Heimilistíminn - 06.06.1974, Blaðsíða 24

Heimilistíminn - 06.06.1974, Blaðsíða 24
Hakkað kjöt Sósa með makkarónum, spaghetti og hrisgrjónum. Hér er góð grunnsósa með mismunandi bragðbaeti. Steikið hakkað kjöt á heitri pönnu og hrærið i þvi allan timann. Gjarnan má hafa smátt saxaðan lauk með. Setjið slatta af tómatsósu i, einn súputening og ca 1 dl. vatn. Látið þetta malla i 10 minútur og kryddið eftir smekk. Rifinn ostur og hrá eggjarauða eru góð með. ÞRJÚ TILBRIGÐI: Nokkrar baconsn- eiðar, skinka eða áleggspylsa má sjóða með i litlum bitum. Þá má setja sveppi úr dós saman við, eða grænar baunir KRAFTAVERKAFARS: Steikið hakkið i gegn og hrærið i eins og áður. Blandið þá salti, pipar og söxuðum lauk saman við. Þeytið saman eitt egg og 1/2 tesk sinnep á mann og jafnið saman við hakkið RÚSSNESKUR BIXIMATUR: Sjóðið hrisgrjón i kjötseyði á meðan farsið er að steikjast. Kraumið paprikuduft i smjör- liki og setjið i hakkið ásamt söxuðum lauk, söxuðum rauðbeðum, súrri gúrku og kapers. Bragðbætið með salti pipar og setið allt saman við hrisgrjónin. CHILI CON CARNE: Steikið hakkið á sama hátt og áður, bætið i það salti, pipar, papriku og hvitlauk. Hellið siðan einni dós af bökuðum baunum i tómatsósu saman við og látið allt malla i 5 minútur. ■ 24

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.