Heimilistíminn - 14.03.1974, Blaðsíða 17
Þegar Anne heimsótti föður sinn, varð
henni alltaf hugsað til þess, hvað yrði
eiginlega um hann, og henni fannst hún
aldrei geta gert nóg fyrir hann.
Faðir hennar var 67 ára og rétt kominn
á ellilaun. Hann hafði unnið á skrifstofu
alla ævi sina og smám saman komizt upp i
góða stöðu. Hún gerði sér ljóst, að það var
erfitt fyrir hann að vera verklaus — ennþá
erfiðara af þvi að móðir Anne, Leila, hafði
andazt fyrir hálfu ári. Hún hafði hlakkað
svo mikið til, að maður hennar kæmist á
ellilaun —Þá verðum við næstum eins og
nýgift, hafði hún sagt, og Anne vissi, að
föður hennar hefði ekki orðið eins mikið
um að missa starfið, ef móðir hennar
hefði verið á lifi.
Holger Kragh virtist talsvert yngri en
67 ára — hann var hár og grannvaxinn og
með snjóhvitt hár. Stundum fannst Anne
faðir hennar vera ennþá reglulega
myndarlegur maður. Anne var fertug, og
henni gramdist það reglulega mikið, þeg-
ar ein af stúlkunum á skrifstofunni sagði:
— Verið þér bara rólegar, ungfrú
Kragh, þér þurfið sko ekki að hafa
áhyggjur ut af honum föður yðar. Or þvi
að hann er svona myndarlegur og ungleg-
ur, eins og þér segið, þá dettur hann
áreiðanlega aftur i lukkupottinn...
Anne vissi, að faðir hennar hafði ekki
hugsað um aðrar konur en móður hennar.
Þau höfðu lifað i löngu og hamingjuriku
hjónabandi. En henni var það lika ljóst,
að það var afskaplega erfitt að vera ein-
samall, þegar maður var ekki nema 67
ára — og átti ef til vill fjölmörg ár ólifuð.
Hún talaði við systur sina, Sonju Lund.
Sonja, sem hafði búið i nokkur ár i hjóna-
bandi, viðurkenndi, að þetta yrði erfitt
fyrir föður þeirra.
— En hann hefur þó húsið og garðinn að
sýsla við. Og við tvær getum skipzt á um
að elda fyrir hann. En hann ætti að fá sér
ráðskonu.
— Alls ekki, sagði Niels, maður Sonju,
sem hafði brosandi hlustað á samtal
þeirra systranna. Þá nær hann sér bara i
kvenmann, sem fjötrar hann svo eftir-
minnilega, að það endar með þvi, að hann
kvænist aftur.
— Það væri skelfilegt, sagði Anne.
Hún þagnaði, þvi að sterkar tilfinningar
gagntóku hana. Allar minningarnar um
móður þeirra. Það var skelfileg tilhugsun,
ef ókunnug kona ætti að fara að taka sæti
hennar. Hana óaði við tilhugsuninni um
það að deila föður sinum með öðrum.
Margra ára hjónaband — og svo að þurfa
að venjast nýrri manneskju. Nýrri mann-
eskju með allt annað skapferli og aðrar
kröfur og venjur.
— Kannski ætti ég að flytja heim til
pabba, sagði hún döpur.
Henni þótti svo vænt um litlu, nýtizku-
legu ibúðina sina, og naut á sinn hátt
frelsisins, enda þótt hún væri oft ósköp
einmana. Að búa með föður sinum — það
EINSTÆÐINGAR
Hann var einmana — og ungfrú Prehn
hafði ekki lifað lífinu eitt andartak.
Gat virkilega verið, að von væri
fyrir þau ennþá?
var vissulega lausn, og þeim hafði alltaf
fallið vel hvoru við annað.
Sonja sagði:
— Það gæti verið skynsamlegt og hag-
kvæmt — en það voru alltaf óskir
mömmu, að þú fengir að lifa þinu eigin
lifi. Mamma hélt fast við það, að ógift
dóttir hennar hefði jafn mikinn rétt til
frelsis og sú gifta — og frelsi þeirrar
ógiftu vill oft verða misnotað. Nei, við
verðum að hjálpa pabba,eins og við fram-
ast getum. Þú verður að lifa þinu lifi. Þú
hefur þó ekki gefizt upp við tilhugsunina
um að giftast og eignast börn?
Anne brosti dapurlega. Hún gerði sér
ljóst, að hún vakti ekki áhuga karlmanna.
Þá, sem hún gat fengið, vildi hún ekki —
og þeir, sem henni fannst eitthvað varið i,
voru jafn fjarlægir og tunglið. Jú, hún
hafði i raun og veru gefið alla von upp á
bátinn...
Dagarnir voru langir, gráir og vonlaus-
ir fyrir Holger Kragh. Húsið var hreint og
fallegt — það átti hann að þakka sinum
góðu dætrum, hugsaði hann. Isskápurinn
var úttroðinn af freistandi réttum, og þær
Sonja og Anne hringdu til hans oft á dag til
þess að rabba við hann.
— Simareikningurinn fer upp úr öllu
valdi, sagði hann áhyggjufullur, þvi að
hann hafði alltaf verið heldur sparsamur i
sér.
En það hafði lika haft sinar góðu hliðar.
Honum hafði safnazt talsvert fé—og húsið
var þó nokkurs virði. Það var gott, að
stúlkurnar skyldu erfa eitthvað eftir
hann, þegar þar að kæmi. Þetta hafði lika
skipt Leilu miklu máli. Hún hafði sagt:
— Maður á alltaf að skilja eitthvað eftir
handa eftirkomendunum.
En dæturnar eyddu miklum peningum i
að rabba við hann i simann. Og hug-
hreysta hann með ýmsu móti. Hann ráf-
aði um stofurnar, sem minntu hann á það,
sem verið hafði — innihaldsrik og ham-
ingjusöm ár með Leilu. Hreyfingar hans
voru orðnar rólegar, þvi að hann sat iðu-
lega og las. Hann saknaði rösklegra
gönguferðanna til stöðvarinnar — hann
lagði það eitt sinn á sig að rölta þangað og
leika það sjónarspil gagnvart sjálfum sér,
að ennþá væri þörf fyrir hann — en það
mislukkaðist. Hann þreyttist fljótt, og á
heimleiðinni var hann gripinn þunglyndi.
Aðeins nokkrum mánuðum áður hafði
hann gengið þessa leið rösklega — nú
skulfu hnén undir honum af þreytu.
Þegar hann kom heim, settist hann inn i
stofu og horfði á myndirnar á veggjunum.
Brúðkaupsmyndina af þeim Leilu. Hann
reis á fætur og snerti glerið varlega. Litla,
alvarlega Leila, grannvaxin og ung. Hún
hafði alltaf sagt, að þetta rómantíska nafn
ætti alis ekki við hana — hún væri alltof
venjuleg og jarðbundin. Það var hún ef til
vill, en í hans augum var hún hugtak alls
þess, sem ást gat talizt, og það hafði ekk-
ert breytzt með árunum. Hún hafði fitnað,
orðið þreytulegri, en hann hafði aldrei séð
mismuninn. En mikið gat hann saknað
hennar, hugsaði hann. Allt hvarf — allt,
sem var tilvera hans. Allar endurminn-
ingarnar. Það var alls enginn,sem hann
gat talað við um þetta. Og honum fannst
hann svo mikill einstæðingur.
Hann gekk út að glugganum. Það var
tekið að vora — tii allrar hamingju, þvi að
þá fengi hann nóg að starfa i garðinum.
En mild kvöldbirtan vakti hjá honum
angurværð. Lágvaxin, feitlagin kona gekk
framhjá húsinu. Hún kinkaði kolli til hans
og hann heilsaði henni. Þetta var ungfrú
Prehn, afgreiðslukonan i kjötbúðinni, sem
hafði starfað þar árum saman. Hún var
alveg ómissandi. Hún var ógift og um
hálfsextugt. Lágvaxin var hún og feitlag-
in, sem sagt — og eins og gangandi aug-
lýsing fyrir vörurnar, sem hún seldi. Hún
17