Heimilistíminn - 14.03.1974, Blaðsíða 44
oghann var í fríi í Englandi. Hann skyldi ekki láta
Phoebe f rænku néokkurn annan ráða yf ir sér þessa
daga, sem hann átti eftir að vera hér. Hann rétti
aítur úr sér, þegar hann kom að tröppum hússons.
Héðan í frá skyldi hann sýna fólki þaðsem hann var
vanur að sýna hinum megin á hnettinum. Hann
gerði sér grein fyrir hvers vegna hann hafði leyft
Phoebe f rænku, að ákveða allt f yrir sig. Ekki vegna
þess að hann væri veikgeðja, það var ekkert veikt í
eðli hans, heldur af því hann vildi ógjarnan særa
einu ættingja sína. Hann átti enga aðra, nema bróð-
ur sinn.
— Ó, þarna ertu þá, óþægi strákur! Glaðleg rödd-
in var eins og högg, um leið og hann kom inn i and-
dyrið.
— Hvar í ósköpunum hefurðu verið? Ég ætlaði að
fara niður í bókasafn — nei, nei, það skiptir engu
máli núna, við getum farið á morgun. Benjmín
kéypti eithvað af blöðum handa mér, svo ég hef nóg
að lesa. Hvar sagðistu hafa verðð? spurði hún liks
forvitin.
— Ég man ekki eftir að hafa sagt neitt um það,
svaraði hann um leið og hann fór úr f rakkanum.
— Ég var farin að óttast um þig. Hún beindi
þybbnum vísif ingri að honum. -- Þú átt að segja f rá
því, þegar þú ferð út. Jæja, það er gott, að þú ert
komin heim aftur. Það koma gestir í kvöldmat, þú
hef ur hift þau áður. Það eru Forsytheh jónin og dæt-
ur þeirra tvær.
Neil kreppti hnefana og munnurinn varð eins og
strik. Frænkan hélt áf ram: — Susan er svo laglega
ung stúlka, svo pen og vel upp alin og hin....
— Hin er með framstæðar tennur og stamar
hræðilega, ekki satt? Mér finnst ég muna eftir
henni. Augu hans skutu gneistum.
— En Neil, svona máttu ekki tala, mótmælti
frænkan og steingleymdi, að hún hafði oft rætt um
það við mqnn sinn, að það væri synd, hvað Marion
væri lítið fyrir augað.
— Hún hefur dásamlega framkomu og ég er viss
um að þú kæmist að þvi, ef þú byðir henni út, eins
og ég bað þig um. Ertu gegnblautur? I fæturna? Ég
skal ná i þurra sokka handa þér....hún sigldi yfir
gólfið að tröppunum og leit út eins og galeiða fyrir
fullum seglum, hugsaði hann og horfði á eftir
henni. — Komdu nú upp, drengurinn minn....
— Bráðum. Hann sneri sér að dyrunum inn í dag-
stofuna og þegar hann opnaði þær, stóð hún uppi í
þriðju tröppu.
— Neil! Þetta var óumdeilanleg skipun um að
hann ætti að fylgja henni, tónninn var sá sami og
þegar hún talaði við Benjamín frænda.
— Ég get f undið sokkana mína sjálf ur, þegar mig
vantar þá, frænka, sagði hann og fann reiðina
blossa upp í sér. Svo gekk hann inn í dagstofuna og
lokaði hurðinni ákveðinn á eftir sér.
Reiðin sat i honum það sem eftir var kvöldsins.
Frú Forsyth, heimskuleg kona með stór, brún augu,
sem minntu hann á eina kúna heima í Ástralíu,
hafði greinilega ekkert á móti því að gefa aðra dótt-
ur sína þessum hraustlega Ástralíumanni. Ef hann
beindi orðum sínum til dætranna, sem hann varð að
gera öðru hverju fyrir kurteisis sakir, Ijómuðu báð-
44
ar f rúrnar og kinkuðu kolli. Dæturnar störðu á hann
alla máltíðina, eins og hann væri vera frá annarri
stjörnu og kinkuðu hrifnar kolli, í hvert sinn, sem
hann minntist á föðurland sitt. Seinna, er þau sátu i
dagstofunni og drukku kaffið, hafði honum verið
ætlað sæti milli þeirra og þá losnaði skyndilega um
málbein hans, þegar önnur þeirra spurði, hvað hann
gerði við sauðféð heima á búgarðinum.
Neil sagði henni það. Hann sagði þeim allt, ná-
kvæmlega f rá lif i lambs, f rá þvi það fæddist og þar
til það var af lífað eða selt. Tvisvar reyndi f rænkan
að þagga niður i honum, en í bæði skiptin varð hún
sjálf að þagna. Andlit frú Forsyth roðnaði og roðn-
aði og stúlkurnar, sem aldrei höfðu komið nálægt
sveitabúskap, urðu órólegar og sendu móður sinni
örvæntingaraugnaráð. Þegar frúin loks þoldi þetta
ekki lengur, lagði hún frá sér bollann og sagði með
hálf kæfðri röddu, að því miður yrðu þau nú að fara.
Eiginmaðurinn stundi, hann hafði auðsjáanlega
hlustað hrifinn á þennan ágæta fyrirlestur um
sauðf járrækt.
Phoebe frænka fylgdi þeim til dyra og malaði
um, hvað henni þætti allt leitt, en kom svo aftur
rauðglóandi af reiði. Benjamín sat á stólbrún og
beið. Hann þekkti hættumerkin og leit vorkunnar-
augum á frænda sinn, sem hallaði sér aftur á bak í
sófanum og kveikti sér í pípu, algjörlega áhyggju-
laus að sjá.
— Neil, hvernig vogarðu þér að tala um slíka
hluti, þegar konur eru viðstaddar, byrjaði frænkan
með rödd, sem nötraði af reiði.
— Slíka hluti? Hvað áttu við með því, kæra
frænka, spurði hann undrandi.
— Þú veizt mætavel, hvað ég á við, svaraði hún
snúðugt. — Þú varst hreint og beint grófur við vini
mína og dætur þeirra...saklausar ungar stúlkur,
sem aldrei hafa komið nálægt dýrum....
Hún spurði mig um líf sauðf jár og ég svaraði. Ef
þú hefðir fengið vilja þínum framgengt, hefði önn-
ur þeirra áreiðanlega þurft að koma talsvert mikið
nálægt sauðfé. Varst þú ekki að vona, að ég færi
með aðra þeirra út í eyðimörkina? Skyndilega varð
hann bálvondur yf ir þeirri tilhugsun, að önnur hvor
þessara stúlkna lifði með honum því dásamlega líf i
sem þar var. Rödd hans skalf, þegar hann stóð upp.
— Hefði ég beðið annað hvort Susan eða Marion,
eins og þú hef ur svo innilega vonað, að ég væri nógu
vitlaus til, heldurðu þá, að ég léti hana ekki kynnast
því sem eru daglegir hlutir á búgarðinum?
— Þannig hlutir koma á eftir. Þetta er ekki um-
ræðuefni í dagstofu, svaraði hún ískaldri röddu. —
Ég hef gert mitt bezta fyrir þig, meðan þú hefur
verið hér og reynt að gera þér heimsóknina eins
skemmtilega og unnt er, og svo launar þú það með
því að vera dónalegur við gesti mína. Hún sneri sér
að eiginmanni sínum.
— Benjamín, hvað ætlarðu að gera í málinu?
— Hvaða máli, elskan? Hann leit á hana og bætti
hugrakkur við: — Mér fannst frásögn Neils um
sauðfjárrækt mjög skemmtileg.
Hún sendi honum banvænt augnaráð — Það
fannst þér auðvitað! Þú hefur heldur aldrei stigið i
vitið. Ég verð að segja, að þú veldur mér vonbrigð-
Framhald