Heimilistíminn - 06.06.1974, Blaðsíða 47

Heimilistíminn - 06.06.1974, Blaðsíða 47
© Blóm... niður aftur, en ekkert gerðist. bá varð hann heldur ekki hræddur. Segulmagnað vatn Sálfræðingar og eðlisfræðingar við Manitobaháskóla hafa gert annars konar tilraunir með blóm. Byggkorni var plant- að i nákvæmlega eins mold og siðan vökv- að með veikri saltupplausn. Hluti af upp- lausninni hafði áður verið „magnaður” þannig að náttúrulæknir hélt höndum yfir henni. Strax þegar átta dagar voru liðnir, kom i ljós, að þær plöntur sem fengið höfðu magnaða vatnið, sýndu, að ef sál- sjúkt fólk, sem var langt niðri var látið halda um flöskurnar, dró strax úr vexti plantanna. Sama er uppi á teningnum hvað varðar gerlagróður ýmiss konar. bað dregur úr vextinum. ® Þóra... gegn þessari vitstola trú, sem kæfði alla skynsemi? Nei, ekkert Vist ekkert, nema þetta eina, kætina, sem i henni bjó, hvað sem á dundi. Hún brýndi röddina á ný, og nú hlustaði hún, ibyggin á sjálfa sig: „Vilji þeir snúa við bátnum, skulu þeir ekki hafa betra aí þvi, Ég dembi ykkur öllum fyrir borð og á bólakaf, forsmánirn- ar ykkar, og — og kveð ykkur niður hérna á boðanum.” Hún hætti að róa andartak. Báturinn valt iskyggilega. „Seztu undir árar og andæfðu, pabbi,” skipaði hún og damlaði með árunum. „Fyrir borð meö ykkur, djöflahyski, stórt og smátt.” Og nú hló hún. „bar stakk sá fyrsti sér. Komdu aldrei upp aftur, meðan veiði- bjalla sést hér á skeri. bar fór annar. Sést i iljarnar á honum. Kyrr, pápi, haltu stöðugum bátnum. bar fór sá þriðji — fjórði — fimmti — sjötti. Steinsukku! og liggið þið eins og steinrotuð tindabikkja til efsta dags. bið, þarna i skutnum, fyrir borð með ykkur! Sjö — átta — niu. bá eru þrjú hundspottinn eftir. Ætlið þið að gegna mér, útþvættin? Tiu — ellefu. Og þar fér siðastur ófreskjan hann Hafnar- eyja-Gvendur. Heðan af ertu geymdur og gleymdur. Heyrirðu það? Ekkert lifandi kvikindi man eftir þér. Og nú höldum við áfram, pápi.” „Heim,” sagði öldungurinn. „Okkur er óhætt. Er okkur óhætt, bóra min? „Hann var þreyttur og magnlaus, en rólegur. „Já okkur er óhætt.,En nú förum við up’p að Narfeyri. Og róðu knálega, þvi að hann er að hvessa. Ég verð að fá að ganga i kirkju eftir öll þessi ósköp.” „Ég skil það, barnið mitt,” sagöi hann lágt og fór að róa. Hann reri linlega og skrykkjótt. bóra reri af öilum kröftum, og svitinn rann af henni. Hún varð þó að gefa sér tóm til að lita um öxl, til lands, öðru hverju. „Bráðum,” hugsaði hún fagnandi. „Bráðum verð ég að hitta hann og tala rækilega við hann. Lifandi ósköp hlýtur að vera gaman að eiga heima á Skógar- strönd og geta alltaf hitt fólk, hvað vont sem er i sjóinn, og eins um háfjöru. En ef hann trúir vaðlinum i karlinum og heldur, að við séum göldrótt, þá læt ég hann sigla sinn sjó. En það er engin hætta. Hann er ekki geggjaður, sem horfir svona fallega á mig.” Ósjálfrátt fór hún að tala upphátt: „Engin hætta, að viss meður á Ströndinni sé geggjaður. Aumingja pápi minn, ég er viss um, að þú ert vitlausasti karlinn við Breiðafjörð. bess vegna verður þú lika frægastur þeirra allra. Heilbrigð skyn- semi verður alltaf hornreka, bæði i landi og úti i Eyjum. bar hallast ekki á. Og þetta kallar sig guðsbörn!” „Ertu að fara með guðlast á sjó, barn?” kveinkaði gamli maðurinn. „öðru nær Ég var bara að segja, að sáluhjálp min liggur við, ef ég kemst ekki i Narfeyrarkirkju i dag. Og ég fer ekki aftur fyrr en seint á flæðinu, ef ég þá verð ekki í landi í nótt. bá breiði ég hvitt á stein, einhvers staðar, þar sem hún Bryn- hildur getur séð það. bá veit hún, að við erum bæði heil á húfi.” „bú gerist stjórnsöm, dóttir góð.” bóra byrsti sig, þó að hún væri i sjöunda himni, eða ofar, þessa stundina. „bað er nú meinið, að ég fæ ekki að ráða öi’lu, sem. ég vil. En nú veiztu, vonandi, hver á að hafa ráðin i Gvendareyjum og hver kann nóg til þess að sökkva djöflum niður á hafsbotn. betta er að vera kraftaskáld, karl minn.” Hún lækkaði róminn. „Og nú skal ég kveða svo vel, að sjálf himnadrottningin dansi á gullskóm um allar Breiðafjarðar- eyjar i nótt. Enginn skilur, að ég er skáld.” © Barnasagan... hann á gólfinu og var svo glitr- andi að Farabara, litla stúlk- an og kötturinn stóðu bara og störðu á hann. En svo tók Farabara stein- inn upp og þrýsti honum að hjarta sér, áður en hann stakk nese . □ooqj 1q m&ffioonn 1 Qonooonocj □□□□□□ □□□/ !□□□!?—-^iaon, 1000 lOQQQl — Við erum búnir að leita um allt húsið en það finnast engin merki um hlerunar tæki. honum inn á sig> í sama bili sló klukkan tólf högg og þegar Farabara opnaði glugga- hlerana, heyrðist fris i hest- um, vagnaskrölt og söngur. Litli bærinn var aftur orðinn sarnur. Farabara sneri sér frá glugganum og strauk litlu stúlkunni um hárið. — Þeir kalla mig Farabara hinn vitra, sagði hann hægt. — En þú ert eins vitur og ég. Komdu til min á hverjum degi og taktu köttinn með þér. Frá þessum degi heyrði fólkið i litla bænum Farabara hlæja. Hann var svo ánægður, aðallir urðu ánægðir, þvi gleði er smitandi. Sá sem á að gæta lukkusteinsins glitrandi, þarf ekki að vera óhamingjusamur sjálfur. Lausn d ,,Eru þær eins?" úr síðasta blaði: Brotið á skfðinu snýr öfugt, kringlan á stafnum, sem vlsar upp, er minni og stafurinn hallast nær manninum, meira sést af stofni trésins, neðri maðurinn sperrir fingurinn og derið á húfunni hans er sperrtara. Loks er sklðamaðurinn f fjarska kominn með fagran barn. 47

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.