Heimilistíminn - 06.06.1974, Blaðsíða 42

Heimilistíminn - 06.06.1974, Blaðsíða 42
kvikindið hann Jón með i töskuna og þar var hann lokaður inni. Það tók enginn eftir þvi, að Jón var horfinn. Mamma hafði svo mikið að gera um morgun- inn, þvi að þau þurftu að vakna fyrir allar aldir til að aka Jóni til Keflavikur. Flugvélin flaug nefnilega þaðan. Það var ekkert skoðað í tösk- una hans Jóns, svo að kvikindið hann Jón fannst alls ekki, enda hefðu tollverðirnir áreið- anlega ekkert haft að athuga við svona skrýtið kvikindi. Mamma, pabbi og litla systir kysstu Jón með virktum og sögðust hlakka til að sjá hann eftir viku. Svo fór Jón út i flugvélina. Farangurinn hans var settur i farangurgeymsluna, en Jón fékk sæti við gluggann og hann gat þvi séð út. Hann fékk góðan morgunverð og bað meira segja um ábót. En veslings kvikindið hann Jón bögglaðist i töskunni og reyndi að komast undan skyrtun- um og buxunum, sem lágu ofan á honum. Loks- ins tókst honum það, en þá tók ekki betra við. Yfir honum var stórt og þungt þak. Kvikindið hann Jón ýtti og ýtti, en ekkert gekk. Loksins lækkaði flugvélin flugið. Það átti að millilenda í Glasgow, sem er borg á Skotlandi. Þá fóru allir farþegarnir út til að teygja úr sér og liðka fæturna, en kvikindið hann Jón fékk ekki að gera það, enda hafði hann enga fætur. En honum tókst samt að mjaka svo upp lokinu, að hann komst út. Liklega hefur gleymst að læsa töskunni alveg. Kvikindið hann Jón smellti i lás á eftir sér og skreið eða réttara sagt valt fram í vélin. Hann faldi sig undir einu sætinu og þar lá hann og hugsaði sinn gang. Iiann haföi heyrt Jón tala um Tivoli og Circus Schumann og hann ætlaði aldeilis að komast á þá staði. Hann hafði aldrei fengið að fara neitt nema inn i herbergið hans Jóns, i i stofuna og svo á handavinnusýningu, þar sem hann varð að standa teinréttur til sýnis og láta alla horfa á sig. Það hafði honum likað heldur illa. Hann vissi lika sem var, að Jón myndi aldrei taka sig með eitt né neitt, þegar til Kaupmannahafnar kæmi. Sennilega myndi hann fela hann i tösk- unni og láta hann dúsa þar þangað til að heim kæmi. Nei, hann hlakkaöi til þess að flugvélin lenti. Jón eigandi hans fékk kjöt og ábæti, en kvik- indið hann Jón fékk ekki neitt nema rykið á gólfinu, en loksins lækkaði flugvélin flugið. Þeir voru komnir til Kaupmannahafnar. Farþegarnir gengu frá borði i skipulegri röð og fóru og létu skoða farangur sinn hjá toll- vörðunum. Allir nema kvikindið hann Jón. í fyrsta lagi hafði hann engan farangur og i öðru lagi sá enginn hann þar sem hann valt eftir gólfinu. Hann var svo litill, ekki nema 35 senti- metrar og það horfðu allir upp i loftið, en eng- inn niður fyrir fætur sér. Allir voru önnum kafnir við að horfa á farangurinn sinn og toll- verðina og kvikindið hann Jón komst óhindrað- ur inn i skottið á leigubil, sem beið fyrir utan. Hann faldi sig úti i horni á skottinu, en mikið þótti honum óþægilegt að fá allar töskurnar of- an á sig. Ég hugsa, að hann hefði kafnað, ef hann hefði þá þurft að anda, en það þurfti hann sem betur fer ekki. Þegar Jón slapp út úr biln- um, en það var meðan fólkið, sem hafði tekið hann á leigu var að greiða bilstjóranum fyrir aksturinn, sá hann að hann var kominn að stóru hringlaga húsi. Þar var sirkusinn eða fjölleikahúsið eins og það var kallað á islenzku. Kvikindið hann Jón valt inn. Sem betur fer fyrir hann var húsið ekki þéttskipað áhorfend- um, svo að Jón fékk sér sæti i fremstu röð. Þar var nú margt furðulegt að sjá. Fyrst komu fallgeir hvitir hestar, sem döns- uðu i hring og þar stóð kona á baki eins hests- ins. Hestarnir stukku yfir eldhringi og léku allskonar listir. Svo kom litil stelpa i hvitum kjól með glitrandi höfuðskraut með stórri hvitri fjöður i. Hvað haldið þið, að hún hafi ver- ið að sýna? Hún var að sýna litla grísi, sem gátu lika leikið allskonar listir og gerðu það vel. Næst var komið með stóran ljósastaur, sem náði alveg upp i mæni á húsinu. Það var Ijós á staurnum. Svo kom maður inn. Hann var finn maður með pipuhatt og lafafrakka. Manninn vantaði eld i vindilinn sinn og hann hélt, að það væri eldur uppi i staurnum. Hann fór að klifra upp og staurinn svignaði i allar áttir. Það var nú meiri sjónin. Kvikindið hann Jón var svo sannfærður um, að maðurinn myndi detta, að hann tók með báðum höndum fyrir augun, en þegar hann gægðist út aftur lá maðurinn á maganum uppi á ljósastaurnum og var að reyna að kveikja i vindlinum. Jón þorði ekki að horfa aftur fyrr en maðurinn var á leið- inni niður. Kvikindið honum Jóni fannst næsta atriði skemmtilegast. Þá var komið með asna og maðurinn, sem kom með hann lofaði hundrað krónum þeim manni, sem gæti setið á baki hans i fimm minútur. Þeir voru margir, sem reyndu, en asninn bæði jós og prjónaði og allir duttu af baki. Framhald 42

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.