Heimilistíminn - 14.03.1974, Blaðsíða 45

Heimilistíminn - 14.03.1974, Blaðsíða 45
© Þekktu barnið Þeir höfundar leggja áherzlu á, að það er ákaflega erfitt fyrir barn , sem fram til þess hefur verið eitt, að eignast syst- kini. Þetta erifyrsta sinn, sem það kynnist ungbarniog þeim vandamálum, sem slikt hefur i för með sér. En hvaða vandamál eru það: Afbrýði og samkeppni 011, sem felast i þessum tveimur orðum. Þvi að nýtt systkini er kappinautur, sem barnið getur haft góða ástæðu til afbrýði gagnvart. Það er barátta milli stærra barnsins og þess litla, hvort stendur móðurinni nær, og ósigur stærra barnsins getur leitt til upngiafar. sektarkenndar og öryggis- leysis, segir bandariskur sálfræðingur og þetta er liklega eins hér heima. „Barnið getur sýnt afbrýðina beint eða óbeint. Það segir ef til vill aðeins, að þvi finnist ekki gaman,að nýtt barn skuli vera komið á heimilið. Stundum ræðst það á litla barnið. Á hinn bóginn getur það lika sýnt litla barninu allt of mikla umhyggju. Stundum endurtekur hann si og æ við foreldrana, að þeir verði að passa að missa ekki litla barnið, stinga það ekki með nælu, eða þess háttar. Afbrýðissemin getur ennfremur komið fram i þvi, að barnið vill ekki sofa, ekki borða, eða það tekur upp á þvi að fara að gera i buxurnar. Til er lika, að það vill sífellt láta móður sina vera aðhjálpa sér með eitthvað, einmitt þegar hún er önnum kafin við að sinna litla barninu. Þetta segja sálfræðingarnir. Hver bjargar sér bezt? Vissuð þið, aðhægt er að vissu marki að sjá fyrir, hvernig börnin þroskast i sam- bandi sinu við hvert annað? Það er velþekkt álit, að einkabörn séu eitthvað sérstakt og það er að vissu leyti rétt. En það er oft svo mikill munur á yngri og eldri systkinum, að undarlegt má telja. Rannsókn, sem gerð var við banda- riskan háskóla, að visu fyrir nokkuð löngu, leiddi i ljós, að elztu börnin áttu auðveldast með að bjarga sér upp á eigin spýtur — þau leggja allan sinn sóma i það. Hin, sem eru aftar i röðinni, leita frekar aðstoðar. Svipuð rannsókn var gerð á afbrotum. Hún tók til 707 fanga, og þar kom i ljós.að elztu börnum er hættara við að fremja al- varleg afbrot en hinum yngri. Þeim hætt- ir hins vegar fremur til að vera félagar i stærri glæpasamkomum. Brezki sálfræðingurinn Joseph McNalIy hefur gert eins konar yfirlit yfir börn, eftir þvi hvar þau eru i röðinni af systkin- unum: Elzta barnið Elzta barnið er hlýðnara, iðnara og regusamara en yngri systkinin. Það þroskast eins og gerist og gengur, en verður oft „borgaralegra” i hugsun. Oft er það duglegast i skólanum, ef til vill vegna þess að það er, svo iðið og metnaðargjarnt. Það hefur sterka ábyrgðartilfinningu og vill hafa ábyrgð að bera. Þess vegna er þvi hætt við að vilja ráða yfir öðrum og elztu börn verða mjög oft leiðtogar á einhverju sviði. Elztu börn komast oft langt i lifinu, en ef til vill öðlast það frama sinn vegna frekju beinlinis og einstakrar tilhneigingar til að finna til valds yfir öðrum. Næstelzta barnið Þar sem elzta barnið á mikið undir samúð foreldranna, er það næstelzta litið gefið fyrir að gera þeim til hæfis. Það er ekki eins duglegt i skólanum, langar ekk- ert til að ráða öðrum, dreymir oft dag- drauma og hefur gjarnan listræna hæfi- leika. Samkvæmt skýrslum McNallys eru fjölmargir rithöfundar, tónskáld og heim- spekingar einmitt númer tvö af syst-. kinunum. Annað barnið er gefið fyrir að að vera dáldið örðuvisi en fjöldinn og þroskast gjarnan i þá átt. Andstætt við elzta systkinið, á það auðvelt með að eignast vini. Það er ekki eins ráðrikt og kærir sig ekki um að bera af á neinn hátt. Reynslan sýnir, að stúlkur, sem eru númer tvö, verða gjarnan hjúkrunar- k'onur, félags- eða uppeldisfræðingar og þess háttar. Þriðja barnið Þriðja barnið á erfiðara en það fyrsta. Það á 2 eldri systkini og þarf að berjast fyrir að láta taka eftir sér og verða viðurkennt. Þetta barn er oft hrætt um að vera óvelkomið og i mörgum tilfellum gengur það með þá tilfinningu alla ævi. Mörg börn númer þrjú verða einmana, tortryggin og þjást af minnimáttarkennd alla ævi. önnur styrkjast i baráttunni við aö komast áfram og þroska á þann hátt með sér viljastyrk og metnaðargirni. Fjórða barnið — og einbirnið Einbirninu liður eins og þvi fyrsta, en finnur til meiri ábyrgðar. Það finnur bet- ur til skyldu sinnar, þar sem foreldrarnir eiga ekki önnur börn, og finnst það þvi þurfa að vera allt og gera allt. Þessi tilfinning getur orðið svo þrúgandi, að barnið brotni undan henni og verði of viðkvæmt fyrir gagnrýni. Það á oft erfitt með að afla sér vina og vera eins og til er ætlazt af þvi. Mikið af þvi getur þó verið ímyndum barnsins. Það er oft feimið, ein- mana, upptekið af sjálfu sér og erfitt i umgengni. Fjórða barn i systkinahópi likist oft einbirninu, vegna þess að það kemur stundum langt á eftir systkinum sinum og verður þvi meira eitt með foreldrunum. Oft er það óskabarn, sem fæðist eftir miklar bollaleggingar, einmitt þegar foreldrarnir hafa nægan tima til að hugsa um það. Þekktu barnið þitt Allt þetta hefur ekki aðeins þýðingu fyrir uppeldis- og sálfræðinga. Það hjálpar lika foreldrunum til að skilja börn sin betur. Það getur verið svar við þeirri spurningu, hvers vegna systkini eru svo ólik. Þetta getur einnig sýnt fram á mismunandi persónuleika, sem ekki þýðir að reyna að breyta, þegar persóna er mótuð. Hins vegar er hægt með þessari vit- neskju að koma i veg fyrir óheillaþróun. Reyna að látaeinkabarnið ekki verða eins einmana með þvi að setja það i leikskóla, eins snemma og unnt er, eða fá önnur börn til að koma. Eða að skilja, hvernig elzta barnið hugsar, og reyna að minnka ráðriki þess og metnaðargirni, sem siðar gæti orðið þvi til skaða. Reynið að koma i veg fyrir, að fyrsta barninu finnist það útundan, þegar næsta barn kemur. Eða að númer þrjú finnist ekki rúm fyrir sig i fjölskyldunni, sem þvi finnst vera heilsteypt fyrir. Endir. — Af hverju ég gaf honum eitur? Nú ég vildi ekki fá blóð á gólfteppið. 45

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.