt drauma hjá henni — og Holger Kragh var einn þessara manna. Hann hafði verið sætur hérna áður fyrr — og á sinn hátt var hann það ennþá. Og hún sjálf var ung lika. Það var engu likara en viðskiptavinirnir væru skyldir manni, þegar maður var búinn að umgangast þá i svona mörg ár, hugsaði hún með sér og brosti. Börnin, sem maður mundi eftir, voru nú gift. Gift og áttu fina bila — og áttu sjálf börn. Og hún sjálf stóð enn við afgreiðsluborðið i kjötbúðinni — og fyrir henni var allt óbreytt. 1 þessi tuttugu-og- fimm ár hafði hún búið i ibúð á fyrstu hæð, tveim götum frá kjötbúðinni, og hún átti indælt litið heimili með blómakassa á svölunum og mahónihúsgögnum og hús- búnaði, sem gat komið flestum öðrum til aðblikna. Borðbúnaður og hvaðeina milli himins og jarðar. En hún hafði svo sem ekki mikil not fyrir þetta þvi hún þekkti ekki marga. Henni varð aftur hugsað tii Holgers Kragh. Einhvern dag- inn ætlaði hún að rabba við hann i róleg- heitum — hann var einmana eins og hún og þarfnaðist eftirtektar. Hún ætlaði að bjóða honum til kvöldverðar — og hafa vinflösku á borðum. Og kaffi og koniak og vindla — allt það, sem hugur mannsins hlýnaði við... Ennþá voru áform fröken Prehn laus i reipunum, en áður en hún komst heim, voru þau orðin fastmótaðri. Hvernig átti hún bara að fara að þvi að komast nær honum — þvi að hún vildi ekki ganga til hans á götunni. Þá fékk hún snjalla hug- mynd. Á hverjum sunnudegi fór hann til kirkjugarðsins til að leggja blóm á gröf konunnar sinnar. Það vissi hún með vissu. Og á sunnudaginn ætlaði hún að fara i sin finustu föt — setja á sig nýja, flotta hatt- inn og taka fallega veskið sitt — og ganga ,,af tilviljun” fram hjá gröf frú Kragh, þegar hann stóð þar i sorgum sinum. Kannski gæti htjn lokkað hann með sér heim i siðdegiskaffi með heimabökuðum kökum, og þá voru henni allir möguleikar opnir... Næstu dagana veittu þær Anne og Sonja þvi eftirtekt, að breytingar höfðu orðið á föður þeirra. Hann virtist kátari — og hann var svo furðulega sjaldan heima. Það var alls ekki anzað i simann, stund- um þegar þær hringdu. Og það var i raun og veru orðin breyting á Holger Kragh. Magda Prehn var smám saman komin inn i tilveru hans og fyllti þar út í tómarúm, sem hafði verið svo yfirþyrmandi. Skemmtilegar sam- ræðurnar — ánægjulegar gönguferðirnar — smáferðalög út i skóginn. Þau fóru og litu á auglýsingarnar — og hann var ekki lengur einmana. Þetta var svo friðsælt og gott —hugsa sér, að fröken Prehn skyldi i raun og veru vera svona stórkostleg kona, sem skildi til hlitar einstæðingsskap hans. Hann kallaði hana alltaf „fröken Prehn”, enda þótt hún væri alltaf að biðja hann að kalla sig Mögdu. En það fékkst hann ekki til að gera — honum fannst þau ekki þekkjast nógu vel til þess ennþá. Og frök- en Prehn hafði aðsinu leytinu nógan tima. Hægfara tilfinningar hennar blossuðu upp i hitasótt sem nálgaðist ást. Var það um seinan? spurði hún sjálfa sig. Nei, það var það ekki — henni fannst skyndilega lifið blasa við henni — lifið, sem hafði snið- gengið hana, meðan hún hafði staðið bak við afgreiðsluborðið og látið sig dreyma um karlmenn, án þess að hefjast handa. Nú var allt breytt. Hún var gripin þeirri örvæntingu, sem gripur veiðimanninn, þegarhann eygir bráð eftir árangurslaust erfiði allan daginn. Og heimurinn hvarf henni — hversdagsleikinn — viðskiptavin- irnir — einmanaleikinn. Af þvi að hugur hennar var þrunginn tilhlökkun — kröf- unni um að fá að lifa fyrr en það var um seinan. En tilhugsunin um margra ára hjónaband Holgers fyllti hana ótta. Hann hafði verið svo hamingjusamur með eiginkonu sinni — og hann þurfti að taka tillit til dætra sinna. Þessi ógifta virtist hörðihorn að taka. Og örlögin höguðu þvi svo, að það skyldi einmitt vera Anne, sem hringdi dyrabjöllunni frá fröken Prehn heiðskiran júnidag. — Já, en guð minn almáttugur — eruð það þér? Fröken Prehn roðnaði. Hún bauð Anne inn i stofu. Litaðist sem snöggvast um til þess að ganga úr skugga um, aö allt væri i lagi. — Fáið yður sæti, sagöi hún vingjarn- lega. En innra með sér var hún köld. Hvað skyldi nú gerast? Anne settist niður og horfði i gaupnir sér. — Ég hef heyrt, að þið faðir minn séuð mikið saman, sagði hún loks. Já, faðir minn hefur ekki sagJ mér það sjálfur — hann skrökvar eins og skólastrákur til að dylja það fyrir mér og systur minni. — Er það nauðsynlegt? spurði fröken Prehn. Hún sat teinrétt i baki og hún fann sterka þrjóskutilfinningu gagntaka sig. — Faðir yðar hefur liklega leyfi til að um- gangast hverja þá, sem hann langar til? — Fröken Prehn, skaut Anne inn i. Finnst yður sjálfri þér hafa hagað yður skynsamlega? — Hvað eigið þér við með þvi? — Faðir minn er einmana — og þér haf- ið fært yður i nyt einstæðingsskap hans. Faðir minn hefur lifað sinu lifi — þar sem þér hins vegar eigið allt til góða. Ég álit, að hann geri sér alls ekki ljós markmið yðar. Honum finnst þér vera indæl og góð manneskja, hjálpsöm og skiljið hann. Sem sagt — góður vinur, annað ekki. Þér hins vegar ætlist til svo mikils, að hann getur aldrei uppfylit það. Svipur fröken Prehn varð hörkulegur: — Farið þér! hrópaði hún. Þér ættuð að skammast yðar! Þér eruð náttúrulega dauðræddar um, að ég fari að giftast föð- ur yðar — hvað verður þá um arfinn, ekki satt? Það myndi setja slæmt strik i reikn- inginn hjá yður... Anne reis á fætur. Hún fyrirvarð sig fröken Prehn vegna — en hún var róleg og köld og fann jafnframt til meðaumkunar. — Ef það væri föður minum til ánægju og hamingju, myndum við systurnar ekki segja eitt einasta orð, sagði hún. En það gæti það aldrei orðið, af þvi að faðir minn verður aldrei hamingjusamur á sama hátt aftur. Hann er einmana og ringlaður, af þvi að svo stórkostlegar breytingar hafa orðið i tilveru hans. 1 hans augum er- uð þér eitthvað gott og öruggt, sem hann getur hallað sér að. Þér eruð góðar við hann — dekrið við hann — og mamma dekraði við hann alveg hræðilega alla ævina, og hann nýtur þess að láta stjana við sig. Allt hvað eina, sem maður þarfn- ast. það veitið þér honum — ennþá án þess að krefjast nokkurs i staðinn. Þér látið hann tala um mömmu, af þvi að þér hald- ið, að það sé öruggasta leiðin til að fá hann til að endurgjalda tilfinningar yðar. Fröken Prehnsjálfrar yðar vegna — haldið áfram að umgangast föður minn. Talið við hann. Njótið félagsskapar hans — en gerið yður ekki vonir um meira. Það væri synd vegna yðar sjálfrar og hans, ef af þessu kynnu að skapast tilfinningar og l Framhald á bls, 4 0 18

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.