Heimilistíminn - 06.06.1974, Blaðsíða 28

Heimilistíminn - 06.06.1974, Blaðsíða 28
Oddný Guðmundsdóttir: Þora i Gvendareyjum Þóra i Gvendareyjum stiklaði berfætt á hleinum niðri við iendinguna. Hún var i fagurrauðu nærpilsi, sem nam við kálfa, saumað svartri blómafléttu ofan við fald- inn. Hún hafði gráa þrihyrnu yfir herð- unum og hélt henni lauslega að sér um brjóstin. Handleggirnir voru berir og sól- brenndir. Svona undarlega klædd tvfste hún i morgunkyrrðinni og skimaði ibyggin i allar áttir. Fuglar kliðuðu i flæðarm&linu og stungu sér i lygnan vatnsflötinn. Hún leit heim að bænum leit til lofts og sá bjarma af sólaruppkomu. Þá tók hún við- bragð, skokkaði upp hallann, stað- næmdist og horfði út yfir eyjarnar i morgunljómanum. En öll þessi birta og viðsýni nægði ekki til að skýra nein vándamál. Hún var jafn ráðþrota og Gunnaa systir hennar var eina skammdegisnótt i Stagley. En Gunnu var nú svo gjarnt að gefast upp. Þetta var ekki i fyrsta skipti, sem hún þaut á fætur fyrir rismái og talaði við sjálfa sig. Hún rölti niður að sjónum hinum megin, en vissi svo sem vel, að náttúran i kringum hana, dauð og lifandi, bjó ekki yfir neinum úrræðum henni til hjálpar. Stúikukindin með úfna hárið, hviku, gráu augun og spékoppanna, sem hún sá fyrir framan sig i polli milli þúfna, var sú eina, sem leyst gat vandann. Hún hló við spegilmynd sinni. Myndin opnaði stóran, þekkilegan munn, með óskemmdum tanngarði. Svona andlit var einmitt skapað til að hlæja. ,,Mér færi illa að gráta”, sagði hún upphátt og gretti sig, likt og af gráti. En það kom henni til að hiæja. „Fyrst ég get hlegið núna, ætti ég að finna eitthvert ráð, ,, sagði hún. ” Aidrei hló Gunna, velsingur. Þvi fór, sem fór. Lét karlinn koma sér til að trúa öllum fjáranum. Og svo heldur hann, að skrattinn hafi elt Gunnu i sjóinn. Nei, ónei, fjandinn er saklaus af þvi, þótt bölvaður sé. Karlinn var búinn að gera hana tryllta, áður en hún fór héðan.” 28 Þóra greiddi hárið lauslega með fingrunum. Þaö hafði raknað úr flétt- unum. Hún brá þvi i tvær fléttur við eyrun. „Allir eru vitlausir, nema við, Þóra min,” sagði hún við myndina. „Það var ekki hann pápi einn, sem heyrði hrútinn jarma i görnunum á honum Simba. Þeir heyrðu það allir. Æ, æ, ég vona, að viss maður hérna uppi á Ströndinni sé með fullu viti. Annars lit ég ekki við honum, þó að hann horfi á mig allan messutimann i Narfeyrarkirkju, og mig langi mikið til að frelsast héðan. Já, frelsast! Skyldi ég frelsast mikið? Ef ég fer héðan, eltir karlinn aftur- gönguna hans HaínareyjaGvendar beint i sjónn.” Hún hrökk við. Hrafn krunkaði digur- barkalega að baki hennar. Hún leit um öxl. En krummi hoppaði spölkorn frá og blakaði vængjunum i áttina til hennar. ..Þegi þú, Hafnareyja-Gvendur,” sagði hún, steytti hnefnann að honum og hélt áfram rölti sinu um bakkann. Hún talaði upphátt við sjálfa sig: „Hann er ekki vanur að tryllast, fyrr en fer að dimma nótt. En nú lizt mér ekki á hann. Hann veit af tólf afturgöngum, emjandi kringum bæinn um hábjarta vornóttina. Um höfuðdag verða þær orðnar sjötiu, þó að það sé heilög tala. Og svo kemur skammdegið.” Nú sneri hún við og litaðist um, þar sem hæst ber á eyjunni, kreppti hnefana og horfði iögnunarraugum til iands. Hún nefndi bæina i röð: „Valshamar, Breiða- bóistaður, Drangar, Háls, Straumur, Ös. Narfeyri. Og svc er ekki vist, að ég fái að fara til kirkju næst.” Hún leit i áttina til eyjanna austan við. „Nú er karlinn farinn að hafa iilan bifur á fólkinu i öxney. Og i Brokey eru draug- ar, frekar 3 en 2. Strákaófétin i Púrkey þykjast vera fyndnir og hafa hann fyrir fifl. Trúa þó sjálfir á andskotann. Æ, æ, hvað á ég að gera, áður en fer að dimma nótt? Einn góðan verðurdag getur verið, að hann hætti að hlýða mér. Hvernig fer hann lika að trúa þvi, að ég geti fælt aftur- göngur frá bænum með þvi að dusta svuntuna mina og skyrpa, ef þær ætla sér inn á annað borð?” Þóra skellihló, Hrafninn tók undir spöl- korn frá. „Haltu þér saman, Hafnar- eyja-Gvendur,” tautaði hún „Stjúpa min er þolinmæðin sjálf. En hún lætur sem hún trúi karlfuglinum, þangað til hún fer sjálf að trúa. Æ, æ, ég vildi að einhver hagyrðingur kæmi. Þá er karlinn skemmtilegur. Og þá þykist hann hafa i fullu tré við draugana. En nú eru eyja- skáldin orðin hrædd við hann og halda, að hann hvolfi undir þeim bátunum i næsta róðri, ef þeir kveða hann í kútinn. Ekki bar þó á þvi, að hann drekkti honum Oddi fyrir kjaftshöggið. Ég veit ekki betur en Oddur lögmaður klóraði i bakkann vestur undir Látrabjargi og lúberji saklausa menn svínfullur en I dag. Hann pápi er vist ekki merkilegt krafta- skáld, fyrst hann getur ekki gengið ræki- lega i skrokk á svona dólgum, sem enginn sæi eftir. — Æ, þegi þú, Hafnar- eyja-Gvendur. Það getur svo sem vel ver- ið, að glyrnurnar i þér likist mannsaug- um, krummahró. Hvað ætli sumir menn blfni ekki á okkur eins og hræfuglar? Ég gæti auðvitað rotað þig með steini, svo að þú sért ekki að rffa þig heima á hlað- varpanum. Nei annars. Einhvern veginn myndi það skemma mig. Og karlinn færi þá bara að sjá draugsaugu i kálfinum. Æ, æ og hvenær ætli næst verði messað á Narf- eyri? Ekki skánar hann neitt við að hlusta á guðsorð, þó að ég fari með hann til kirkju Bara espast, sem reyndar er von, þvi að sifellt er klerkurinn að minna okkkur á vélabrögð andskotans. Og nú fer hann að vakna og sér tólf drauga skjótast kringum bæinn á sólskininu. —Og ég hef engin ráð til að stugga þeim burtu, áður en fer að dimma nóttu. Varla róa þeir i land sjálf- krafa. — Hæ, hæ og hó!” t

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.