Heimilistíminn - 06.06.1974, Blaðsíða 14

Heimilistíminn - 06.06.1974, Blaðsíða 14
POI Three dog night t THREE Dog Night eru eiginlega sjö manns, en söngvararnir þrir eru mið- depillinn. Cory Wells, Danny Hutton og Chuck Negron eru ákaflega ólikir. Þó er það einmitt sérkenni hvers og eins þeirra, sem þakka ber frægðina. Þeir lofa hæfileikum sinum að njóta sin, hver og einn, og hafa fundið stil, sem allir eru ánægðir með. Cory varð þegar i bernsku fyrir áhrifum af gospel-tónlist negranna og það varð til þess að hann fékk áhuga á tónlist yfirleitt. Meðan flestir ungling- ar voru á kafi i rokki, var Cory niður- sokkinn i framúrstefnuna. Hann hefur stofnað margar hljómsveitir, en aldrei verið ánægður fyrr en Three Dog Night komu til sögunnar. — Three Dog Night er einmitt það, sem ég hef alltaf veriö að leita að, segirhann. — lfér vinn ég með tveim- ur góðum söngvurum og undirleikar- arnir fjórir eru einmitt við hæfi okkar. Danny er irskur að uppruna og irsk tónlist er rik i honum. Þegar um 12 ára aldurinn tók rokktónlist hann föstum tökum og hann kynntist popp-iðnaðin- um fyrst sem hljómplötuframleiðandi. Siðar fór hann að semja lög og söng þau inn á plötur, sem hann gaf sjálfur út. Aður en hann kom i Three Dog Night, urðu tvö laga hans vinsæl: ,,Roses and RainbowsV og „Funny How Love Can Be”. / Chuck stofnaði hljómsveit, strax þegar hann var 14 ára, en siðar fór hann að koma fram einn á báti. Hann hefði getað náð langt einn, en entist ekki við það nema tvö ár. Hann kynnt- ist Three Dog Night, likaði vel og fast- réð sig þar. Chuck er einnig ákaflega hrifinn af negratónlist og hann er einn fárra hvitra söngvara, sem haldið hafa hljómleika i Apolloleikhúsinu i negrahverfinu Harlem i New York. Undirleikararnir fjórir i hljómsveit- inni eru: Mike Allsup, sem spilar á sólógitar, trommur og pianó, Joe Schermie, sem spilar á bassa, en ræður einnig vel við gitar og trommur, Jim Greenspoon leikur á orgel, pianó og pianettu, og svo er það Floyd Sneed, sem kom siðastur og spilar á trommur og sér um allt, sem heyrir undir takt- inn. Fyrsta stóra plata þeirra félaga hét ,,Three Dog Night” og var árangur margra mánaða erfiðisvinnu. Laun erfiðisins við hana voru hvorki meira né minna en gullplata, en það þýðir milljón eintök seld. Þrjár þær næstu seldust einnig i milljónaupplagi: „Suitable for Framing”, „Captured Life at the Forum” og „It Ain't Easy” siðustu plötur þeirra eru „Naturally”, „Golden Bisquits” og „Cyan” en á henni er lagið „Shambala”. 14 V i 1

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.