Heimilistíminn - 06.06.1974, Blaðsíða 5
Alma segir frá
afmælisg jöfinni,
sem var í svona
litlum kassa.
Það var lykillinn
að draumahúsinu
ALMA Hitchcock er gift þeim manni, sem
lætur kalt vatn renna milli skinns og hör-
unds á fólki á degi hverjum allt árið viða
um heim. Alma er smávaxin kona, fjörleg
og sihlæjandi. Hún er nú 73 ára gömul, ná-
kvæmlega einum degi yngri en „Hitch”,
eins og hún kallar hann jafnan. Hjóna-
band þeirra er afar hamingjusamt. bau
voru bæði tvitug daginn, sem þau kynnt-
ust og Alma man það eins og það hefði
gerzt i gær:
— bá var hann grannur. Ég tók eftir, að
hann var með Chaplin-yfirskegg og mér
fannst það fara honum illa. Við unnum i
sama stúdiói i tvö ár og aldrei á þeim tima
varð ég þess vör, að hann hefði minnstu
hugmynd um, að ég væri yfirleitt til. Hann
var sá eini i öllu fyrirtækinu, sem aldrei
sagði orð við mig.
En skyndilega hrundi allt saman.
Stúdióinu var lokað og ég missti atvinn-
una. Eftir nokkra mánuði hélt ég að ég
mundi missa vitið, peningarnir á þrotum
og ég vissi ekki hvað ég átti til bragðs að
taka. En þá hringdi siminn og mjög kur-
teisleg karlsmannsrödd spurði: „Ungfrú
Reville?” Ég staðfesti það og hann hélt
áfram : „betta er Alfred Hitchcock. Ég er
aðstoðarleikstjóri i nýrri mynd og langar
að spyrja, hvort þér viljið ekki klippa
myndina fyrir okkur?”
Þoröi ekki i tvö ár
Alma varð himinlifandi og nokkrum
stundum siðar var hún á skrifstofu hans.
bað leit út fyrir að honum likaði vel að sjá
hana og ekki leið á löngu, þar til henni
skildist að árin tvö, sem þau unnu saman,
hafði hann varla getað haft af henni aug-
un, þegar hún sá ekki til.
— begar ég spurði, hvernig það mætti
vera, viðurkenndi hann að óhugsandi
væri, að Breti viðurkenndi, að kona gæti
gegnt þýðingarmeira starfi en hann, og
þess vegna hafði hann beðið með að nálg-
ast mig, þar til hann hafði fengið hærri
stöðu en ég var i. Oft höfum við skemmt
okkur yfir þessu. Annars sagði ég honum
við sama tækifæri, að yfirskeggið væri
hræðilegt og morguninn eftir var þaö
horfið.
Bónorö á rúmsjó
Alfred Hitchcock stjórnaði fyrstu kvik-
mynd sinni i býzkalandi. A jóiakvöld,
þegar þau Alma voru um borð i litlum báti,
úti á miðjum sjó á leið frá býzkalandi tii
Englands, bað hann hennar loksins.
— betta kvöld var köld og hvöss nótt,
segir Alma. — öldurnar voru fjalllhár, og
ég var sjóveik. Ég lá i koju og stóð
hjartanlega á sama um hvort ég lifði eða
dó. Allt i einu var barið að dyrum og Hitch
kom inn. Hann var úfinn og blatur, en
andlitið jafn sviplaus og venjulega.
— Gætirðu hugsað þér að giftast mér?
spurði hann án nokkurs aðdraganda. Mér
leið allt of illa til að lyfta höfðinu frá kodd-
anum, en kona er aldrei of veik til að
hlusta á bónorð, þegar hún heyrir það. Við
giftum okkur 1926.
Lykillinn aö draumahúsinu
begar þau fluttust til Hollywood og fóru
að leita sér að húsi, var Alma áhugasöm
við það og eftir mánaða-langa leit, fann
hún loksins draumhúsið sitt.
— Hitch sagði strax, að það væri allt of
dýrt. Ég beygði mig fyrir þeim úrskurði
og hélt áfram að leita að rétta húsinu.
Nokkrum vikum seinna átti ég afmæli.
Við morgunverðarborðið fékk ég hinn
vanalega koss og siðan afmælisgjöfina.
bað var ferðataska með engum pappir
utan um. Ég opnaði hana og fann litinn
pakka. t honum var logagylltur lykill með
skilti. bað var likillinn að draumahúsinu
M
5