Heimilistíminn - 06.06.1974, Blaðsíða 9

Heimilistíminn - 06.06.1974, Blaðsíða 9
sumardag þegar Farabara var litill drengur, að pabbi hans kallaði á hann. — Farabara, komdu hérna, ég þarf að tala við þig. Svo fór hann með Farabara út fyrir bæinn og út á tún. Er þeir stóðu i skugganum af stóru tré, lagði faðirinn höndina á öxl Farabara. — Farabara, sonur minn góður, sagði hann. — Ein- hverntima verður þú elztur og vitrastur i bænum, eins og ég er núna og faðir minn var á undan mér. Hlustaðu nú vel: Ég vil að þú vitir hvers vegna allir i svona litlum bæ bera svo rnikla virðingu fyrir þeim elzta. Hann beygði sig niður og hvislaði siðustu orðunum i eyra Farabara: —r Það er af þvi að sá elzti er alltaf með lukkusteininn á sér. — Lukkusteininn? sagði Farabara. Hann hafði aldrei heyrt hann nefndan fyrr. — Sjáðu nú til, sonur minn, sagði faðirinn. Svo stakk hann höndinni inn á sig og þegar hann dró hana fram aftur, sá Farabara eitthvað glitra i lófanum. — Þetta er lukkusteinninn, sagði faðirinn. — Faðir minn bar hann á undan mér og faðir hans á undan honum. Þegar þú tekur við, sonur minn, átt þú að gæta steinsins eins og ég geri núna. Farabara horfði hrifinn á steininn og var ákaflega ánægður og nú skildi hann allt saman. Litli bærinn yrði alltaf svona góður bær, meðan steinninn væri i vörzlu þess elzta þar. Mörg ár liðu og Farabara gamli bjó i fallega húsinu sínu i miðjum bænum. Á daginn sat hann á háum stól á miðju gólfi og á næturnar hélt hann fast um steininn, þvi hann var hræddur um hann, Það yrði ekki gott, ef einhver næði leyndarmáli bæjarins. Farabara var meira að segja svo varkár, að enginn fékk aðkoma inn til hans leng- ur. Maturinn var settur utan við dyrnar, sem alltaf voru læstar og þykkir hlerar voru fyrir gluggunum. En samt var hann ekki nógu varkár, það kom i ljós. Inni í háa stólnum átti nefnilega heima litil mús og hún var ákaflega vitur. Hún átti sér heimili innan við rifu i svins- leðrinu og hún fór mjög var- lega, þegar hún var á ferðinni. Eitt kvöldið var hún að leita sér að einhverju að borða, og þá sá hún, að Farabara gamli var sofandi i stólnum. Skikkj- an hans hafði losnað og músin sá lukkusteininn, þar sem hann glitraði. Eins og örskot þaut músin til og greip stein- inn, án þess að Farabara svo mikið sem hreyfði sig. Svo skauzt hún inn i hreiðrið sitt i stólnum, þar sem hún sofnaði i ylnum frá gamla manninum. Þegar hún vaknaði heyrði hún hann kveina og kvarta. — Lukkusteinninn. Hver hefur tekið lukkusteininn, veinaði hann. Og músin sá, að hann leitaði um allt húsið að steininum, sem hún hafði tekið með sér inn i stólinn. Loks settist hann á rúmstokkinn og fól andlitið i höndum sér. — Nei, nei, nei. Ilvernig fer nú fyrir okkur i litla bænum þegar lukkusteinninn er horf- inn? Jæja, hugsaði músin með sér og strauk veiðihárin. Það er þá lukkusteinn, sem ég hef nælt mér i. Það var mál til komið. Mér liður hreint ekki sem bezt hérna. Nú fer gæfan liklega að brosa við mér. Hún tautaði fyrir munni sér og C horfði á steininn, sem glitraði fagurlega og var næstum eins stór og hún sjálf. Morguninn eftir vaknaði litli bærinn og óánægjan náði sannarlega alveg upp i kirkju- turninn. Klukkan hætti að slá, hestarnir neituðu að draga vagnana og allt lif og fjör var horfið af götunum. Enginn söng og bókstaflega ekkert heyrðist. Hvað hafði komið yf- ir litla bæinn? Enginn vissi það nema Farabara, sá elzti og vitrasti, sem sat i litla húsinu sinu i miðjum bænum og hafði eng- um hleypt inn i manna minn- um. Dagarnir liðu og ástandið versnaði. Loks var það litil stúlka, sem stakk upp á þvi, að farið yrði til Farabara að leita ráða, hann var vitrastur af öll- um. Fólkið i bænum kom sér saman um að liklega væri þetta rétt og svo sendi það litlu stúlkuna til Farabara. Hún vildi ekki fara ein og tók þess vegna köttinn sinn með sér og lét hann fara inn fyrst. Kisi skauzt inn og setti upp kryppu, þegar hann fékk pata af mús- inni undir háa stólnum. Þá vildi ekki betur til en svo, að músin þaut út úr stólnum af hræðslu og velti steininum með sér um leið. Þarna lá Framhald á 4 7.siöu. 9

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.