Heimilistíminn - 06.06.1974, Blaðsíða 34

Heimilistíminn - 06.06.1974, Blaðsíða 34
ÞAÐ VAR engu líkara en sumrinu lyki skyndilega. í júlimánuði árið 1348 tók skyndilega að rigna svo að það var engu likara en regnið væri óendanlegt. Það rigndi allan mánuðinn. Allan ágústmánuð streymdi regnið úr loftinu og á Mikkjáls- messu i september voru flóðgáttir himins enn opnar. Þegar þær loksins lukust aftur var uppskeran ónýt, fénaðurinn og naut- gripirnir voru að drepast úr hungri i hög- unum, og illþefjandi gufur lagði um sveit- irnar frá rotnandi gróðrinum, sem var að þorna i haustsólinni. Stærri landeigendurnir i Englandi sögðu hver við annan, að England þyldi það vel að fá einu sinni eða tvisvar upp- skerubrest. Það væri svo sem alveg satt, að landsetarnir voru alltaf að mögla yfir þvi að þurfa að erja jörðina fyrir hús- bændur sina fyrir ekki neitt, en hvorki veraldlega valdið né það kirkjulega hafði sérlegar áhyggjur út af sliku. Leigulið- arnir, hvort sem þeir voru i bæ eða byggð, voru hvort eð var alltaf að kvarta yfir hlutskipti sinu, vælandi yfir þvi að vilja endilega vera frjálsir menn. En voru þeir ekki Englendingar, eða hvað? Var það þeim ekki nóg? Þeir áttu að vera hreyknir af þvi, að ættjörð þeirra hafði aldrei verið öflugri. Hún hafði nýiega unnið sigur i stórstyrjöld og var virt um allan heim. Það var allt I bezta gengi meðal höfð- ingjastéttarinnar. Þaðmyndi þurfa meira en eitthvert hausthret til að breyta gangi mála i landinu! En I janúarmánuði næsta ár var það orðið ljóst, að enda þótt landið kynni að geta sigrast á mannlegum óvinum sínum, gegndi allt öðru máli um sjukdóma og veikindi. Skæð pest brauzt út i Norwich og tók að breiðast út um landið eins og eldur i sinu. 1 fyrstu sögðu menn, að pestin hefði kviknað i regnblautum og rotnandi jarð- veginum, og aldrei hafði slik pest skotið upp kollinum i manna minnum. Menn konur og börn hrundu niður eins og flugur. Gamlir og ungir, rikir og fátækir, i köstul- um, klaustrum og hreysum. Það var rétt eins og enginn gæti komizt undan. Þvi að England var i heljargreipum Svarta dauðans. Það skiptir svo sem ekki máli, hvað menn héldu á þessum timum, en pestin var ekki i neinu sambandi við regnið, enda þótt það virðist liklegt, að það kunni eitthvað að hafa dregið úr viðnámsþreki fólksins. Svarti dauðinn hafði þá þegar höggvið sitt stóra skarð i ibúatöluna á meginland- inu, og hvar sem hans gætti, voru afleið- ingarnar með þeim ósköpum, að það er i rauninni næsta eríitt að gera sér grein fyrir, hversu mörg mannslif hann kostaði. Fleira kemur til. Litum til dæmis á, hvernig þessu var farið á Englandi. Kirkjubækur voru yfirleitt betur færðar þar en annars staðar, þannig að sjá má, að sums staðar deyr helmingur klerka- stéttarinnar, fjórir af hverjum tiu ibú- 34 anna i heilu héruðunum, en önnur þurrk- ast með öllu út, þannig, að ekki er nokkur maður eftir lifandi. Þannig eyddust heilu þorpin, jafnvel heilu byggðirnar. Stundum litur út fyrir, að það séu ein- ungis börnin, sem láta lifið, annars staðar eru það gamalmennin, sums staðar ein- ungis karlmennirnir. Konurnar, sem misstu eiginmenn sina i fyrstu öldunni, sem gekk yfir, gengu kannski að eiga aðra menn, og misstu þá i næstu lotu. Svona gekk þetta til. Þvi að Svarti dauðinn gekk ekki yfir eins og reiðarslag og siðan ekki söguna meir. Hann var eins og falinn ógn- areldur i tuttugu ár, og það eitt er vist, að af þrem milljónum manna, sem byggðu England, þegar hann hóf göngu sina, lagði hann að velli þriðja hlutann og vel það, þvi að ekki voru lifs nema tvær milljónir manna i landinu, þegar honum lauk. Þegar það varð loksins ljóst, að pestin var liðin hjá, fundu menn ekki til annars en þakklætis fyrir það að fá að vera á lifi. Og siðan, smám saman, tók furðuleg staðreynd að láta brydda á sér: uppsker- an ætlaði ekki að láta á sér standa, og i fyrsta skipti i manna minnum vantaði vinnuafl á akrana. Fyrst fóru þeir einn og einn og einn, siðan tveir og tveir og loks i heilum hópum, leiguliðarnir, þrælarnir og þjónarnir, á brott frá húsbændum sinum og réðu sig i fjarlægum hlutum landsins til starfa sem frjálsir menn. Himr nyju tiusbænaur pessara siaris- krafta voru alltof fegnir yfir að fá þá til þess að fara að spyrja óþægilegra spurn- inga, og satt að segja voru þó nokkrir striðsherrarnir, sem staöið höfðu i sifelld- um erjum, fegnir þessum breytingum. Nú var þáð orðin venjan, að konungurinn greiddi hermönnum sinum mála, svo að það var enginn skortur á hermönnum og ekki þurfti þvi að leita lengur til höfðingj- anna um að leggja fram þeirra skerf af mannskap til hverrar orrustu. Nú loksins var það orðið kostnaðarminna að taka menn á leigu til ákveðinna starfa, heldur en að hafa þá sifellt i þjónustu sinni. t skyndilegri ákefð til að ná sér í pen- inga tók margur aðalsmaðurinn upp á þvi að selja eða leigja skika út úr jörðum sin- um. Þetta var upphafið á umfangsmikilli upplausn á kerli, sem enzt hafði þó nokk- uð lengj. En það er nú svo með það, sem búið er að endast lengi, það virðist stund- um vera erfitt að losa sig við það. Það virðist furðu lifseigt. Gömlu lögin, sem fjötruðu þræl húsbónda sinum voru enn i gildi, á sama hátt og gömlu veiðilögin, sem heimiluðu fláningu á veiðiþjófi, sem staðinn var að þvi að næla sér i bráð. Þeg- ar svo ofan á þetta bættist, að nýir og háir skattar voru innheimtir af hörkj mikilii af óheiðarlegum innheimtumönnum hlaut að koma ab þvi, að almenningur risi upp. Það var fyrrverandi hermaður, Wat Taylor að nafni, sem hóaði saman um 20.000 bændum al' sléttunum hjá Kent og hélt með þá til Lundúna, þar sem þeirra beið Rikharður II, nýsetztur að völdum. f Ásamt borgarstjóranum og nokkrum riddurum hélt Rikharður konungur til móts við lýðinn og varð fundur þeirra hjá kirkju Heilags Bartólómeusar rétt hjá Smithfield. Þar spurði konungur Wat Taylor, hvers hann óskaði. Það stóð ekki á svarinu. Almenningur átti ekki að vera lengur háður lénsherrum sinum. Að menn gætu keypt og selt varn- ing sinn á mörkuðum sem frjálsir menn. Að fiskurinn i ánum og veiðidýrin i skóg- unum skyldu vera réttmæt eign almenn- ings. Þetta var hreint og beint svar, og það virtist falla vel i geð hinum unga konungi, sem svaraði þvi rólega, að lögunum skyldi verða breytt. Hvers óskaði Wat Taylor frekar? Sú staðreynd, að allt skyldi falla svona i ljúfa löð virðist heldur betur hafa stigið þessum unga uppreisnarforingja til höf- uðs. Hann svipaðist um og sá þá, hvar andstæðingur hans eða fjandmaður frá fornu fari sat nálægt konungi. — Ég vil fá rýtinginn hans! Þetta var afskaplega barnaleg krafa. Það, sem honum datt fyrst i hug. — Fáðu honum hann! skipaði Rikharð- ur konungur. Bálreiður aðalsmaðurinn rétti honum vopnið. Wat Taylor strauk glottandi eftir blaðinu, hæstánægður yfir þvi valdi, sem hann hafði öðlazt. Hann hvessti augun á eiganda rýtingsins og sagði skyndilega: — Ég sver það, að ég skal ekki borða kjöt aftur fyrr en ég hef náð höfði þinu með honum þessum! Þá missti borgarstjórinn stjórn á sér. — Þorpari! Hvernig vogarðu þér að tala i nærveru konungsins! æpti hann og lamdi veldissprota sinum i höfuðið á Wat Taylor. 1 sama vetfangi gerðist það, að riddari nokkur lagði uppreisnarforingjann sverði sinu. Wat Taylor rykkti hesti sinum undan og sat uppréttur i hnakk sinum nokkur skref, þangað til andvana likaminn heykt- ist til jarðar. Þegar foringinn var fallinn, var hugur- inn úr bændum, og þeir héldu lúpulegir heim.en ráögjafar konungs hrósuðu sigri pg töldu bændurna hafa fengið þá ráðn- ingu, sem myndi duga, nú myndi allt verða eðlilegt aftur. En það var rétt eins og að reyna að stöðva skriðu. Aðalsmennirnir gátu hótað og hreykt sér, en þeir gátu ekki látið tvo menn leysa þriggja manna starf af hendi. Ekki, meðan bændur um allt land keppt- ust vib ab yíirbjóða hver annan i kapp- hlaupinu um vinnuaflið. Eitt af öðru urðu gömlu lögin gagnslaus og loks var farið að breyta þeim. Lénsskipulagið hafði svo sem gengið sér til húðar. Það var sagt, að þetta hefði verið Wat Taylor að þakka en það var enginn sperrileggur frá Essex úr stétt fyrrverandi hermanna, sem hafði gefið leiguliðunum frelsi þeirra. Það var Svarti dauðinn.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.