Heimilistíminn - 06.06.1974, Blaðsíða 16
úti við og fátt hægt að gera innandyra
vegna skorts á birtu. Skelfing hlýtur þetta
fólk að hafa fagnað vorinu. Þá hefur ver-
iðeins og lifið væri að hefjast að nýju.
En þegar fólkið kom út i birtuna, var
það þreytt og þjáðist iðulega af næringar-
skorti, einkum skorti á C-vitamini. Nú
þurfti það skyndilega að fara að vinna
ýmis verk, sem mjög tóku á kraftana. Það
var ekki fyrr en kýrnar fengu að bita
grasið, að vitaminskorturinn lagaðist.
Er maðurinn skapaður
fyrir hitabeltið?
Fyrir milljónum ára var ekki við neinn
næringarskort að striða að vetrarlagi.
Fyrsta mannfólkið bjó i hitabeltinu og
borðaði ávexti, sem innihalda mikið af
vitaminum. Það voru afkomendurnir,
sem dreifðust um til kaldari svæða og
lærðuað byggja sér hús og ganga i fötum.
En i rauninni erum við hitabeltisfólk i eðli
okkar, og það er ekki fyrr en á siðustu
áratugum, sem við höfum leyst að-
lögunarvandamálin fuilkomlega. Nú bú-
um við innan húss i hitabeltisloftslagi við
rafljós og borðum nýja ávexti yfir vetrar-
timann. Sumir taka lika vitamin.
Á þá ekki vorþreytan að vera úr
sögunni? En það eru samt margir, sem
kvarta yfir henni. Það eru iiklega þeir,
sem alltaf eru þreyttir, og þegar vor er,
er það vorþreyta, annars jólaþreyta,
haustþreyta eða eitthvað enn annað.
Hvernig stendur á þvi að sumt fólk er
alltaf svona þreytt? Hvað er annars
þreyta? Þreyta er hugtak, sem erfitt er
að skilgreina og til er margs konar
þreyta. Maður verður til dæmis þreyttur
af þvi að færa til húsgögn eða sitja lengi i
óþægilegri stöðu — og lika af þvi að vera
sifellt að rexa i krökkunum að laga til
eftir sig.
En það er ekki svona augljós þreyta,
sem margir þjást af. Þeim finnst daglegu
vandamáiin vera næstum óyfirstiganleg
og hafa enga krafta afgangs til að gera
meira en hið allra nauðsynlegasta.
Það er ekkert við þvi að segja, þó að
skapið sé slæmt, þegar þannig þreyta er á
ferðinni. Allir hlutir verða gráir og
leiðinlegir, þegar maður er þreyttur að
vori til — vorþreyta.
Slæmu hlutirnir
Hvernig fer maður að þvi að verða aftur
hress og athafnasamur? Hvérnig öðlast
maður þennan aukakraft, sem gerir dag-
lega lifið þess virði að lifa þvi?
Já, það er nú það. Engar kraftaverka-
pillur eru til og það er hægara sagt en
gert að ákveða bara rétt si svona að nú
skuli maður verða duglegur. Lausnin er
sú, að breyta venjum sinum og það
reynist oft erfitt.
Bæði fjöldi sjúkdóma og venjuleg
þreyta eiga rætur að rekja til þriggja
16
slæmra hluta: Reykinga, fitu og athafna-
leysis.
Ekki er það fallegt, segir maður. Er
það nú ráð! Hætta að reykja, svelta sig og
fara út að hlaupa. Þá er nú betra að vera
þreyttur og slappa af. Fólk sem er þreytt
fyrir, getur orðið enn þreyttara af þvi einu
að hugsa um svona ráð gegn þreytunni.
Þá erum við stödd á Vegamótum. Hver
og einn verður að gera það upp við sjálfan
sig, hvort allt þetta erfiði sé þess virði að
leggja það á sig.
Verið getur að við séum alls ekki sann-
færð um, að þreytan eigi nokkuð skylt við
þessa þrjá slæmu hluti. Við þekkjum öll
einhverja, sem reykja eins og strompar
og eru feitir, en ekki vitund þreyttir. Svo
getur lika verið að við þekkjum einhvern,
sem þjáist af trimmdellu, en getur varla
lyfthandleggjunum fyrir þreytu. Það skal
viðurkennt að hvort tveggja er til.
En nú skulum við lita nánar á slæmu
hlutina : Verður maður til dæmis þreyttur
af að reykja?
Nei, þvi er ekki hægt að halda fram.
Hins vegar halda margir reykingamenn
þvi fram, að djúpur reykur reki þreytuna
á bak og burt. En málið er bara ekki svo
einfalt.
Reykingafólk á oft erfitt með að
komast á fætur á morgnana og er oft leng
ur á fótum á kvöldin. Það fær oftar höfuð-
verk og á verra með að losna við kvef.
Það eldist lika fyrr en þeir sem ekki
reykja, og það er enginn vandi að sjá með
þvi að telja hrukkurnar i andlitinu. Að
verða snemma gamall er lika að verða
snemma þreyttur:
Verður maður þá þreyttur af að vera
feitur? Ef þú ert i vafa geturðu prófað að
hengja 10 eða 20 kilóa lóð á þig og ganga
um mað það heilan dag. Þó að kilóunum
sé betur dreift, þegar þau eru undir húð-
inni, eru þau jafn þung. Verði maður ekki
þreyttur annars staðar, er alveg áreiðan-
legt, að það finnst i fótleggjunum.
Þá er bezt að athuga hvort það er
þreytandi að gera ekki neitt. Þetta
hljómar eins og mótsögn. Liklega ætti
maður að verða þreyttari eftir þvi sem
maður gerir meira. Hins vegar passar
það alls ekki.
Þegar likaminn ryðgar
Það er nefnilega svo, að likami, sem
aldrei er notaður, verður þreyttur og
„ryðgar”. Þetta er hálfleiðinlegt, en við
þvi er ekkert að gera svona i hvelli að
minnsta kosti. Það er aðeins hægt að fara
erfiðu leiðina og sjá um að likaminn fái
hreyfingu.
Við eigum að taka á sprett svo við svitn-
um og fáum roða i vangana. Þá kemur
það undarlega i ljós, að þreytan sem var
alveg að yfirbuga okkur, þegar við stóð-
um upp úr hvildarstólnum, hverfur. Við
vorum alls ekki likamlega þreytt. Þeir
sem eru lifandi, gagnast aöeins ef þeir eru
notaðir.
JÚLIA var nitján ára, þegar hún giftist
Geir, sem var tuttugu og fjögurra ára raf-
eindafræðingur. Hann var bráðgreindur
og hafði eins konar tölvuheila. Einu sinni
eða tvisvar reyndi hann að segja Júliu
eitthvað frá starfi sinu, en hún skildi
hvorki upp né niður. Hann hefði alveg eins
getað talað hindi.
Henni fannst leiðinlegt að geta ekki lát-
ið i ljós skilning á starfi manns sins, en
gerði sér i staðinn far um að veita persónu
hans allan áhuga. Hún gaf honum mikið
af góðum mat og mikla ást. Hún vissi, að
hann var ánægður og jafn ástfanginn af
henni og hún af honum.
Honum fannst það ekki gera neitt til, að
hún gat ekki rökrætt um rafeindafræði við
hann, þau höfðu ótal aðra hluti að tala um.
Þau höfðu verið gift i þrjá mánuði, þeg-
ar Geirfékk starfið, sem hann hafði óskað
sér — i bæ fyrir vestan. Þau fóru þangað
til að leita sér að ibúð, en fundu ekkert
sem þeim likaði.
Lokst tóku þau ákvörðun um að kaupa
gamalt hús i útjaðri bæjarins. Umhverfis
það var stór, illa hirtur garður með mörg-
um, stórum trjám. Fyrirtækið útvegaði
Geir láH með hagstæðum kjörum.
* 1 fyrsta sinn sem Júlia sá húsið, varð
hún svolitið hrædd. Tvær hæðir og kjall-
ari. Fyrir þvi sem sást af kjallara-
gluggunum voru járnrimlar. Sterklegar
steintröppur lágu upp að útidyrunum, og
garðurinn var eins og frumskógur á að
lita.
— Ó, nei! hrópaði hún, þegar bíllinn
nam staðar. Þetta er allt of stórt!
— Of stórt til hvers- spurði Geir. Hann
var hávaxinn, grannur og vel vaxinn, og
þegar hann leit dökku augunum sinum á
Júliu, fannst henni alltaf eins og hann sæi
beint i gegnum hana.
— Of stórt? Langt þvi frá. Ég þarf heil-
mikið pláss til að gera tilraunir, sem ég
hef alltaf ætlað mér að gera.
— 011 þessi herbergi! sagði Júlia, og
starði upp i gluggana. Þeir störðu á móti.
— Við notum bara þau herbergi, sem
við þurfum, sagði Geir, og tökum hin i