Heimilistíminn - 06.06.1974, Blaðsíða 46

Heimilistíminn - 06.06.1974, Blaðsíða 46
Útgefandi Framsóknarflokkur- inn. Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábyrgðar- maður), Jón Helgason, Tómas Karlsson. — Auglýsingastjóri Stcingrimur Gislason. — Rit- stjórnarskrifstofur i Eddu-húsinu við Lindargötu, simar 18-300 til 18-306. — Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26-500, afgreiðslusimi 1-23- 23, auglýsingasimi 1-95-23. — Blaðaprent h.f. HEIMEblS Umsjón: Snjólaug Braga- dóttir. DRAUGA- SAGA 1 mai 1894 kom skozkt skip inn til Seyðisfjarðar. HétþaðM.A. Dodds og var frá Aberdeen. A meðan skipið lá inni á Seyðisfirði, var mikil óregla og drykkja um borð. Það hafði morrað stjórniaust i firðinum. og slagsmál, háreysti og hundgá hafði heyrz,t i land. Ekkert var að- hafzt úr landi. Þó munu einhverjir heima- menn hafa haft samband viðskipverja. Eina nóttina sigldi skipið burtu i skyndingu. Heyrðust um það raddir, að ekki hefði allt verið með felldu, og sumir sögbust hafa heyrt neyðaróp þá um nóttina. Um miðjan júni kom beiðni frá Magnúsi Stephensen landshöfbingja, ab rannsaka mál M.A. Dodds frá Aberdeen, þvi vél- stjórinn af skipinu hefði týnzt, dottið fyrir borb milli Færeyja og Hjaltlands, ab þvi er skipsmenn sögðu, en vegna misræmis i framburði þótti lögreglustjóranum i Aberdeen ástæða til að rannsaka málið frekar. Sýslumabur, Axel Tulinius, fékk málið til meðferðar. Yfirheyrði hann ýmsa, en -9 / / R / / / 7 E / / S K 0 P M V N P "V 5 5 £ r A N f\ D fí M / R i T / T R A F 1 / L / (\ 6 A T / r T 5 1 6 R # u N / B F A / N A' / T A F i R / / 6, / £ N A / R ± / A D 1 N A / fí & I / 0 R Ð / £ R A' P u M H / / / R £ / £ 1 R / M M / A A V 1 L D A R V I N ý A / •R 0 / a N D A / 6» e r u M / / 0 R N i / u L L / / A M A R / A U r A R b N r\ 0 1 N A / P / M u N A M A R / N N N / y W / L £ 0 N 7 R A K / N Z p A N / A K \ S r / fí F / s / L N A Ð 1 / i N T A K A / R £ 71 L 1 0 l 0 / s T R » A K M Ú S Íp R ú 0 M £ N N ll L A ekkert þóttust menn geta þá borið um framferði eða dvöl skipsmanna á M.A. Dodds. Kom ekkert markvert fram við yrirheyrslurnar. Leið svo sumarið. Seint i september um haustið var sýslu- mabur i skrifstofu sinni i húsi Ernst lyf- sala. Var herbergið á annari hæð hússins, við enda langs gangs. Hafði sýslumaður þarna embætti sitt og svaf þar einnig. Kom þá til hans maður og tilkynnti, að lik hefði slæðzt upp á linu i mynni fjarðarins hjá sjómönnum frá Brimnesi, sem er utarlega við Seyðisfjörð norðanverðan. Fór sýslumaður ásamt fleiri mönnum frá Seyðisfirði út á Brimnes. Likið var mjög illa farið. Báðir framhandleggir voru af þvi, en naktar pipurnar i upphandleggn- um. Allt hár og hol var skafið burt af höfðinu, svo að einungis nakin hauskúpan var eftir. Einnig voru allir vöðvar tættir af hálsliðunum. Likið var klætt i dökkblá sjómannsföt en á fótum voru fjaðrastig- vél. Fötin voru gegnsósa af oiiu eða feiti og höfðu þvi litið fúnað, en megnan ódaun lagði af likinu. A buxnahnöppunum stóð nafnið Aberdeen, og i vasa fannst eitt penny. Ailt benti til þess, að þetta væri sjómaðurinn af M.A. Dodds, sem átti að hafa dottið fyrir borð milli Færeyja Og Hjaitlands. Likið var flutt inn til Seyðisfjarðar og krufið. Kom i ijós, að maðurinn hafði ver- ið látinn, er hann kom i sjóinn. Eftir það var likið jarðsett, og fylgdi þvi fjöldi manns og var útförin hin virðulegasta. Um kvöldið fór sýslumaður snemma i rúmið. Ekki gat hann sofnað. Tunglsljós var, bjartviðri, og herbergið allt uppljómað af tunglsskininu. Þegar hann liggur þarna vakandi, heyrir hqnn, að gengið er upp stigann. Er þá komið langt fram á nött, og furðar sýslumaður sig á þessum umgangi. Heyrir hann að gengið er þungum, reikulum skrefum inn að her- bergisdyrum hans. Ris sýslumaður upp i rúminu. Sér hann þá allt i einu herbergis- dyrnar opnast, og i þeim stendur vél- stjórinn á M.A. Dodds,einsog hann var, þegar þeir fundu hann. Hauskúpan var nþkin og skinin, augnatóftirnar holar og auðar, og milli skoltanna skein i hvitan tanngarðinn. Beinpipurnar héngu niður með siðunum. Óþef lagði um allt her- bergið. Ófreskjan fór nú að fikra sig nær rú(ni sýslumanns. Hægt og riðandi gekk hún fet fyrir fet i átt til hans og nú fór hún að rétta fram beinapipurnar. Nú beið sýslumaður ekki bóðanna, snaraði sér fram á góll' og bjóst til varnar. Draugurinn haföi.engin umsvif og réðst á sýslumann af heljarafli. Káfaði hann með berum pipunum um háls og herðar sýslumanns og lagðist á hann. Stympuðust þeir góða stund, en að lokum fékk sýslumaður hrakið ófreskjuna út úr dyrunum. og fram á gang. Skeliti hann i lás. Tvær næstu nætur varð vart við drauginn. en eftir það hefur hann ekki látið til sln heyra. 46

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.