Heimilistíminn - 14.03.1974, Blaðsíða 15

Heimilistíminn - 14.03.1974, Blaðsíða 15
salti og pipar. t þaö eru settir bitar af salatgúrku og klippt steinselja. Lifrin á að vera i þunnum sneiðum, sem settar eru á heita pönnu ásamt olifuoli- unni og smjörlikinu. Sneiðarnar eiga að brúnast fljótt, svo að maður þarf að vera snöggur að bæði snúa þeim og krydda með pipar, salti og merian eða oregano. Áður en þær eru teknar af pönnunni, er gott að dreypa á þær sitrónusafanum. Hvitlauksyoghurtin er búin til áður. Að- eins þarf að blanda hráefninu saman og krydda eftir smekk. Soðnar kartöflur eru góðar með þessu, en einnig gróft fransk- brauð. Indversk lifur Kabab Indverskur matur er oft kryddaður með sérstöku kryddi, sem heitir Masala og er eiginlega sambland af ýmsu kryddi. Mas- ala er i þessum rétti. 400—500 gr. kálfalifur safi úr 1/2—1 sitrónu 1 tesk. korianderduft 1/2 tesk. pipar 1 tesk. kúmenfræ 1/2 tesk. kardimommur 1/4 tesk. negull smávegis heill kanell 1 1/2 tesk. salt og 1/4 tesk. chiliduft Lifrin er skorin i teninga, sem vættir eru i sitrónusafanum og siðan látið biða i 20-30 min. Siðan er þeim difið i kryddblönduna, þeir settir upp á spjót og grillaðir i 8-10 min og penslaðir með smjöri öðru hverju. Áður en bornir fram, er sitrónusafa dreypt á. Ef spjót er ekki fyrir hendi, má steikja teningana á pönnu. Með eru borin hrisgrjón og sitrónusneiðar. Sherrymarineruð lifur Ca. 1 kg. lifur 1 stórt glas þurrt sherry 1—1 1/2 tesk. salt 1/2 tesk. pipar 1 tesk. paprika smjörliki og olifuolia til steikingar 100 gr. bacon 1/4 kg. sveppir sitrónusneiðar Hægt er að blanda saman fleiri en einni tegund af lifur i þennan rétt. Hún er skor- in I þunnar sneiðar og hellt yfir þær sherrýinu, sem kryddið hefur verið hrært út i. Látið standa i hálftima og lifrinni snúið við öðru hverju. Siðan er sherrýið látið renna af henni og hún steikt i oliunni og smjörlikinu, tekin upp og haldið heitri. Baconsneiðarnar eru steiktar og lagðar yfir lifrina og sömuleiðis sveppirnir. Pannan soðin upp með vatni og afgangin- um af sherryleginuln, sem að öllum lik- indum er litill, þvi lifrin drekkur mikið i sig. Soðinu er hellt yfir og sitrónusneiðar lagðar ofan á. Grænt salat, kartöflur og brauð er borið meö. 15

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.