Heimilistíminn - 12.12.1974, Page 33
Gunhild
Hesting:
hann. Hann er þó frændi þinn.
— Ég mundi gera það, ef hann hætti að snúa
bakinu í mig.
— Mér finnst að þú ættir samt að gera það,
ráðlagði Bastian.
— Það þýðir ekkert, hann talar ekki við mig.
— Er það af þvi þú snýrð baki í hann? spurði
Bastian.
— óóó, stundi drekinn.—Já, það er af þvi ég
sný baki i hann.
— Þarna sér maður, sagði Bastian. — Þá
held ég að ég geti ekki gert neitt fyrir ykkur.
— Jú, hvislaði drekinn. — Þú mátt hætta að
troða á vinstri kinninni á mér.
— ó, fyrirgefðu, sagði Bastian. Hann hafði
ekki gert sér grein fyrir, að hann stóð á vinstri
kinn drekans. — Get ég annars gert nokkuð
fyrir þig?
— Áttu verkjatöflu? stundi 'drekinn.
— Nei, því miður, svaraði Bastian.
— Suss, hvíslaði drekinn. — Til hvers varstu þá
eiginlega að koma hingað?
—Jæ, en ég er að fara, svaraði Bastian. Og það
var rétt hjá honum, þvi meðan hann sagði
þetta, gekk hann nokkur skref afturá bak, án
þess að gá að sér og áður en hann vissi af sér,
steig hann út i loftið, svo hann sagði bara —
Bless við drekann, en þá var hann dottinn niður
á veröndina kring um Temusteri kinverska
keisarans, rétt framan við trýnið á risastórum
hvitum angóraketti, sem lá þar og deplaði aug-
unum.
— Bless? sagði hviti kötturinn spyrjandi. — Af
hverju byrjar gesturinn á þvi að segja bless?
— ó, afsakið, sagði Bastian, sem aldrei á
ævinni hafði beðizt afsökunar svona oft á ein-
um degi. — Afsakið, ég var að kveðja drekann,
en ég datt svo hratt að ég hafði ekki tima til
að segja góðan daginn á réttu augnabliki. Ég
geri það hér með: — Góðan daginn.
— Þá sagði hviti angórakötturinn. — Þessi
gestur kemur fyrr til að kveðja og heilsa og
þess vegna kemur hann bara seinna. Satt að
segja er timinn afstæður. Bless! Góðan
daginn! Velkominn! Ég er Chih-hu.
— Það er erfitt nafn, sagði Bastian.
—Já, það er það, sagði hviti kötturinn — en þú
mátt gjarnan kalla mig Chiryoku no Tora.
— Kærar þakkir, sagði Bastian.
— Hvort tveggja þýðir það sama, þegar það er
þýtt á hitt málið, hélt hviti angórakötturinn
áfram — svo maður getur valið. Bara að ég sé
ekki kallaður gamli rykfalini Tigur, þvi það
sýnir virðingarskort og virðingarskortur er
leiðindaeiginleiki, sem ekki aðeins skaðar fjöi-
skyldulifið og virðinguna fyrir ellinni, heldur
skapar almennt bil milii fólks.
— Já, það er rétt, sagði Bastian og þóttist nú
viss um að þessi köttur væri Visdómstígurinn.
Bastian sagði nú Visdómstiginum hver hann
væri og að hann hefði komið til bæjarins til að
finna pabba sinn og fara sjálfur á sýningu
Chih-hu svaraði: — Að leita að týndum föður
sinum er virðingarvert, á skilið viðurkenningu,
en að streitast við að komast á sýningu er hé-
gómalegt, heimskulegt og tilgangslaust og
sýnir skort á skynsemi. Hugsaðu um það!
— Já, svaraði Bastian — það skal ég gera. Og
svo settist hann niður tii að hugsa, meðan
Visdómstigurinn Chih-hu reis upp og gekk inn i
dimmt musterið. Hann ætlaði að fá sér te.
Bastian sat kyrr. En hann var ekki vanur þvi
að hugsa um sama hlutinn lengi i einu, svo hon-
um hætti atitaf til að fara að hugsa um eitthvað
annað en það, sem Visdómstigurinn hafði sagt.
— Að streitast við að komast á sýningu er hé-
gómlegt og heimskulegt, sagði hann við sjálfan
sig og geispaði og deplaði augunum. Hann
hafði iitið sofið nóttina áður. — Hegómlegt og
heimskulegt, tautaði hann meðan ilmur allra
33