Heimilistíminn - 06.06.1974, Blaðsíða 18

Heimilistíminn - 06.06.1974, Blaðsíða 18
og dáðist að heiðum, stirndum himninum. Hann hafði hún sjaldan séð úr ibúðinni i bænum. — Likar þér við húsið? spurði Geir fyrir aftan hana. — Já, ég er orðin ástfangin af þvi, svar- aði hún. Daginn eftir vakti morgunsólin þau eld- snemma, og þau lágu lengi i rúminu og höfðu það gott. Júlia varð enn hrifnari af húsinu. Viku seinna hafði Júlia orð á þvi, að þau yrðu að fara að mála eldhúsið i vinalegum litum. Þau sátu og borðuðu morgunverð við stóra, brúnflekkótta borðið. — Það liggur ekkert á, sagði Geir. Við skulum fyrst ganga frá uppi. Við borðum bara hérna niðri. — Og búum til matinn, benti Júlia á. Gerirðu þér ekki grein fyrir þvi, að hérna niðri stendur þrællinn þinn boginn yfir eldavél og vaska og straujar skyrturnar þinar? — Við byrjun efst og vinnum okkur nið- ur á við, svaraði hann eins og hann hefði ekki heyrt til hennar. Við veljum her- bergi, ljúkum við það og færum okkur i næsta. Hann leit i kringum sig. Jú, þetta eldhús mætti vera ljósara. — Það er sæmilegt núna, sagði hún. — En þegar sólin skin ekki hérna megin, verður koldimmt hérna. En hann virtist engan áhuga hafa, og þess vegna tók Júlia til höndunum upp á eigin spýtur. Hún varð að gera eitt- hvað, þvi skuggarnir i skotunum fóru i taugarnar á henni. Veggirnir voru sinnepsbrúnir og flekkóttir. Stundum þegar dimmt var, voru blettirnir eins og skrýtin andlit. Daginn eftir, þegar Geir var farinn i vinnuna stillti Júlia upp tröppu á mitt gólfið og byrjaði að mála loftið. Hún var rétt byrjuð, þegar dyrnar opnuðust svolit- ið og það brakaði i þeim., Júlia gleymdi hvar hún var og steig út i loftið um leið og hún sneri sér við. Hún lenti eins og kartöflupoki á gólfinu og nuddaði hnéð og olnbogann. En það var enginn i dyrunum — Þetta var vindurinn, sagði hún við sjálfa sig. Gluggarnir uppi voru opnir. Hún gægðist út, en þar bærðist ekki strá. Allt i einu skalf hún. — Geir, Geir, hvisl- aði hún. Hvað gengur á i húsinu okkar? Þetta var i fyrsta sinn, sem þunga hurðin hafði opnazt fyrir aftan hana. — Ég sé, að þú hefur verið að gera eitt- hvað, sagði Geir um kvöldið, þegar þau settust að borðinu. — Já, og ég datt niður úr tröppunni og var heppin að brjóta mig ekki. — Það hefur ekki komið niður á matn- um, svaraði hann. Þetta er alveg stórgott. En það er líklega bezt að við hjálpumst að við þetta. Hann leit á hana. — Mér hefur dottið dálitið i hug. En hann sagði ekki hvað það var. Dag- inn eftir smurði Júlia hjarirnar á gömlu 18 hurðinni, en hvernig sem það nú var, þá hélt áfram að marra i þeim. Bráðlega fannst Júliu þetta alls ekki svo gott lengur, og smátt og smátt kveið hún þvi að ganga niður eldhússtigann. Her- bergin uppi voru alltaf jafn indæl, en ann- að var með kjallarann. Siðdegis var eld- húsið likast helli með skuggum um allt, og minnsta hljóð varð til þess að Júlia hrökk i kút. — Geir, sagði hún einn daginn. Þurfum við svona mikið skápapláss? Skáparnir voru byggðir inn i veggina og voru svo stórir, að hægt var að fela sig i þeim. Börn gætu lokazt þarna inni, og... Hugsunin varð svo sterk, að Júlia gat ekki gleymt henni. — Viltu losna við þá? spurði Geir. Við gætum þurft að nota þá einn góðan veður- dag. Hvernig losar maður sig annars við skápa, sem eru byggðir inn i veggina? — Ég veit það ekki? — Þetta er stórkostlegt hús, fullt af minningum, sagði Geir og litaðist um. —■ Við vorum heppin að fá það. — Já, svaraði Júlia og hugsaði um, hvað hún væri heppin að eiga eldhús, sem hafði þau áhrif á hana, að henni fannst alltaf einhver vera á bak við hana og horfa á hana. Bráðum kæmi að þvi að hún þyrði alls ekki niður, þegar farið væri að dimma. Slökkvarinn var á veggnum nokkur skref frá dyrunum, og áður en hún náði að kveikja, fannst henni alltaf ein- hver biða hennar inni i myrkrinu. Hún sagði: — Ég vildi óska, að ég gæti gert þetta borð hreint. Ég er búin að skrúbba og skrúbba, en blettirnir hverfa ekki. — Þetta gamla borð hefur orðið vitni að mörgu, sagði Geir og klappaði þvi, rétt eins og það væri hestur. — Ég er fegin, að það getur að minnsta kosti ekki talað, svaraði Júlia og skalf. — Ég vildi óska, að ég vissi, hvers konar blettir þetta eru, hélt hún áfram. Hann leit á blettina. — Hvað heldur þú að þetta sé? — Kaffi, svaraði hún snöggt. Súpa, eða sósa. Þetta getur verið næstum hvað sem er i svona eldhúsi. En hún sá að hann var ekki sannfærður og skipti um umræðu- efni. — Geir, veiztu hvers vegna flutt var úr húsinu? — Hef ekki hugmynd um það, svaraði hann og skar flis úr borðplötunni. Ég ætla að láta efnagreina þetta og athuga, hvort þetta er súpa eða sósa. Hann sat lengi þegjandi og horfði á hana. — Hvað er að? spurði hann loks. Það er eitthvað. Segðu mér það, Júlia. — Ég vil, að eldhúsið verði málað, sagði hún. Hana langaði mest til að falla i kné honum og gráta við öxl hans. En hann myndi hlægja að henni fyrir óttann við skugga og drauga. — Er það allt? — Já. En það var ekki allt. Ekki einu sinni helmingurinn. Eldhúsið var alveg að gera hana vitlausa. Hún þorði varla að opna skáp lengur af ótta við að eitthvað ylti út. Hún hafði meir að segja látið sér detta i hug að negla aftur skáphurðirnar, en hug- myndin var svo heimskuleg, að hana langaði til að hlæja. — Jæja, ég er búinn að fá efnagreining- una af blettinum af borðinu. Þetta var rétt hjá þér, sagði Geir nokkrum dögum siðar, er hann kom heim i mat. — Eétt hjá mér? Hvað áttu við? — Já, þetta er sambland af kaffi, te, súpu, sósu, hlaupi, suitu og öli. — Það er ekki furða, þótt erfiðlega gangi að ná þvi af, sagði Júlia og and- varpaði. Hún stóð upp og gekk um góif. Geir horfði rannsakandi á hana. — Þig langar að fara héðan, sagði hann lágt. Þér likar illa við húsið, er það ekki? — Ég elska húsið, hrópaði hún. — Það er bara þetta eldhús. Það er eitthvað að ger- ast hérna.... — Ég veit það, sagði hann. Það er alltaf eitthvað að gerast hérna og hefur gerzt, einmitt þar sem við sitjum. — Hvað? spurði hún með öndina i hálsinum. — Ég skal sýna þér, sagði hann. Fyrir nokkrum dögum fann ég þetta og hundruð i viðbót i pappakassa uppi á lofti. Ég tók nokkrar en vildi ekki sýna þér þær fyrr en ég vissi, hvaða blettir væru á borðinu. Það voru myndir, litmyndir, en flestar gulnaðar svart/hvitar. Hann dreifði þeim um borðið og Júlia laut yfir þær. Hún fylltist Jjúfri viðkvæmni. Myndirnar voru allar teknar i þessu gamla eldhúsi, og á þeim var margt fólk. Gamla borðið var hlaðið kræsingum ofan á hvitum stifuðifm dúkum, og þarna voru kertaljós. Þetta voru afmælisveizlur, og stór barnaaugu störðu á krásirnar. Börn- in voru vafalaust orðin feður og mæður. Þetta var boðskapur frá húsinu sjálfu. Júlia andvarpaði og leit i kringum sig. Nú vissi hún, að það voru engir draugar i þessu gamla húsi. Ef þeir væru þar, voru þeir áreiðanlega góðir. — Hvilik fjölskylda, sagði Geir. Það eru að minnsta kosti fjörutiu manns á sumum myndunum. — Þarna er skirnarveizla, sagði Júlia. Sjáðu storkana á kökunni. — Þeir eru tveir, svaraði hann. Held- urðu, að við eigum eftir að halda skirnar- veizlu hérna? — Já, það gerum við, einmitt hérna i eldhúsinu. En það verður kannski bara einn storkur á kökunni, að minnsta kosti get ég ekki lofað meiru. — Það er nóg að hafa einn i einu, sagði Geir, En hvenær? — Fyrren þú heldur, sagðihún. I ágúst. Hann greip um axlir henni. — Ertu viss? — Alveg viss. Þó að hún hefði ekki tölvuheila, gat hún reiknað það út, þó að hún þyrfti að telja á fingrum sér. Endir.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.