Heimilistíminn - 06.06.1974, Blaðsíða 35

Heimilistíminn - 06.06.1974, Blaðsíða 35
FLESTIR munu kannast við lagið Tie me kangaroo down sport", sem leikið hefur verið margsinnis i útvarpið hjá okkur, en það er sungið af Rolf nokkrum Harris frá Ástraliu. Rolf Harris er aldeilis einstakur maður, og þvi er kannski ekki furða, þótt BBC- sjónvarpið hafi fengið hann til að gera nokkrar dagskrár fyrir sig. Hann getur hreinlega alla skapaða hluti. Rolf er 35 ára gamall, og kom til Bret- land tvitugur að aldri, peningalaus og allslaus, til að reyna að mennta sig og nýta eitthvað af hæfileikum sinum. Á skömmum tima lærði hann að syngja, mála, leika, skrifa tónlist og dansa. Nú, og svona aukalega er hann mikill sund- maður og meistari heima i Ástraliu á yngri árum. Fyrir tveimur árum réð ástralskt tóbaksfyrirtæki hann til að teikna fyrir sig auglýsingar, og salan á piputóbakinu rauk á einu ári upp Ur öllu valdi. Nýja óperan i Sidney fékk hann til að skemmta fólki i hálfan þriðja tima, og viðstaddir, auk milljóna sjón- varpsáhorfenda, fengu þar að sjá hann leika á pianó, syngja og dansa og gera kunstir upp á þaki nýja óperuhússins. Eftir á sagði Harris um óperuhúsið, sem eins og flestir vita, er mjög umdeild Fyrir- brigðið frá Ástralíu bygging: — Þetta er snilldarhús, og þótt það hafi kostað 100 milljónir ástralskra dollara, er það ekki eyri of mikið. Annars býr Rolf Harris i stóru húsi í London, og inni málaði hann andlits- myndir á alla veggi, en þegar fjölskyldan var búin að fá nóg af þeim, tók dóttirin, Bindi Ilarris, niu ára, til og málaði sin listaverk yfir. Rolf Harris er alltaf með höfuðið troð- fullt af hugmyndum, og athafnasemi hans eru nánast engin takmörk sett. Hann gerir hverja dagskrána af arnarri, i brezka, bandariska og áslralska sjón- varpið, og ferðast auk þess um og skemmtir. Hann málar myndir, semur tónlist, syngur inn á plötur og i kvikmynd- um. — Við Ástralir höfum alltaf veríð svolitið sérstakir, segir Rolf, sem hefur orðið fyrir þvi að nefbrjóta sig á Ijósastaur, er hann snéri sér við til að horfa á eftir fallegri ljósku. En nú erum við að breyt- ast, og Ástralia likist nú Bandarikjunum æ meira. Fæðingarborg min Perth, er alltaf að verða likari og likari Los Angeles, og ástralska sjónvarpið er hreint að springa utan af bandariskum sápu- óperum. En ég sjálfur er og verð Astraliu- maður. Við, sem flytjujm að heiman, verðum yfirleilt meiri og betri Astralir, en hinir, sem el'tir eru. I \« I III undan Vissuð þið, að sykur er bragðaukandi? Þó að sykur sé eitt af þvi, sem nota ber i hófi, er vel leyfilegt að nota bálfa teskeið eða svo i sósur og mallaða rétti. Það gefur ekki sykurbragð lield- ur meira bragð. Scrstaklega ef tómat- ur cr i réttinum. Reynið næst, þegar þið búið til einhvern rétt með tómat- sósu. Ilúsmóðir ein fékk skinandi hugmynd: Henni gramdist, að eiginmaðurinn fleygði skyrtunum sinum, þegar iiningarnar og flibbinn fóru að slitna. Hún tók eina, klippti flibbann af og framao af ermununt, en sctti i staðinn skrautlegt band. Og notaði flikina siðan sem ágætis náttkjól. Salt hindur vökva og sc ntaöur i megrun á maöur þvi að spara saltið. En maturinn er ieiðinlegur, ef hann er ósaltur. Reynið að setja nokkra dropa af cdiki i staðinn það gerir sama gagn og maður saknar ckki saltsins. Sé maður heppinn er hægt að eignast iiulælar grænar plöntur i gluggana, til dæmis með þvi að setja niöur stein úr avocados-ávextinum, sem nýlega er farinn að fást hér, að minnsta kosti i Rvik. Sú planta getur orðið allt að hálfum metra I glugga. Einnig eru grænu blöðin á ananasávextinum fyrirtak. Setjið allan toppinn i vatn, og þegar hann skýtur rótum, þá i pott. En munið umfrani allt, að gefa ekki nýj- um plöntum áburð. Hér áður fyrr var algengt að fyrstu skór barnsins væru geymdir i silfri, þ.e.a.s. þeir voru silfurhúðaðir. Guil- smiðir gera þetta svo sem ennþá, cn það er alveg eins auðvelt og allmiklu ódýrara að kaupa silfurspray og sprauta skóna sjálfur.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.