Heimilistíminn - 06.06.1974, Blaðsíða 17

Heimilistíminn - 06.06.1974, Blaðsíða 17
! notkun eftir þvi sem börnunum f jölgar og við þurfum meira pláss. — Við eigum þó engin börn ennþá, svar- aði Júlia. — Nei, en þau koma, sagði Geir örugg- ur. Og eitt enn. Bærinn er að stækka i þessa átt, og það liður ekki á löngu þar til lóðin okkar verður mun verðmætari en núna. En nú skulum við athuga húsið bet- ur. Þau fóru inn og gengu um herbergin. Það var fagur vetrardagur, og húsið var hlýtt og bjart. Sólin flæddi inn um glugg- ana. Júliu fannst húsinu lika vel við þau, að minnsta kosti tveimur efri hæðunum. Hún var ekki eins viss um kjallarann, og hann skoðuðu þau siðast. Þar niðri var griðarstórt eldhús og f jög- ur litil herbergi. Heljarmikil kolaeldavél stóð uppi við einn vegginn, en undir glugganum var rafmagnseldavél að auki, og vaskurinn var úr ryðfriu stáli. Með- fram veggjunum voru endalausar raðir af skápum og hillum og krókum fyrir eld- húsáhöld og potta. Það var auðvelt að imynda sér, hvernig hér hafði verið i gamla daga — gljáfægður kopar upp um alla veggi og skiðlogandi eldur i stóru vélinni. Við lá að Júlia fyndi lykt af nautasteik úr ofninum. En nú voru veggirnir flekkóttir af óhreinindum og skúmtjásur héngu niður úr loftinu. Alls staðar var skuggsýnt, þvi litil dagsbirta komst inn fyrir gróðrinum úti fyrir glugganum. A miðju gólfi var stórt og mikið borð. Þykk tréplatan var alsett skorum og blettum. Brúnum blett- um, hugsaði Júlia, en það var ekki fyrr en siðar, aö hún fór að hugsa um það. — Hér er nóg pláss, sagði Geir. Hann opnaði marrandi hurðir og gægðist inn i skápa. — Heilmikið geymslupláss, ef við eignumst einhvern tima svo mikið, að við þurfum að geyma eitthvað af þvi. Hann leit i kringum sig. — Ef þig langar ein- hvern tima til að halda i skottið á ketti og sveifla honum i kringum þig, þá er þetta staðurinn. — Ég held, að hér hafi f jölskyldan borð- að, sagði Júlia. Að minnsta kosti börnin. Fólk átti svo mörg börn i gamla daga. — Það kemur i ljós, sagði Geir og faðm- aði Júliu að sér. Hvað finnsl þér? Eigum við að kaupa húsið? Hér munum við ef- laust búa alllengi. Það eru möguleikar á að hækka i stöðu hér. Eigum við að flytja inn og hefjast handa? — Finnst þér þetta gott hús? spurði Júlia? — Finnst þér það ekki? — J...jú, tvær efri hæðirnar. Hún kink- aði kolli og hugsaði um stóru björtu her- bergin uppi. — En húsið er svo stórt. Hús- gögnin okkar... — Við förum bara á uppboð hérna i kring og kaupum það sem okkur vantar i viðbót. — Það verður ódýrt, þvi fólk vill ekki lengur eiga þung, gamaldags hús- gögn. En ef þú heldur, að við kunnum ekki við okkur hérna... Auðvitað sagðist Júlia vera viss um að svo yrði. Það var greinilegt, að hann lang- aði i húsið. Það var henni nóg. Skjölin voru undirrituð og þau fengu lyklana og fluttu inn. Fyrsta kvöldið, fyrir háttatima, hallaði Júlia sér út i gluggann 17 k

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.