Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 12.12.1974, Qupperneq 11

Heimilistíminn - 12.12.1974, Qupperneq 11
Þetta getið þið sjálf reynt næst þegar þið eruð i samkvæmi með vinum ykkar. En munið, að sá eða sú, þeir eða þær, sem eru ófeimin og ráðrik, er það fólk, sem fyrst litur undan, þegar horft er beint i augu þess. Sjálfur geturðu komizt að þvi, að þvi óöruggari sem þú ert með sjálfan þig i samkvæminu, þeim mun færri manneskjur liturðu beint framan i. Sá, sem þjálfað hefur sig i að lesa af augum, getur strax séð, hvernig þér liður i veizlu, með þvi að athuga augnaráð þitt. Það dugar ekkert að tala rólega eins og manni sé sama um allt, þvi augun koma upp um þig Þá hefur verið marspurt að þvi á hvaö stúlka liti fyrst, þegar hún hittir karl- mann. Hún skoðar ekki allt andlitiö i fyrstu umferð, heldur einbeitir sér að um- hverfi augnanna, auganbrúnum og horfir talsvert á umhverfi munnsins lika. Það litur út fyrir að augnabrúnirnar séu það mikilvægasta. Ef stúlku list vel á augna- brúnir pilts, eru miklir möguleikar á þvi að henni litist vel á afganginn af honum lika. Hins vegar er þvi haldið fram, að karl- maður liti fyrst á augu stúlku — þó að ýmsa gruni að hann horfi á sitthvað fleira. Góð aðferð við „gagnkvæmt augnasam- band” að minnsta kosti i veizlum, er að horfa I augu mannsins yfir glas. Glas i hönd er þrautreynt og gefst vel til nánari kynna. Þá er gott að snúa samtalinu þannig, að karlmaðurinn fái tækifæri til aö tala um sjálfan sig, en þar sem annars staðar er hægt að gera skyssur, eins og dæmið um stúlkuna sannar, sem sat milli tveggja karlmanna og vissi hreint ekkert um hvað hún átti að tala. Hún tók það ráð að spyrja: — Hvor finnst ykkur leiðin- legri, leigubilstjóri eða þjónn? Ekki vildi betur en svo til, að annar mannanna var leigubilstjóri en hinn þjónn. Loks er hægt að spyrja sjálfan sig að þvi, hvað sé hægt að gera til að koma i veg fyrir að augun spegli sálina. Það getur komið fyrir, að mann langi ekkert til að allir sjái, hvað maður hugsar eða hvernig manni liður. Við þvi er svo sem ekki annað að gera en halda sig i hálfmyrkri eða ganga með sólgleraugu. En það siðar- nefnda er ekki I tizku um þessar mundir og auk þess er litið á sólgleraugu sem öruggt merki um timburmenn. I siðustu lög er hægt að sitja heima og nota simann, ef maður þarf endilega að tala við einhvern. n

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.