Heimilistíminn - 06.06.1974, Blaðsíða 29
Stúlkan hentist af stað. „Nú veit ég,
hvað ég geri.”
Hún linnti ekki spretti heim að bænum.
„Svona finn ég alltaf ráð, þegar ég er ein
og tala skyr.samlega við sjálfa mig: Ég
ræ með þá i land.”
Hún hló á hlaupunum og kom móð i
hlaðið. Þar stiklaði hún varlega, berum
fótum, opnaði bæinn harkalega og
snaraðist til baðstofu.
Faðir hennar, kraftaskáldið, blés i úfið
skeggið I svefnrofunum. Stjúpa hennar,
gráhærð, góðlátleg kona, i rauðleitri vað-
málsskyrtu, reis upp við olnbolga.
„Pápi”, kallaði Þóra. „Nú ferðu fljótt á
fætur. Ég hóaði saman öllum aftur-
göngunum og sendingunum á augnablik-
inu um háflæðið, stuggaði þeim hérna
niður að lendingunni og sló hring um allt
saman með mergjuðu þulukorni. Nú er
bara eftir að hrekja þetta út i bátinn. Og
svo róum við með allt illþýðið i land.
Fljótur nú! Við megum engan tima
missa. Særingin dugir ekki lengi. Nú klæði
ég mig.”
Hún talaði hátt og skýrt og horfði á hann
einbeitt. Gamli maðurinn álpaðist fram
úr rúminu með fumi og fálmi eftir fötum.
sinum. Hann var horaður og lotinn i herð-
um.
Þóra flýtti sér i sokka, girti rauðar
buxnaskálmar niður i sokkana og vafði
mislitum, spjaldofnum böndum neðan við
hnén. Hún batt á sig skó, steypti yfir sig
dökku pilsi og fór i köflótta, ermalanga
treyju. Henni flaug i hug sunnudagstreyj-
an niðri i kistunni. Gat verið, að ónefndur
maður—. Nei, nú var ekki staður og stund
til að ganga i draumi. Hún greip hyrnuna
sina, leit ógnandi á gamla manninn og
sagði byrst:
„Komdu, fljótur nú! Brynhildur verður
róleg heima. Það er stafalogn.”
Brynhildur lá hreyfingarlaus og þagði.
Þóra skynjaði traust hennar með öllum
likamanum. Öttinn, sem snöggvast hafði
kitlað hana svolitið i hnáliðunum, hvarf
snögglega.
„Komdu. Þú veizt, að ég get þetta. Ég
kann miklu meira en þú.”
Hún skálmaði á undan honum niöur að
sjónum, nam staðar, baðaði út höndum,
stappaði i jörðina og stökk til hliðar, sitt á
hvað, eins og þegar kreppt er að fé við
rétt.
„Svona! Niður með ykkur! tlt i bátinn!
Ófétin ykkar! Hana nú! Engar eldglær-
ingar! Ekkert ýlfur! Ot i bátinn! Hana
nú! Komdu pápi! Nú skakklappaðist sá
siðasti yfir boröstokkinn — og fór á
hausinn.”
Handfljót leysti hún bátinn, ýtti frá, og
stökk upp i hann. „Flýttu þér, ,,
Gamlimaðurinnstaulaðistupp i bátinn,
settist skjálfandi á þóftuna og skimaði i
kringum sig.
„Engin hætta, pápi.
Hún krækti árunum á þollana og
skipaði: „Flýttu þér.”
Þau gripu til áranna, og báturinn skreið
út úr vörinni. Þóra lagðist fast á árarnar
og spyrnti við fótum.
Bilið til lands — til eyjarinnar —
breikkaði. Hún sá Brynhildi koma út á
hlað. Snati stóð bofsandi i lendingunni.
Brynhildur leit til lofts. Þá tók Þóra eftir
þvi, að ekki var sólskin lengur. Himinninn
var að dökkna. A afturþóftunni sat faðir
hennar, lotinn, rýr og ókyrr. Hann leit
hvað eftir annað um öxl, æðisgengnu
augnaráði.
Brynhildur gekk inn i bæinn. Þóra varð
óttaslegin. Þögnin var svo ónotaleg. Það
var allra veðra von, þegar faðir hennar
þagði. Og nú þagði hann illilega.
„Þú verður að róa knálega. Viö róum
undir tólf slöttólfum. Svona nú, drauga-
kindur! Ekkert gutl með löppunum úti I
sjó! Burt með lámana af borðstokknum!
Sitjiö eins og seppar á rassinum. Og
snautið i hella og holur, þegar við kom-
um i land. Og sneiðið hjá öllu lifándi,
nema hröfnum og tófum. Hana nú,
Hafnareyja-Gvendur: Aldrei skaltu þora
að beina glyrnunum út á Breiðafjörð. Og
ert i hrafnsliki, karlfuglinn! En nú
Fyllt
íeyður
þjóðsögu
verðurðu ekki oftar á vappi kringum
kofana i Gvendareyjum.”
Hún brýndi röddina: „Kyrrir, ófétis
dólgarnir ykkar, bæði þið úr Eyjum og þið
vestan að. Að mér heilli og lifandi skal
eldur brenna á ykkur iljarnar, ef þið stigið
eitt spor i áttina til Gvendareyja framar.
Heyrist þér ég ekkert kunna, pápi?”
„Þeir góna á mig og glotta,” æpti gamli
maðurinn, sleppti árunum i annað sinn og
sneri sér við á þóftunni.
Þóra sá nú fyrir framan sig æðisgengin
augu, opinn munn og æðaberar, kræklótt-
ar hendur.
Hún reyndi að hlæja en gat það ekki. Þá
hreytti hún að honum bálvond: „Begldu
þig þá framán i þá. Skrumskældu þig, eins
og þú getur.”
Kraftaskáldið gaut augunum i allar
áttir fetti sig og bretti og rak út úr sér
tunguna.
Nú hló Þóra, hló og hló. Hún gat ekki
annað og varð þvi fegin. Það hleypti i
hana kjarki, og hjartslátturinn hægðist.
„Ég er að hlæja að þeim, hvað þeir eru
sneyptir,” sagði hún. „Þeir eru nefnilega
spéhræddir.”
Skyndilega skall á vindhviða. Sjórinn
ókyrrðist litið eitt.
„Hann stendur út fjörðinn. Verði mér
aldrei verr við. Róðu!” Skipaði hún.
„Þeir hvolfa bátnum, „æpti hann, stóð
upp og hentist út i annað boröið. „Snúðu
við „æpti hann og snerist að henni. Þeir
hvolfa bátnum, ef þú snýrð ekki við”
„Kyrrir, draugar,” skipaði hún hörku-
lega. Og enn hærra: „Ég ræö við allt.”
Þetta lét heimskulega i eyrum hennar
sjálfrar. En sneri hún við nú, var úti um
völd henar i Gvendareyjum. Auk þess var
hún smeyk við að snúa bátnum. Sjórinn
var að ókyrrast. Karlinn hélt að sér
höndum. Hún var ráðþrota og reyndi að
hrópa á eitthvað i sjálfri sér. Atti hún enn
ekki eitthað innanbrjósts til að ráöast
Framhald á 47. siöu.
29