Heimilistíminn - 06.06.1974, Síða 20

Heimilistíminn - 06.06.1974, Síða 20
VISSUÐ þið, að elztu börn i fjölskyldum hafa meiri möguleika á að ná frama, en þau yngri? t Bretlandi hefur verið gerð könnum meðal 7000 skólabarna, i þvi skyni að komast að raun um, að hve miklu leyti framtið barns er komin undir stöðu þess i fjölskyldunni. Börnunum var skipt i fimm hópa — einbirni.þau eldri af tveimur, þau yngri af tveimur það elzta af þremur eða fleiri og þau yngstu af þremur eða fleiri. t niðurstöðunum kom m.a. fram, að af 30% 16 ára stúlkum i framhaldsskólum, voru aðeins 15, sem voru yngsta barn. Meðal þeirra sem yngri voru en 15 ára, voru 31% barnanna i bóknámi þau eldri af tveimur, en 23% þau yngri af tveimur. Og frá fjölskyldum með þremur börnum eða fleiri, voru þau eiztu 23%, en þau yngstu 15%. Þá var reynt að kanna, hvort kyn barnsins hefði nokkra úrslitaþýðingu hvaðmöguleikana varðaði og niðurstaðan varð sú, að drengir, sem eiga eldri bróður, hafa meiri möguleika á að stunda framhaldsnám, en þeir sem eiga eldri systur, en möguleikar stúlknanna virtust hins vegar ekkert fara eftir þvl, hvers kyns eldra systkinið er. Hafa elztu börn forréttindi í lífinu Til að varpa ljósi á hvort tómstunda- iðkanir barnanna fóru eitthvað eftir röðinni i fjölskyldunni, fékk hvert barn spurningalista. Þau áttu m.a. að gera grein fyrir, hvað þau aðhefðust utan skólatima, hvað þau lásu, hvort þau væru i einverjum félögum og hve oft þau færu i bió. t ljós kom, að það voru að langmestum hluta þau elztu i fjölskyldunni, sem störfuðu i einhverjum félagsskap en þau yngri fóru mun oftar i bió. Yngstu börn i fjölskyldu lásu mun minna af bókum og yngstu stúlkur lesa meira af ástarsögum, en þær sem elztar eru. Jafnframt kom i ljós, að mál, sem krefjast persónulegra athafna og hugmyndaflugs, eru mun oftar leyst af elsta systkini, en þeim yngri. Aldrei hefur verið sannað, að yngri börn i fjölskyldum séu minna greind en þau eldri, svo þarna hlýtur að vera um að kenna utan að komandi áhrifum. Ein ástæðan getur verið sú, að fyrsta barn er yfirleitt talið eitthvað alveg sérstakt i fjölskyldunni og verður óhjákvæmilega ■/ miðdepill fjölskyldunnar. Foreldrarnir fylgjast meira með þvi og leiðbeina þvi meira, þannig að barnið verður sjálf- stæðara og hefur meira sjálfstraust, en það kvað vera grundvöllur framans siðar meir. Þegar annað barnið fæðist, er sú hætta fyrir hendi, að það fyrra finnist það út- •> undan og missi þar með sjálfstraustið. En það er yfirleitt undantekning, þar sem eldra barnið uppgötvar fljótlega að það getur miklu meý-a en það litla. Og til að undirstrika yfirburði sina, fer barnið gjarnan að leggja meira á sig, bæði i fritima og skóla. Annars skyldi maður ætla, að barn númer tvö hefði meiri möguleika i lifinu en það eldra. Móðirin hefur meiri reynslu og eldra barnið er fyrirmynd. Það þekkir heldur ekki kvalir afbrýðisseminnar, þar sem það hefur aldrei reynt að vera eitt. En jafnframt verður að horfast i augu við það, að móðirin hefur ekki jafn mikinn tima fyrir leik og samræður og þá er möguleiki, að yngra barnið fari að likja eftir systkini sinu i einu og öllu og glati þannig persónuleika sinum. Þá er ekki óalgengt, að foreldrarnir meðhöndli yngra barnið eins og smábarn, löngu eftir að það er hætt að vera smábarn, en eldra barnið hættir að vera smábarn um leið og það næsta fæðist. Að þetta hefur við einhver rök að styðjast, kemur i ljós, þegar athugaður er listi yfir þá brezka borgara, sem fengið hafa orðu. Af 48 eru 25 elztu börn, 10 númer tvö, 4 einbirni, og einn yngsta barn I stórum hópi. En svona til huggunar fyrir þá, sem eru þriðja, eða fjórða barn i fjöl- skyldu, má geta þess, að William Shake- speare var þriðja barn sinna foreldra..... 20

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.