Heimilistíminn - 06.06.1974, Blaðsíða 30

Heimilistíminn - 06.06.1974, Blaðsíða 30
Stjörnukapall Vi& lagningu þessa kapals eru notuö ein venjuleg spil. Sextán spil eru lögð þannig, að þau mynda stjörnu með átta geislum, sem myndast af tveim spilum hver geisli (sjá mynd). Það skiptir ekki máli, hvernig þessi stjarna er lögð, en venjan er að byrja að leggja inni stjörnuna fyrst þannig, að efsta spilið er fyrst lagt, siðan það neðsta, þá spilið til hægri og svo spilið til vinstri og siðast ská-spilin. Spilin i ytri stjörn- unni eru siðan lögð i sömu röð og þau i innri stjörnunni. Afgangur spilanna er lagöur i miðju stjörnunnar þannig, að bakhliðin snýr upp á öilum spilunum, nema þvi efsta.Ef ann- að spil sama gildist og efsta spil bunkans fyrirfinnast i stjörnunni, má taka þessi tvö spil og leggja til hliðar. Ef spilið, sem tekið var burtu úr stjörn- unni, hefur verið i innri stjörnunni, er spii það, sem liggur fyrir þvi i ytri stjörnunni, fært inn, en spil úr stokknum sett i stað- inn, þannig að bakhliðin snýr upp. Þegar annað spil hefur verið fjarlægt úr stjörn- unni.má snúa þvi við og nota þaö. Hefði spilið sem i fyrstu var lagt til hliðar (ásamt með efsta spili bunkans, sbr. áð- ur), verið úr ytri stjörnunni, er spil úr stokknum lagt i stað þess með bakhliðina upp. Gilda að öðru ieyti sömu reglur um það og áður er greint frá. Siðan er efsta spili stokksins i miðju stjörnannar snúið við og leitað eftir spili i stjörnunni með sama gildi, og þau tekin frá. Og siðan koll af kolli. Kapallinn gengur upp, ef hægt cr að para öll spilin. Ef þetta er ekki hægt, gengur kapallinn ekki upp. Sé stokkurinn búinn, og telst þá kapallinn hafa gengið upp engu að siður. Hægt er að gera kapal þennan erfiðari með þvi að snúa ekki spilinu, sem ávallt er lagt i ytri stjörnuna við, fyrr en sam- lægt spil i innri stjörnunni er lagt til hlið- ar. Þó að þessi aðferð sé notuð, er kapall þessi bæði skemmtilegur og gengur hæfi- lega oft upp. Gjörið þið svo vel.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.