Heimilistíminn - 14.03.1974, Blaðsíða 27

Heimilistíminn - 14.03.1974, Blaðsíða 27
strax erfiðara. Vandamálin geta verið mikil eða litil, en tæplega er hægt að komast hjá þeim. Samband fyrsta barnsins við nýtt syst- kini er hlutur, sem falla verður inn i fjöl- skylduáætlunina. Slik áætlun er ekki leng- ur það eitt að koma i veg fyrir að börn fæðist. bað er pillan fyrst og fremst, sem hefur gert góða stjórn á þeirri hlið málsins mögulega, svo að raunverulega er hægt að gera áætlun um fjölskylduna. Hve mörg börn eigum við að eignast? Hvenær eigum við að eignast þau? Hvað á að vera langt á milli barnanna? Það eru miklu fleiri spurningar, sem hægt er að svara. Við viljum enn börn Á fyrstu árunum, sem PiDan var al- menn, fækkaði fæðingum það mikið, að við lá, að maður héldi, að enginn vildi framar eignast barn. t ljós kom þó,að þetta ástand var aðeins timabundið, og nú fjölgar fæðingum á ný, og þær eru að verða jafnmargar og,áður en PiDan kom til sögunnar. Við viljum enn eignast börn, en við vilj- um lika ráða hvenær við gerum það. Þarna eru ótal atriði, sem skipta máli, fjarhagur, litil ibúð o.s.frv. Höfum við efni á þvi? Höfum við pláss til þess? Það hljómar ef til vill dálitið kaldrana- lega að setja þetta svona fram, en það er það ekki. Nú höfum við fengið tækifæri til að vera skynsöm og hvers vegna þá ekki aö reyna það? Þessar spurningar eru af hreinni hag- kvæmni og svarið er undir þvi komið, hvað hverjum finnst rétt. En þriðja spurningin er af sálfræðilegum toga, ekki siður mikilvæg, en þó er hætt við að hún verði út undan. Hvaða áhrif hafa börnin hvert á annað? Þýðing systkinasambands Systkinasambandið er mikilvægt fyrir þroska barnanna og sálfræðingar hafa smátt og smátt aflað sér mikils fróðleiks um það.sem gerist i stækkandi fjölskyldu. Auðvitað hefur þetta allt ekki aðeins áhrif á börnin, heldur einnig foreldrana. Meðal annars hefur komið i ljós, að annað barnið er mun auðveldara en það fyrsta. Vegna þessa er m.a. sagt: „Allir frumburðir ættu að eiga eldri systkini” Þessi setning stendur i bók eftir þrjá þekkta barnasálfræðinga. Framhald á t5. siöu. 27

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.