Heimilistíminn - 06.06.1974, Blaðsíða 26

Heimilistíminn - 06.06.1974, Blaðsíða 26
Grillkjúklingur. Pylsur langs og þvers PYLSUR MEÐ RAVIOLI: Þetta er nán- ast veizlumatur i hvelli. Hellið dós af^ ravioli eða spaghetti i tómatsósu i eldfast fat og kryddið litillega með múskati.' Skerið rifur i nokkrar grill- eða vinar- pylsur og leggið ofan á. Stráið rifnum osti yfir og stingið i 250 stiga heitan ofn i 20 minútur. A meðan er tekið til grænmeti af ýmsu tagi til að hafa með. 1 staðinn fyrir ravioli má nota til dæmis kartöflu- mús og fint saxaða púrru. PYLSUR í OFNI: Medsterpylsur og bakaðar kartöflur. Skiptið meðalstórum, hreinum kartöflum og leggið helmingana á álpappir i eldfast fat. Berið oliu á sárið og stráið salti og papriku á. Setjið kartöflurnar neðst i ofninn við ca 250 stig. Skiptið pylsunum langsum og setið þær i fatímiðjanofninnica 20.min. PYLSUR i POTTI: Skerið niður kái og púrru og leggið i pott ásamt dós af heilum tómötum, chilisósu, salti, pipar og ööru kryddi eftir smekk, til dæmis timiani. Hellið litlu af vatni yfir og leggið pylsur- nar i. Látið malla undirloki i25min.eða svo. Snúið pylsunum einu sinni. STROCí ANOKK-PYLSUR : Steikið smátt skornar pylsur i smjöri ásamt þunnum laukhringjum. Hellið einni dós af tómat- súpu yfir og látið malla i 5 minútur. PYLSUSÖSA MEÐ SPAGHETTI: Sjóðið saman niðurskorna medisterpylsu, eina dós af heilum tómötum og slatta af itölsku dryddi, til dæmis basilikum. Hægt er að bera hann fram eins og hanner hitaðan upp i ofni með brauði og salati. En það er lika hægt að gera úr hónum dýrindis gratin eða pottrétt án þess að eyða miklum tima. A myndinni er kjúklingur i piparsósu. Grænn pipar er til ikrukkum, en lika má nota saxaða græna papriku. Búið til hvita sósu, en þynnið hana bæði með kjötseyði og mjólk. Setjið grænan pipar eða papriku, skorið i strimla og svolitið af sojasósu. Skiptið kjúklingnum um miðjuna og hvorum hluta i 3-4 hluta. Taka má burt skinnið og mest af beinunum. Hitið kjúlinginn i sósunni eða i ofninum og hellið þá sósunni yfir á eftir. Berið fram hrisgrjón eða soðnar kartöflur með KRANSKUR KJÚKLINGUR: Setjið dós af heilum tómötum i pott, skerið lauk i þunnar sneiðar, og bætið i, ásamt slatta af tómatsósu, hvitlauk, kjötseyði og 1 dl. rauðvini. Látið þetta sjóða og setjið svo kjúklinginn i með skinni og beinum en sundurtekinn i 8 hluta. Látið malla i 10 minútur. Hrisgrjón eða brauð með og gott salat. GRATINERAÐUR KJÚKLINGUR : Smyrjið eldíast fat og þekið botninn með tómatasneiðum. Stráið itölsku kryddi yfir (oregano, basilikum, rosmarin) Skiptið kjúklingnum i fjóra hluta og ieggið i fatið. Smyrjið fjórar skinkusneiðar með sinnepi og leggið yfir. Þekið allt saman með þykku lagi al' rifnum osti og gratinerið i 150stiga heitum ofni i 20 minútur. Athugið að allar þessar uppskriftir eru miðaðar við kjúkling, sem áður hefur verið grill- aður. Hrisgrjónaréttir Réttir með hrisgrjónum, þar sem öllu er blandað i einn pott, eru ákaflega hag-, kvæmir, þegar mikið er að gera. Hvort, sem notuð eru hraðsuðugrjón eða þessi venjulegu verður rétturinn auðveldlega til á 20 minútum. HRiSGRJÓNAKAT: 2 1/2 dl hrisgrjón, vatn og salt, 1 dós túnfiskur, paprika, grænar baunir, salt pipar, paprikuduft og litil, söxuð púrra. Sjóðið hrisgrjónin, saxið túnfiskinn og paprikuna. Þegar grjónin eiga eftir að sjóða 5 min, er allt hitt sett saman við og látið malla i 5 min. Þessári uppskrift er raunar hægt að breyta i það óendanlega. í stað túnfisks má nota afganga af kjúklingi, pylsur, rækjur eða krækling. Einnig má bæta sveppum við.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.