Heimilistíminn - 06.06.1974, Síða 43

Heimilistíminn - 06.06.1974, Síða 43
hún heyrði dyrnar lokast og ef tir andartak yrðu síð- ustu tengsl hennar við föðurlandið rofin. Hún fékk kökk í hálsinn og óskaði þess innilega, að hún þekkti eiginmann sinn nógu vel til að þrýsta hönd sinni í hans. Nú hyrfi allt, sem hún þekkti og hún var viss um að hún myndi þrá að fara heim aftur. Þegar flugvallar- byggingarnar hurfu skyndilega frá glugganum, lá við að Janet æpti. Flugvélin var á leið út á brautar- endann og Neil hallaði sér nær til að sjá út um gluggann, Janet fann öxl hans snerta sína og gladdist með sjálfri sér. Nú fannst henni hún ekki alveg jafnskelfilega ein. — Nú komum við, Ástralía! sagði hann glaðlega. Hún sneri sér við og leit á hann. — Það er ekki að heyra, að þér haf i liðið vel í Eng landi, sagði hún ásakandi og kökkurinn var enn í hálsi hennar. — Ó, það er ekki það. Ég viðurkenni, að það er fallegt land, svo lítið og dúkkulegt, með lítil tún og græna og velklippta runna. Það er mannkynssaga við hvert fótmál og f orfeður mínir eru þaðan, en nú er ég á leið heim á ný. Hann hló — Eftir þrjá og hálfan sólarhring verðum við komin heim. — Þrír og hálf ur sóiarhringur, tautaði hún — Það er nærri því ótrúlegt. Og svo horfðu þau niður á flugvöllinn, flugvélin stefndi til himins og tók stefnuna út fyrir Ermar- sund. Þau höfðu verið að tala saman og tóku ekki eftir, fyrr en vélin var komin á loft. Janet sat grafkyrr, henni fannst að vélin myndi missa jafnyægiðef hún hreyf ði sig. Skelfingu lostin horfði hún á aðra farþega standa upp og ganga um vélina og flugfreyjan var á stöðugum gangi fram og aftur. Ekki leið henni betur, þegar hún sá flugmann koma inn í farþegarýmið.Maðurinn varð iiklega að stjórna flugvélinni? Flugmaðurinn nam staðar og ræddi við Neil og Janet kaf roðnaði, þegar hann kynnti hana sem frú Stonham og hún f lýtti sér að segja að þetta væri sín fyrsta f lugferð. Flugmaðurinn skildi hana og talaði rólega við hana og loks tók henni að líða betur. Árla morguns voru þau í Róm og Janet var von- svikin yfir að fá ekki að skoða borgina. Um sólar- upprás lentu þau síðan i Kaíró og Janet f annst ótrú- legt að hafa verið í Yorkshire fyrir aðeins tuttugu og fjórum klukkustundum. Þegar vélin lenti svo í Singapore var henni orðið alveg sama um flugtök og lendingar, taugaóstyrk- urinn var gjörsamlega horfinn og hún fullvissaði Neil brosandi um að engu væri líkara en hún hefði flogið alla sína æfi. Það var ógerningur að vera vonsvikin eða gröm, þegar svo margt nýtt var að sjá og heyra. Allt vakti forvitni hennar og brátt varð henni eðlilegt að snúa sér að Neil og gera at- hugasemdir eins og ,,Sástu þetta " eða ,,Heyrðirðu þetta?". Þau gistu i Singapore og hún leit í kring um sig í litla eins manns herberginu, sem hún hafði fengið. Hún hugsaði um hvað Neil var tillitssamur. Hann hafði áreiðanlega skipulagt ferðina þannig, að hún yrði sem þægilegust á allan hátt fyrir Janet. Henni hafði ekki einu sinni dottið í hug að þau gistu á hóteli á leiðinni, en hann hafði gert ráð fyrir öllu. Hún dæsti af vellíðan og skrúfaði frá vatninu í bað- kerið. Um kvöldið skoðuðu þau borgina saman. Þó að Neil hafði aðeins komið þar við á leið til Engiands áður, fullvissaði hann Janet um að hann þekkti borgina út og inn. Hún rannsakaði hann i laumi. Það var ekki laust við að hann minnti hana á smá- peyjana, sem oft komu inn á Mávakaffi, sátu með leggina váfða um stólfæturna meðan þeir mokuðu i sig ís eða einhverju góðgæti og hældu sér af þv( sem þeir höfðu afrekað í sundi, eða við höfnina. Einn fimm ára hafði einhverjusinni haldið því statt og stöðugt f ram að hann hefði synt yf ir Ermarsund og móðgaðist sárlega, þegar sjö ára systir hans lýsti yf ir því að hann hefði ekki einu sinni synt þar. Ef til vill voru karlmenn allir eins, á hvaða aldri sem þeir voru, hugsaði Janet. Faðir hennar hafði einnig átt þaðtil að skreyta hlutina svolítið, þegar hann sagði frá og henni hafði lærzt að hlusta með aðdáun. Líklega yrði hún að leggja sig alla fram um það áf ram, ef þetta hjónaband átti að heppnast. En nú ætlaði hún að einbeita sér að því að sjá sem mest á ferðalaginu. Ekki var liklegt, að hún yrði á ferðinni í Singapore á næstunni, eða nokkrum hinna viðkomustaðanna. Þegar þau komu aftur til hótelsins, sex tímum áður en þau áttu að leggja af stað á ný, þakkaði hún Neil fyrir rausn hans og tækifæri til að sjá svona mikið af heiminum. Og Neil var harla ánægður með lífið. Næst millilentu þau í Djakarta, þar sem aðeins var tekið eldsneyti á vélina og síðan var lagt af stað yfir hafið og til Perth. Neil varð eftirvæntingar- fyllri eftir því sem hann nálgarðist ættjörð sína og ákafi hans smitaði Janet. þó að henni fyndist leitt að sjá hið nýja ættland sitt í fyrsta sinn að nætur- lagi. En það skipti Neil engu máli. 43

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.