Heimilistíminn - 06.06.1974, Blaðsíða 32

Heimilistíminn - 06.06.1974, Blaðsíða 32
EINHVER reikningsmeistarinn netur komizt að þeirri niðurstöðu, að ryð og að- gerðir til þess að sporna gegn þvi, muni kosta um 500 milljónir sterlingspunda ár- lega. Þeir eru þó til, sem vilja halda þvi fram, að sú upphæð eigi að vera minnst helmingi hærri. Hvað er eiginlega ryð, og hvers vegna ræðst það svona hastarlega á járn og stál? Hreint járn er hvitur, silfurlikur málm- ur, sem er allt of linur til að koma að nokkrum notum. t jörðu er járn venjulega i samböndum við ýmsa aðra málma, svo sem nikkel, kóbalt og kopar. Járn finnst svo viða, að talið er, að tuttugasti hluti jarðskorpunnar sé járn eða járnsambönd. Þegar járnið hefur verið unnið úr jörðu, er þvi allra málma hættast við að skemm- ast. Það er vegna þess, að járn aðlagast súrefni auðveldlega, þvi sem viö höfum i svo rikum mæli i vatni og andrúmsloftinu. Þá myndast kemisk efnasambönd, og er járnoxið einna mikilvægast þess. Það er þetta efni, sem myndar rauðu eða brúnu húðina, sem við kölluð ryð. Súrefni er i miklu magni i vatni Þess vegna er það, að járn, sem fer i vatn, drekkur i sig súrefni, og við það er ryðið ekki lengi að myndast. Fyrir áhrif lofts og vatns Það, sem mestu máli skiptir við ryð- myndun, er að loft komist að málminum. Ef loft nær ekki að komast að, er ekki um neitt ryð að ræða. Af þéssari ástæðu ryðg- ar járn i vatni, þar sem litið loft kemst að þvi, afar hægt, og hlutur, sem liggur að nokkru i vatni, ryðgar hvað mest, rétt of- an við vatnsborðið. Sokkið skip getur legið árum saman á hafsbotni og ryðgar tiltölu- lega hægt, en þegar þvi er lyft upp á yfir- borðið, tekur málmurinn að ryðga miklu hraðar. Eins og við má búast, ryðgar þurrt járn i þurru lofti alls ekki. En það er heldur ekki nóg, að það sé raki i loftinu, til þess að ryðið myndist. Vatnið verður að vera til staðar og setjast sem dropar á járnið — svo sem dögg, regnúði eða mistur til dæmis. Ef vatnsdropi fellur á sléttan, hreinan flöt á járni, er vatniö aðeins stutta stund þarna. Þú getur séð bjartan flöt járnsins i gegnum dropann. Aður en langt um liður tekur dropinn á sig grænleitan blæ. Það gefur til kynna, að járnið sé farið að samlagast súrelninu, sem það hefur unnið úr vatninu. Loks lýk- ur atburðarásinni og á staðnum, þar sem dropinn féll, situr eftir hinn þekkti rauði litur ryðsins. Meðan vatnið er á járninu festist ryöið ekki við. I þess stað er það uppleyst i vatninu, og það myndar ekki húðina á málminn fyrr en vatnið hefur gufað upp. Þegar ryð hefur myndazt á annað borð, heldur járnið áfram að ryðga i andrúms- loftinu, þar sem hreint járn lætur ekki á sjá. Ástæðan er sú, að þegar íarið er að 32 falla á málm á annað borð verður hann miklu næmari fyrir ryði. Það er miklu auðveldara að koma i veg fyrir fyrstu ryðmyndunina heldur en að stöðva ryðið, þegar það er byrjað á annað borð. Hin raunverulegu efnaskipti, þegar súr- efni vinnst úr vatninu og sameinast járn- inu og myndar ryð, eru raffræðileg. Mis- munandi hlutar af yfirborði járnsins hafa mismunandi þol. Smá rafstraumar fara frá einum pól til annars gegnum vatnið, sem snertir járnið. Eru straumarnir að reyna að leysa vatnið upp i frumeindir sinar, súrefni og vatnsefni,- leysa súrefnið úr læðingi til þess að renna saman við járnið. Rúmlega 100 milljón tonn af járni eru framieidd i heiminum árlega. En feiknar- legur hluti þess járns hverfur aftur i ryði. Þannig skýrum við hvarf milljóna rak- blaða, dósa og nála á hverju ári. Ryðið gefur okkur lika skýringu á þvi, hvers vegna við eigum svo fá sverð og verkfæri úr stáli, sem gerð voru af for- feðrum okkar. Þessir hlutir hafa ósköp einfaldlega horfið á brott sem ryð. Sann- ieikurinn er sá, að við eigum miklu fleiri minjar frá hinni ævafornu steinöld heldur en frá ýmsum skeiðum, fyrir aðeins nokkrum öidum. Til þess að koma i veg fyrir, að hlutir ryðgi, verður aðsetja á þá einhvers konar húð, bera á þá efni, sem koma i veg fyrir, að loft eða raki komizt i snertingu við yfir- borðþeirra. Til þessa hefur málning verið einfaldasta og hagkvæmasta ráðið. Óleyst vandamál Rauða járnoxiðið, sem myndar grunn beztu ryðvarnarmálningarinnar, er i sjálfu sér eins konar ryð. Málning stáls og járn til þess að koma i veg fyrir ryðmynd- un, tekur langan tima, er kostnaðarsamt og verður að endurtaka hana með stuttu millibili. Margar tilraunir hafa verið gerðar til þess að framleiða ryðlaust járn og stál. Blettalaust stál er bezt heppnaða tilraun- in, en það er afskaplega dýrt, og það væri gjörsamlega útilokað að nota það i allar stærri byggingar, sem stál hefur verið notað i, svo sem hengibrýr. Fleiri aðferðir mætti nefna, en öllum er það sameiginlegt, aö þær eru of dýrar og of viðamiklar i stærri verk. Feiknarlegum auðæfum er eytt i baráttuna gegn ryðinu árlega. En það mikla vandamál að framleiða ryðfritt stál til hversdagslegra nota hefur enn ekki verið leyst. HÍ?éGIÐ Hún haföi ákveöiö að láta bréyta á sér nefinu og fór til sérfræöings. Hann fræddi hana á þvi, að aðgerðin myndi kosta einar 100 þúsund krónur. — Almáttugur, það er brjálæði. Er ekk- ert tii, sem er ódýrara? — Jú, þér gætuð reynt að ganga á ljósa- staur. & n & o & y Nonni litli var að leika við vinkonu sfna, þegarhún spurði hvort þau ættu ekki að leika lijón. — N'ei, mamma segir, að við megum ekki öskra hátt. — Hvenær kemurðu heim i kvöld, Villi minn? — Nákvæmlega þegar mér sýnist. — Jæja, en passaðu að koma ekki seinna en það. I

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.