Heimilistíminn - 12.12.1974, Page 28

Heimilistíminn - 12.12.1974, Page 28
15. desember Þú hefur mikinn áhuga á hibýlum og ert rólegur og lætur litið yfir þér. Oft ferðu þinar eigin leiðir, einkum ef um er að ræða hugmynd, sem þú telur að sé þýð- ingarmikil og eigi að komast i fram- kvæmd. Þú hefur margar sérstæðar skoðanir og gleðst, ef þær verða til ein- hvers. Stjörnurnar hafa úthlutað þér góðum hæfileikum til að skilja fólk, og það sem það gerir. Það fólk, sem er svo heppið að vera fætt þennan dag, getur átt von á að lifshlaup þess verði all óvenjulegt. Þú hef- ur fengið marga hæfileika i vöggugjöf, og ef þeir verða þroskaðir, muntu ná frama og eiga hamingjurikt lif. Einkum á þetta við um skrifað orð og talað. Ef til vill verðurðu kennari, heimspekingur, prestur eða sagnfræðingur. Ef þú starfar ekki við neitt af þessu, verður eitthvað af þvi áreiðanlega áhugamál þitt i tómstundum. Þú ert ekki sérlega tilfinninganæmur, en leggur yfirleitt þær tilfinningar sem þú hefur i starf þitt. Þú nýtur þess að sjá annað fólk hamingjusamt og vilt gera mikið til að hjálpa þvi að verða þaö. Hjónaband þitt verður ánægjulegt, eink- um ef þú sigrast á tilhneigingu þinni til gagnrýni. Þú hugsar mikið um sjálfan þig, en það orsakast af þvi, að starf þitt krefst þin alls. Þær stundir koma, að nauðsyniegt er aö þú sért einn, ef þú átt að ná þeim takmörkum, sem þú hefur sett þér. 16. desember Enginn vafi er á þvi að þú hefur hæfileika, og ef hann verður þroskaður, verðurðu vlðfrægur. Þú ert einstæður, bæði i orðum og gerðum. Ef þú hittir fyrir gamalt vandamál, finnurðu að likindum alveg nýja lausn á þvi. Þú notar afar sjaldan þær aðferðir, sem venjulega er beitt við hlutina. Þetta getur verið gott og blessað, ef þú býrð i borg eða á stað, þar sem breytingar eru velkonar og viðurkenndar. 1 gagn- stæöu tilliti verðurðu gagnrýndur, kannski ekki alltaf með réttu, en það getur þó skaðað þig. Sem betur fer hef- urðu mikið sjálfstraust, en þarfnast þó viðurkenningar. Þú kærir þig ekki um að taka alltof mikið tillit til þess sem fólk segir, að þú fyrirlitur smjaður. Hins veg- ar þrifstu ekki, ef enginn hrósar þér. Þú vilt gjarnan hitta nýtt fólk og sjá nýja staöi. Þar sem þú hefur unun af ferðalögum, er liklegt að þú ferðist mikið á unga aldri. Þér hættir lika við að telja grasið handan götunnar grænna, en það sem þú gengur á. Þú tilheyrir þeirri manntegund, sem breytir persónuleika sinum og skoðunum við reynslu, og þess vegna kemur sér vel fyrir þig að kynnast sem flestu nýju. 17. desember Sjálfstraust þitt er mikið, og þú trúir þvi statt og stöðugt, að þú getir allt. Þig lang- ar lika til að reyna allt. Möguleikarnir eru lika góðir á þvi að þér takist flest I fyrsta sinn, sem þú reynir. Ef hamingjan er ekki með þér, reynirðu bara aftur á annan hátt. Þú telur, að ef ekki heppnast, sé ein- hverju öðru en þér um að kenna, ein- hverju, sem þú ráöir ekki við. Þú vilt gjarnan helga þig hlutum, sem eru stórir og viðtækir, og þú lætur smá- muni ekki skipta máli. Þvl stærra sem viðfangsefnið er, þeim mun ánægðari ertu með það. Þótt þú sért rólyndur og hlé- drægur á ytra borðinu, hefurðu járnvilja og nærð yfirleitt takmörkum þinum með honum. Þar sem þú ert hrein orkulind, er erfitt að stöðva þig, áður en þú færð það sem þú vilt. Þú ert ekki mikið fyrir að afsaka fólk, sem gert hefur skyssur. Þar sem þú ert stundvis og nákvæmur, ætlastu til að aðr- ir séu það lika. Þótt þú sért ástúðlegur að eðlisfari, kemstu að þvi, að áhugi þinn á ástinni er ekki mikill. Konur, sem fæddar eru þenn- an dag, geta verið daðurkvendi. Frestaðu ekki makavali of lengi, þvi þú uppgötvar skyndilega, að þú ert orðinn gamall. 28

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.