Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 06.06.1974, Qupperneq 12

Heimilistíminn - 06.06.1974, Qupperneq 12
BLAÐINU hafa borzti tvö bréf frá föng- um, með óskum um bréfaskipti, annað frá Bandarikjunum, en hitt héðan að heiman. Sá islenzki skrifar: Stúlkur! Fyrirfinnast ekki stúlkur i okkar gamla og góða landi, sem kæra sig um bréfaskipti við 25 ára gamlan, einmana fanga? öllum bréfum mun verða svarað. Þær, sem koma til með að hafa áhuga á þessu, vinsamlega sendi svar til blaðsins merkt „Rikisfangelsi” Qörnfn Bandariski fanginn er i rikisfangelsinu i Arizona og er á fertugsaldri. Hann vill skrifast á við menntaða og þroskaða konu á svipuðum aldri. Hann kveðst stunda nám i fangelsinu i jarðfræði og auk þess lesa allt sem hann kemst yfir, m.a. hefur hann verið áskrifandi að islenzku timariti á ensku. Heitasta ósk hans er að koma einhvern tiVna hingað til lands og fá að stiga fæti á Surtsey. Nafn mannsins er: James Robert Bristow, Box 29456 Flo- rence, Arizona — 5232. BANDARISK húsmóðir, 38 ára gömul, vill endilega skrifast á við islenzkar konur á aldrinum 26 til 55 ára, en hún skrifar að- eins ensku. Ahugamálin eru ferðalög, iþróttir, matseld, tónlist, bréfaskipti og mannfólkið yfirleitt. Frúin heitir: Mrs. Norma J. Laughman, R.D. 5, Hanover, Pennsylvania 17331, USA. SAUTJÁN ára gamall ungverskur piltur vill skrifast á við Islendinga á svipuðum aldri. Hann er fæddur 30. september 1956, er 182 sm hár, með ijóst hár og blá augu. Hann lærir ensku i skólanum og þeim til huggunar sem vilja skrifa honum, en eru ekki sérlega sterkir i málinu, er vert að geta þess, að hann er það ekki heldur. Pilturinn heitir Mikes Zolt og heimilis- fangið er: H-2890 Tata, Vöröshadsereg UTJA 1, Hungary. VALGERÐUR Kristjánsdóttir, Kaupangi, Eyjafirði, sem er átta ára, sendi okkur þessa fallegu mynd og eftirfarandi sögu með: Einu sinni var maður, hann fór út i skóg að tina epli. Hann fyllti körfuna sina af eplum. Þegar hann fór heim til sin, var komið kvöld. Hann sá margt skritið i skóginum. Það var sól, þegar hann hafði farið af stað um morguninn. 12

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.